Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 4
VIÐSKIPTAHEIMURINIM ARABALÖND Stjórnarbylting kann að vera í aðsigi í Alsír. Boumédienne, sá sem tók við völdum eftir fall Ben Bella (hann situr í fangelsi), er talinn í hættu. Fyrrverandi stuðningsmenn Boumédienne hafa snúizt gegn hon- um, og herforingjar sagðir á báðum áttum. Alsír hefur verið helzti máttarstólpi Sovétríkjanna í Austurlöndum nær. í Suður-Arabíusambandinu, þaðan sem Bretar eru nú á förum, hef- ur þjóðernissinnahreyfingin NjLF náð yfirhöndinni í baráttunni við FLOSY-hreyfinguna. Herinn í S.-Arabíu hefur viðurkennt NLF, og er FLOSY, talin fjarstýrð frá Kairó, því líklega úr leik. BANDARÍK3N Gengisfalli sterlingspundsins hefur verið tekið sem nauðsynlegri ráðstöfun í U.S.A., er fyrir löngu var orðin brýn. Þrátt fyrir nokkra efnahagserfiðleika virðist staða dollarans trygg í bili. Meðal væntan- legra forsetaframbjóðenda er Nixon á uppleið. Gallup-skoðanakannanir sýna, að Nixon myndi sigra bæði Johnson eða Robert Kennedy, ef kosningar yrðu haldnar nú. BÓLIVÍA Landsmenn virðast ekki ginkeyptir fyrir byltingu. „Che“ Guevara, sem þangað var kominn til skæruhernaðar, er fallinn, og hreyfing hans talin kæfð í fæðingu. „íbúarnir hér eru með afbrigðum ósamvinnu- þýðir,“ skrifaði „Che“ sálugi í dagbókina. BRETLAND Bjartara útlit framundan, segja efnahagssérfræðingar, eftir geng- isfallið. Nýja gengisskráningin á að auðvelda Bretum inngöngu í EBE og efla útflutninginn. Stórfelldar lántökur hjá alþjóðlegum peninga- stofnunum eru fyrirhugaðar. FRAKKLAND Gengi frankans er tryggt. De Gaulle er sagður við sama heygarðs- hornið um aðild Breta að EBE. Gengisfelling pundsins var þó eitt af skilyrðum Frakka fyrir inngöngu. Andófið gegn Bretum verður nú erfiðara. Concorde farþegaþotan, sem þessar þjóðir hafa unnið að sam- eiginlega, kann að enda, sem alfrönsk framleiðsla. Fyrsta reynsluflug er áætlað í febrúar. Bretum er sagður ofbjóða kostnaðurinn, 1,5 millj. dollara til þessa, og söluhorfur eru slæmar. ÍSRAEL ísraelsmenn eru æfir út í de Gaulle. Frakkar neita að afgreiða pönt- un á 50 Mirage orustuþotum, sem gerð var löngu fyrir „sex daga stríð- ið“. Tilgangur de Gaulle er að efla áhrif sín í Arabalöndum. KÚBA Enn ætlar Kastró að ylja Bandaríkjunum undir uggum. Tvö hundr- uð blökkumenn eru nú sagðir þjálfaðir í byltingarskólum á Kúbu. Kennslugreinar eru skæruhernaður, skemmdarverk og áróðursstarf- semi. Sambúðinni við Sovétríkin hefur enn hrakað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.