Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 18
1B FRJÁLS VERZLUN CREINARGERD SEÐLABANKA ÍSLANDS FYRIR GENGIS- mun eHaust snúa við þróuninni í greiðsluviðskiptunum við útlönd. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn muni bráðlega taka að vaxa á ný. F.V.: Teljið þér, að staða ís- Iands eftir gengisbreytinguna breyti að einhverju leyti samn- ingsaðstöðu okkar til að ná samn- ingum við viðskiptabandalögin í Evrópu? RÁÐIíERRA: Ég tel engan vafa á því, að gengislækkunin muni mjög auðvelda okkur inngöngu í EFTA, ef við ákveðum að leita eftir henni. En það mál er nú í sérstakri athugun. Ríkisstjórnin hefur um það samráð við stjórnar- andstöðuna og mun síðar ræða það nánar við ýmis hagsmunasamtök, þ. á m. við samtök á sviði verzlun- ar. MOON SILK setting lotion cleansíng milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo Halldór Jónsson ” Hafnarstræti 18 sími 22170-4 línur BREYTINGUNNI Bankastjórn Seðlabankans hef- ur, að höfðu samráði við banka- ráð og að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, ákveðið nýtt stofn- gengi íslenzkrar krónu gagnvart bandarískum dollar, og tekur það gildi frá kl. 16 í dag 24. nóvember 1967. Ákvörðun þessi hefur verið staðfest af stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Hið nýja stofngengi er 57,00 ís- lenzkar krónur, hver bandarískur dollar, en það er 24,6% lækkun frá því gengi, sem í gildi hefur verið. Jafnframt hefur verið á- kveðið, að kaupgengi dollars skuli vera 56,93 og sölugengi 57,07 en kaup- og sölugengi annarra mynta í samræmi við það. Vegna gengis- lækkunar sterlingspunds breytist gengi krónunnar gagnvart því mun minna, eða um 12%, og er hið nýja miðgengi sterlingspunds 136,8:0. Ráðgert er, að Seðlabank- inn birti fyrir opnun bankanna mánudaginn 27. nóvember n.k. nýja gengisskráningu fyrir allar myntir, er skráðar hafa verið hér á landi að undanförnu, en þangað til helzt sú stöðvun gjaldeyrisvið- skipta bankanna, er ákveðin var af Seðlabankanum 19. nóvember s.l. í tilefni þessarar gengisbreyt- ingar vill bankastjórn Seðlabank- ans láta frá sér fara eftirfarandi greinargerð: Að kvöldi laugardagsins 18. þ. m. var gefin út tilkynning um gengislækkun sterlingspunds, er næmi 14,3%. Var þá þegar hafin svo víðtæk athugun sem unnt var á því, hver áhrif þessi gengisbreyt- ing, ásamt öðrum, sem færu íkjöl- farið, mundi hafa á efnahagslega stöðu íslendinga. Var það bráð- lega ljóst, að það mundi valda út- flutningsatvinnuvegum íslendinga mikilli tekjurýrnun, ef gengi ís- lenzku krónunnar yrði óbreytt. Stafar þetta ekki eingöngu af því, að nær þriðji hluti útflutnings ís- lendinga fer til landa, er fellt hafa gengi sitt, heldur er mikill hluti annarra viðskipta ákveðinn í ster- lingspundum. Má gera ráð fyrir því, að útflutningsatvinnuvegirnir mundu verða fyrir tekjurýrnun það sem eftir er þessa árs og á næsta ári, sem næmi um eða yfir 400 millj. kr., ef gengi íslenzku krónunnar héldist óbreytt. Er ó- hugsandi með öllu við núverandi aðstæður, að þeir gætu tekið á sig slíkar byrðar, og kom því ekki til greina að breyta gengi íslenzku krónunnar minna en til samræmis við gengislækkun sterlingspunds- ins. Úr því fyrir lá þegar af þess- um sökum óhjákvæmileg nauðsyn þess, að skráð yrði nýtt gengi ís- lenzku krónunnar, hlaut að koma til álita, hvort gengislækkun til samræmis við sterlingspund væri hin rétta leið með tilliti til þeirra miklu vandamála, sem nú er við að etia í þjóðarbúskap íslendinga. Það hlýtur ætið að vera grund- vallarstefna í gengismálum að leitast við að koma í veg fyrir gengisbreytingar, og skapa ekki óróa og vantrú varðandi verðgildi gjaldmiðilsins. Sterk rök mæltu gegn því, að tekið yrði upp nýtt gengi krónunnar, nema það yrði þannig ákveðið, að það gæti tryggt viðunandi jafnvægi í efnahags- málum og staðið til frambúðar. Væri gerð gengisbreyting, er ekki uppfyllti þessi skilyrði, hefði mátt vænta vantrausts og ótta við frek- ari aðgerðir í gengismálum, er hefðu getað gert lausn efnahags- málanna enn erfiðari en ella. Það, sem hér hlaut öðru fremur að koma til álita var þróunútflutn- ingsframleiðslu og verðlags, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.