Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 45
'FRJALS verzlun 45 AF ERLENDUM VETTVANGI „Veggurinn44 í Víetnam Bandaríkjamenn reyna að einangra S. Víetnam Líkur benda til, að stríðið í Vietnam muni enn færast í auk- ana. Ákvörðun Johnsons forseta Tim að senda þangað 50 þúsund hermenn til viðbótar, þýðir, að 525 þúsundir bandarískra her- manna verða í landinu á næsta ári. Aukningin er þó ekki endanleg, eins og reynslan hefur margoft sannað. í því sambandi er þess getið, að einn ókosturinn við borg- aralega stjórn hernaðaraðgerða sé, að tiltölulega lítill liðsauki, tilkynntur löngu fyrirfram, komi að óverulegu gagni. Andstæðing- urinn fái á meðan tækifæri til að byggja upp eiginn styrk með því að lauma fleiri hermönnum að norðan yfir landamærin. Allt standi síðan í járnum sem áður. LIÐSAUKI OG RAFMAGNSHEILAR Þegar Johnson ákvað síðustu fjölgun í herliðinu, var hún gerð með hliðsjón af útreikningum rafmagnsheila. Heilar þessir byggja útreikn- ingana á upplýsingum um styrk andstæðingsins, sem aflað er úr lofti og á landi. Á jörðu niðri eru könnunarsveitir stöðugt á ferð til að afla vitneskju. Fangar og liðhlaupar eru yfirheyrðir. Upplýsingar, sem reynzt hafa hvað haldbeztar, koma þó frá íbú- unum sjálfum, fólki, er hvorugum aðilanum fylgir að máli. Fer það mjög eftir þeirri vernd, sem unnt er að veita fólkinu gegn Viet Cong, hversu miklar upplýsingar fólkið veitir. UR LOFTI. Það eru litlar, lágfleygar Cessna- flugvélar, sem bera hita og þunga könnunarinnar í S.-Vietnam. Yfir 200 slíkar hringsóla daglangt yfir tilteknum landsvæðum, unz flug- mennirnir geta á örskotsstund greint minnstu breytingu í lands- laginu. Nýtroðnir skógarstígar, leifar varðelds eða breyting á vanabundnu þorpslífi, gefa bend- ingar um ferðir andstæðinganna. Robert MacNamara varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. Yfir Norður-Vietnam, þar sem loftvarnabyssur hamla könnunar- flugi úr lítilli hæð, er öðrum að- ferðum beitt. Háfleygar könnunar- vélar, búnar fullkomnustu ljós- myndavélum, rödurum og leitar- tækjum, er senda frá sér infra- rauða geisla. Það er einkum að næturlagi, sem vélarnar sveima yfir N.-Viet- nam og leita uppi vörubíla, járn- brautarlestir og fótgönguliðssveit- irá leið yfir landamærin. Á geisla- leitartækjunum kemur fram hit- inn frá útblástursrörum vöru- flutningabílanna. Nákvæmnitækj- anna er slík, að ökumönnunum tjáir ekki að stöðva vélarnar, þeg- ar þeir heyra flugvéladyninn nálg- ast. Útbúnaðurinn greinir einnig smábáta á siglingu og hitann frá varðeldum í skjóli laufsins. En þegar yfir feiknarlegt skógar- flæmi Laos og N.-Vietnam er kom- ið, verða tæknibrögð gagnslaus. Regnskógurinn hylur allt. ÚTKOMAN. Niðurstöður úrvinnslu raf- magnsheilanna hafa upp á síð- kastið glætt nokkuð vonir ráða- manna í Washington um, að sigur kunni að nást. Ástæðurnar eru eftirtaldar: Liðsstyrkur kommún- ista náði hámarki haustið 1966, en hefur farið minnkandi. Á móti hverjum einum föllnum í liði bandamanna, falla 4 andstæðing- ar. Hlutfallið verður skæruliðum æ meir í óhag. Liðhlaup færast í vöxt meðal Viet-Cong manna. Orsakirnar eru m. a. hagstæðir skilmálar, sem liðhlaupum standa til boða, og aukning sálfræðilegs hernaðar. S. 1. vetur náðu liðhlaupin frægu í her S.-Viet-nam hámarki, en fóru síðan þverrandi. Með fyrrgreindar upplýsingar í huga ákvað Johnson að fara milli- leið í fjölgun heraflans. Herstjórn Bandaríkjanna í Saigon telur, að taka verði tillit til fjölgunarmögu- leika skæruliða innanlands. í N,- Vietnam sé þar að auki 325 þús- und manna her, sem enn þá hef- ur ekki tekið beinan þátt í stríð- inu. Formælendur forsetans svara því til, að útreikningarnir sýni, að andstæðingurinn geti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.