Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 38
3B FRJÁLS VERZLUN VIÐSKIPT ALÖND Viðskipti Breta og íslendinga Háir tollar á íslenzkum útílutningsvörum, ef Bretar fá inngöngu í EBE Verzlunarviðskipti Breta og ís- lendinga eiga sér margra alda sögu, þótt þau hafi, af nauðsyn, mestmegnis farið fram með Jeynd á tímum dönsku einokunarinnar. f Þjóðminjasafninu í Reykjavík er altarisbrík af alabastri frá 16. öld úr sveitakirkju í grennd við Reykjavík. Þessi altarisbrík er upprunnin frá Nottingham á Eng- landi. Enskir sjómenn hafa ber- sýnilega haft hana með sér til ís- lands, líklega í samráði við prest og söfnuð, meðan vertíð fyrri árs stóð yfir. Þetta er nokkurs konar tákn um óhjákvæmileika ensk- íslenzkra viðskiptatengsla. Fróð- legt væri að vita, hvað sjómenn- irnir hafa fengið í skiptum. í svartnætti Napóleonsstríðsins, þegar England og Danmörk voru á öndverðum meiði, reyndu marg- ir góðir íslandsvinir, fyrst og fremst sir Joseph Banks, að auð- velda hlutskipti íslendinga með því að þróa eðlileg viðskiptasam- bönd, með nokkrum árangri. Sir George Mackenzie ritar af mál- snilli árið 1811: „Hið hörmulega ástand Evrópu verður ekki, vona ég, notað sem átylla af Bretum til að leiða hjá sér þarfir þeirra (Is- lendinga), eða halda að sér hönd- um, þegar hjálpar er þörf. ísland krefst engra blóð- eða fjárfórna". í HLUTARINS EÐLI. Þetta lá allt í hlutarins eðli. ís- land er nær Bretlandi en öllum öðrum Evrópulöndum, og stefna viðskiptaþróunar á síðustu áratug- um er eðlileg og vaxandi. Við viljum enn þá líta á okkur sem beztu viðskiptavini íslands, þótt Bandaríkin beri öðru hverjuhærri hlut og V.-Þýzkaland sæki á. í jafn fyrirferðarlitlu efnahagskerfi og ísland hefur, hafa kaup á meiri- háttar tækjum, eins og t. d. Boe- ing 727, vitaskuld mikil áhrif á eðlilega þróun greiðslujafnaðarins. í lok þessarar greinar birti ég nokkrar tölur, sem varpa ljósi á viðskiptin fyrra helming þessa árs. Á þessu sex mánaða tímabili keyptum við jafnvirði 463 millj. kr. af íslenzkum afurðum. Því næst komu Bandaríkin (268 milJj. kr.), Sovétríkin (224 millj. kr.) og V.-Þýzkaland (136 millj. kr.). Bretland var stærsti kaupandi ís- aðs fisks, heilfrysts fisks, síldar- lýsis, hvallýsis, fiskimjöls, síldar- mjöls, hvalkjöts, frysts kinda- kjöts, nautakjöts og þurrmjólkur. A. S. Halford-Macleod, ambassador Bretlands á íslandi. „ÓSÝNILEG” VIÐSKIPTI. Kaup íslendinga af Bretumvoru svipuð á sama tímabili. Alls námu þau 482 millj. kr. og samanstóðu af alls kyns iðnaðarvarningi. Hér var um að ræða dráttarvélar, vél- ar, farartæki, olíur, vefnaðarvör- ur, málmvörur, járn og stál, fatn- aður, kökur, dýrafóður, áburður, sykur, plastvörur, lyfjavörur, snyrtivörur og fjölmargar aðrar vörur þróaðrar iðntækni. Við þetta verður að bæta þýð- ingarmiklu magni af brezkum framleiðsluvarningi, sem kemur til íslands, en kemur ekki fram í hin- um beinu innflutningstölum. Verð- ugt dæmi um þetta eru vélar og tæki, sem settar eru í skip og flug- vélar, sem ísland hefur keypt frá þriðja landinu. Ekki megum við heldur gleyma viðskiptavinunum, sem koma heim frá Lundúnum og Glasgow hlaðnir fatnaði og gjöf- um. Til eru aðrir þættir „ósýni- legrar“ verzlunum, sem ekki eru eins áberandi, en eru langt frá því að vera lítilvægir. Mikill hluti tryggingarviðskipta á íslandi er vátryggður í Lundúnum. Með hliðsjón af takmörkuðum tekju- lindum vilja íslenzku félöginfrem- fyrir yður. Þvottahiisið MJÖLL Sími 11442 — Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.