Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 57
FRJAL5 VERZLUN
57
slíka ráðleggingarstarfsemi stund-
ar, og annast einnig þrekmæling-
ar, er Jón Ásgeirssonfysioterpeut,
sem starfrækir gufubaðstofu og
nuddstofu í Bændahöllinni, eins
og mörgum er kunnugt. Hann hef-
ur einnig stundað þrekmælingar
og ráðgefandi starfsemi fyrir þá,
sem þjást af ýmsum líkamskvill-
um, t. d. vegna skorts eða rangrar
notkunar þreks. Hefur hann í því
skyni kynnt sér ýmislegt er varð-
ar vinnutækni og vinnustellingar.
Jón segir, að menn, sem til
þekkja, efist ekki lengur um.
gildi þrekmælinga. Hins vegar
bendir hann á, að einstök mæling
líkamsástands einstaklings sé ekki
einhlít sönnun, hvorki fyrir getu
né getuleysi viðkomandi manns
eða konu. Hafi ýmislegt þar áhrif
á, svo sem meðfæddir eiginleikar,
þjálfun og sitthvað fleira. Einstök
mæling gefur á hinn bóginn all-
góða hugmynd um þrek og þrek-
eyðslu þeirra, sem mældir eru.
Eru þessar mælingar gerðar á þar
til gerðu hjóli.
Einstaklingur sá, sem í prófið
fer, er látinn hjóla tiltekinn tíma
og mótstaða hjólsins stillt á visst
stig. Til dæmis er mótstaðan 300
metrar á mínútu sett á mann, sem
hjólar 50 hringi á mínútu, þar
sem hjólið snýst sex metra í ein-
um hring, miðað við ákveðinn
punkt á felgu þess. Fyrstu 3—4
mínútur þrekmælingarinnar eykst
hraði hjartsláttarins stöðugt, en
verður jafnari eftir 5—6 mínútur.
Þá er að athuga, hve langan tíma
það tekur hjartað að slá 30 slög,
og sá tími lengist því meira, sem
þrekið er betra. Þetta gefur
nokkra vísbendingu. Betra er þó
að taka tillit til þyngdar þess, sem
mældur er, og aldurs hans, og má
þá með einföldum útreikningum
gera sér grein fyrir því, hversu
þrekinu er háttað, miðað við það,
sem það þyrfti að vera.
Lítil þekking. Flestir hafa litla
þekkingu á gildi þrekmælinga og
huga of lítið að þreki sínu. Stutt-
ar gönguferðir, smávinna utan
húss eða innan, er engan veginn
fullnægjandi til viðhalds á nauð-
synlegu þreki. Meira þarf að koma
til. Verður það augljósara, þegar
haft er í huga, hvað það er raun-
verulega margt, sem léttir störf
nútímamannsins og dregur úr
áreynslu hans við það að komast
leiðar sinnar, t. d. lyftur, raf-
knúnir stigar og síðast en ekki
sízt sjálf bifreiðin. Vegna þessa
áreynzluleysis hefur farið að bera
á margs kyns sjúkdómum, sem
áður voru óþekktir.
„Stress“. Margir þjást daglega
af því, sem nefnt hefur verio
,,stress“, og kemur fram í þreytu,
vanlíðan, minnkandi afkastagetu
og þoli. Þetta á meðal annars ræt-
ur sínar að rekja til þess, að við-
komandi manneskja er alls ekki
undir það búin að mæta þeirri
áreynslu, sem á hana hefur verið
lögð. Hin líkamlega vangeta á svo
aftur undirrót sína í því, að ekki
hefur verið hirt nógu vel um að
byggja upp líkamann og beita
honum rétt. Oft starfar þetta ein-
ungis af kæruleysi eða þá full-
komnu skilningsleysi á nauðsyn
þess að viðhalda styrkleika lík-
amans. Þetta hefur ósjaldan vald-
ið sjúkdómum, sem hafa kostað
langvarandi lækningar, tíma og
peninga.
BADEDAS
HeildsölubirgSir:
H. A. TULINIUS
Austurstræti 14
BADEDAS
BADEDAS
BADEDAS
BADEDAS
er ])aðefni, sem unnið er úr kastaníusafa.
gerir húð yðar silkimjúka, eykur hreysti hennar og vemdar hana gegn
sprungum og afrifum.
er mest selda baðefni og hárshampo Evrópu í dag.
vítamínbað er allra þeirra, sem einu sinni reyna það.
BADEDAS fæst í næstu verzlun