Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 32
32 FIÍJÁLS VERZLUN BANKAMÁL RÍKISÁBYRGD Á LÁNUM REGLURNAR UM ÖXULÞUNGA. — Hver eru helstu vandamálin við vöruflutninga með bifreiðum? — Þau eru margvísleg, en eink- um vildi ég benda á reglurnar um öxulþunga bifreiða, sem gera það að verkum, að við getum ekki sett það' magn í bifreiðarnar, sem hægt er að' setja. Flutningarnir geta af þessum sökum orðið lítt arðbærir. Þá eru ýmsir gallar á vegakerf- inu, sem þarf að lagfæra. Þannig vil ég geta þess, að bílstjórarnir okkar telja sig geta flutt vörur austur á firði eftir Suðurlandi um ísleifur Runólfsson framkvæmdastjóri. Hornafjörð, eftir að vegurinn yfir Möðrudalsöræfi lokast. En þá reynist vera einn örlítill farar- tálmi á leiðinni. Það er ein brú, brúin yfir Hverfisfljót, sem þolir ekki nema takmarkaðan öxul- þunga. Þess vegna geta bílarnir ekki farið fullhlaðnir austur þessa leið og álitamál, hvort flutning- arnir borga sig. — En það er mikill vöxtur í þessari grein, segir ísleifur að lok- um, — og ég álít það framtíðina í þessum málum, að mynduð verði miðstöð allra þessara flutninga og þeir verði skipulagðir á sem ódýr- astan og hagkvæmastan hátt. Ég fór út til Svíþjóðar til að kynna mér rekstur vöruflutningamið- stöðva þar og miðstöð sú, sem við erum að reisa hér í Borgartúni, er byggð eftir sænskri fyrirmynd. Ég álít að vöruflutningar með bif- reiðum eigi mikla framtíð fyrir sér. Þeir stóraukast á meginland- inu og eiga eftir að gera það hér líka. Það hefur lengi tíðkazt, að ríkissjóður veitti ýmsar fyrir- greiðslur í sambandi við fram- kvæmdir, ýmist með styrkveiting- um, beinum lánveitingum eða með því að ganga í ábyrgð fyrir lánum til þess að auðvelda við- komandi lántökur. 5.013 millj. króna. Um síðustu áramót námu ábyrgðir ríkissjóðs samtals að fjárhæð 5.013 millj. króna. Höfðu þær aukizt verulega frá árinu áður, en þá námu þær alls 3.709 millj. kr. Heildarfjár- hæð nýrra ábyrgðariána fjórfald- aðist á árinu. Upphæð þeirra ábyrgða, sem bættust við 1966, nam 1537 millj. kr. á móti 373 millj. kr. 1965. Þessar skuldbind- ingar ríkissjóðs hafa farið mjög vaxandi á undanförnum árum og eru nú tvöfalt meiri en árið 1960. Ástandið í ábyrgðarmálum rík- issjóðs hefur ekki alltaf verið eins og vera ber. Margir þeirra aðila í þjóðfélaginu, sem notið hafa þessarar fyrirgreiðslu, hafa af ýmsum ástæðum ekki getað stað- ið í skilum með vexti og afborg- anir og ríkissjóður því orðið að greiða fyrir þá. Þessar greiðslur hafa farið vaxandi með árunum, og venjulega er miðað við þær, þegar felldur er dómur um ástand- ið í ábyrgðarmálunum. Árið 1962 náðu þessar greiðslur hámarki, en síðan hafa vanskilin farið minnk- andi, og gaf þróun síðustu ára ástæðu til að vona, að breyting væri á orðin til batnaðar og að greiðslubyrði ríkissjóðs vegna á- byrgðarlána myndi fara lækkandi áfram. Greiðslurnar minnkuðu úr 129 millj. kr. árið 1962 niður í 35 millj. kr. 1966. Hér er alls staðar miðað við nettógreiðslur, þ. e. inn- leystar kröfur ríkissjóðs og Ríkis- ábyrgðasjóðs, að frádregnum end- urgreiðslum skuldara. Blikur á lofti. Á þessu ári hefur hins vegar dregið bliku á loft á nýjan leik. Fyrstu 10 mánuði árs- ins hefur Ríkisábyrgðasjóður mátt greiða samtals 22 millj. kr. nettó vegna vanskila, en á sama tíma í fyrra aðeins 12 millj. kr. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt greiðsluerfiðleikar margra fyrir- tækja, enda hefur verðbólguþró- unin verið mjög óhagstæð á þessu ári. En það eru fleiri en hinar ytri aðstæður, sem hafa áhrif á ástand- ið í þessum efnum. Fyrirkomulag og framkvæmd ábyrgðamála er einnig mjög þýðingarmikið atriði, sem oft hefur verið vanrækt. Löngum hefur verið ríkjandi til- hneiging til að lofa þessum málum að þróast til hins verra, og voru þau komin í mikið óefni um tíma. Það kom líka að því, að mál þessi voru endurskoðuð frá rótum og verður vikið að því hér á eftir. LÖNG SAGA. Ríkisábyrgðir á lánum eiga sér nokkuð langa sögu á íslandi. Ekki kvað þó mikið að þeim í fyrstu, og er ekki vitað með vissu um upphaf þeirra. Fyrsta ríkisábyrgð- in, sem vitað er um, var veitt árið 1912vegna hafnargerðar í Reykja- vík. Ríkisábyrgða er samt ekki getið í ríkisreikningum, fyrr en árið 1932 og námu þá 15 millj. kr. Á árunum milli 1930 og 1940 fóru ábyrgð'irnar vaxandi, þótt í smá- um stíl væri, miðað við seinni tíma. 1934 var t. d. veitt ríkis- ábyrgð vegna fyrstu virkjunar Sogsins og sömuleiðis voru á þess- um árum veittar ábyrgðir vegna lítilla rafveitna út um land, svo og hafnargerða og lendingarbóta. Þegar líða tók á áratuginn eftir 1940, fóru ábyrgðaveitingar mjög að færast í aukana. Árin 1943— 1946 voru m. a. veittar ríkis- ábyrgðir vegna virkjunar við Sog og uppbyggingar síldariðnaðarins. Lengi vel voru engar fastar reglur í gildi um veitingu ríkis- ábyrgða. Heimilda til veitinga þeirra var aflað með ýmsum lög- um og jafnvel með þingsályktun- artillögum. í suma lagabálka voru sett ákvæði um að veita skyldi ríkisábyrgð til að auðvelda fram- kvæmd viðkomandi mála. Hér er um að ræða lög um vatnsveitur, rafveitur, togarakaup og lög um hafnargerðir og lendingarbætur. Stundum hafði ríkisstjórnin sjálf forgöngu um veitingu ábyrgða og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.