Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 38

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 38
3B FRJÁLS VERZLUN VIÐSKIPT ALÖND Viðskipti Breta og íslendinga Háir tollar á íslenzkum útílutningsvörum, ef Bretar fá inngöngu í EBE Verzlunarviðskipti Breta og ís- lendinga eiga sér margra alda sögu, þótt þau hafi, af nauðsyn, mestmegnis farið fram með Jeynd á tímum dönsku einokunarinnar. f Þjóðminjasafninu í Reykjavík er altarisbrík af alabastri frá 16. öld úr sveitakirkju í grennd við Reykjavík. Þessi altarisbrík er upprunnin frá Nottingham á Eng- landi. Enskir sjómenn hafa ber- sýnilega haft hana með sér til ís- lands, líklega í samráði við prest og söfnuð, meðan vertíð fyrri árs stóð yfir. Þetta er nokkurs konar tákn um óhjákvæmileika ensk- íslenzkra viðskiptatengsla. Fróð- legt væri að vita, hvað sjómenn- irnir hafa fengið í skiptum. í svartnætti Napóleonsstríðsins, þegar England og Danmörk voru á öndverðum meiði, reyndu marg- ir góðir íslandsvinir, fyrst og fremst sir Joseph Banks, að auð- velda hlutskipti íslendinga með því að þróa eðlileg viðskiptasam- bönd, með nokkrum árangri. Sir George Mackenzie ritar af mál- snilli árið 1811: „Hið hörmulega ástand Evrópu verður ekki, vona ég, notað sem átylla af Bretum til að leiða hjá sér þarfir þeirra (Is- lendinga), eða halda að sér hönd- um, þegar hjálpar er þörf. ísland krefst engra blóð- eða fjárfórna". í HLUTARINS EÐLI. Þetta lá allt í hlutarins eðli. ís- land er nær Bretlandi en öllum öðrum Evrópulöndum, og stefna viðskiptaþróunar á síðustu áratug- um er eðlileg og vaxandi. Við viljum enn þá líta á okkur sem beztu viðskiptavini íslands, þótt Bandaríkin beri öðru hverjuhærri hlut og V.-Þýzkaland sæki á. í jafn fyrirferðarlitlu efnahagskerfi og ísland hefur, hafa kaup á meiri- háttar tækjum, eins og t. d. Boe- ing 727, vitaskuld mikil áhrif á eðlilega þróun greiðslujafnaðarins. í lok þessarar greinar birti ég nokkrar tölur, sem varpa ljósi á viðskiptin fyrra helming þessa árs. Á þessu sex mánaða tímabili keyptum við jafnvirði 463 millj. kr. af íslenzkum afurðum. Því næst komu Bandaríkin (268 milJj. kr.), Sovétríkin (224 millj. kr.) og V.-Þýzkaland (136 millj. kr.). Bretland var stærsti kaupandi ís- aðs fisks, heilfrysts fisks, síldar- lýsis, hvallýsis, fiskimjöls, síldar- mjöls, hvalkjöts, frysts kinda- kjöts, nautakjöts og þurrmjólkur. A. S. Halford-Macleod, ambassador Bretlands á íslandi. „ÓSÝNILEG” VIÐSKIPTI. Kaup íslendinga af Bretumvoru svipuð á sama tímabili. Alls námu þau 482 millj. kr. og samanstóðu af alls kyns iðnaðarvarningi. Hér var um að ræða dráttarvélar, vél- ar, farartæki, olíur, vefnaðarvör- ur, málmvörur, járn og stál, fatn- aður, kökur, dýrafóður, áburður, sykur, plastvörur, lyfjavörur, snyrtivörur og fjölmargar aðrar vörur þróaðrar iðntækni. Við þetta verður að bæta þýð- ingarmiklu magni af brezkum framleiðsluvarningi, sem kemur til íslands, en kemur ekki fram í hin- um beinu innflutningstölum. Verð- ugt dæmi um þetta eru vélar og tæki, sem settar eru í skip og flug- vélar, sem ísland hefur keypt frá þriðja landinu. Ekki megum við heldur gleyma viðskiptavinunum, sem koma heim frá Lundúnum og Glasgow hlaðnir fatnaði og gjöf- um. Til eru aðrir þættir „ósýni- legrar“ verzlunum, sem ekki eru eins áberandi, en eru langt frá því að vera lítilvægir. Mikill hluti tryggingarviðskipta á íslandi er vátryggður í Lundúnum. Með hliðsjón af takmörkuðum tekju- lindum vilja íslenzku félöginfrem- fyrir yður. Þvottahiisið MJÖLL Sími 11442 — Akureyri

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.