Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 28
2B FRJALS VERZLUN VERZLUNARFÓLK Pantar allt frá bílum niSur í saumnálar Stutt rabb við frú Liselotte Gunnarsson, einkaritara Bergs G. Gíslason neytendur og þykir því rétt að drepa á tvo aðra þjónustuliði, sem kannaðir voru, heimsendingu vara til viðskiptavina og lán. Allir senda aðilarnir viðskiptavinum sínum vörur heim, sé þess óskað, en aðeins einn þeirra, magnsalinn, gerir það gegn gjaldi, kr. 50.00 pr. sendingu, svo sem fram kemur í töflunni. Aðeins einn aðilinn kvaðst lána föstum viðskiptavin- um og var það kaupmaðurinn. Kvað hann útlán kaupmanna vera mjög misjöfn og hjá sumumóveru- legur hluti heildarveltu. Aðspurð- ur kvað hann viðskiptavini skulda sér nálægt 25% af heildarveltu s.i. októbermánaðar, og væri sú tala nálægt meðaltölu lána, en dæmi kvaðst hann vita um, að útlán eins kaupmanns hefðu numið 53.7% af veltu októbermánaðar. Þarf ekki að fara í grafgötur með það, hve gífurleg áhrif svo hár hundraðshluti lána hefur á fjár- magnskostnað þess, sem þau veit- ir og bein afleiðing hins háa fjár- magnskostnaðar er að sjálfsögðu stórminnkuð arðsemi rekstrarins. Hver eru störf einkaritara? Hvaða hæfileika er krafizt? Hversu sjálfstætt er starfið? Þetta eru spurningar, sem margar ungar stúlkur fýsir að fá svör við. Með auknum viðskipt- um og vaxandi uppgangi fyrir- tækja verður þörf forstjórans fyr- ir trygga „hægri hönd“ meiri, og góður einkaritari á að vera sú hægri hönd. Liselotte Gunnarsson hefur starfað hjá Garðar Gísla- son h.f. í 27 ár, og er nú einka- ritari Bergs G. Gíslason for- stjóra. — Ég kom hingað til lands árið 1924, með gamla Gullfossi, og fannst það hræðilegt fyrst í stað. Ég man sérstaklega eftir því, hvað mér fundust litlu bárujárnshúsin skrýtin, máluð í öllum regnbogans litum. Þá voru engar almennileg- ar götur, og lítið um stór og falleg hús. Faðir minn féll í fyrri heims- styrjöldinni og móðir mín giítist aftur, Guðbrandi Jónssyni pró- fessor. Við fluttum svo öll til ís- lands og settumst hér að. Það var einkennilegt fyrir þýzkt barn að koma hingað. í fyrsta lagi kunni ég ekki orð í málinu, og svo var allt svo ólíkt. Ég hafði fengið mjög strangt uppeldi, og var furðu lostin yfir því, hvað börnin hér voru frjálsleg; mér hafði t. d. verið kennt, að börn mættu aldrei tala, nema yrt væri á þau að fyrra bragði, og að þau hefðu engan vilja, ættu bara að hlýða. Ég hafði þetta mikið frá afa mínum, sem var af gamla skólanum og mjög strangur og kröfuharður, þótt hann væri vænsti maður. Ég kunni því ekki vel við mig í skól- anum fyrst í stað og var þá flutt í Landakotsskóla, og þar leið mér vel. Nunnurnar voru strangar, en yndislegar manneskjur. Þar fann ég meira þá reglu og aðhald, sem ég hafði vanizt sem barn, og ég vildi óð og uppvæg taka kaþólska trú, jafnvel gerast nunna. Guð- brandur, fósturfaðir minn, reyndi ekki að letja mig. Hann klappaði mér á kinnina og sagði, að það væri sjálfsagt, en að ekkert lægi á og ég skyldi bíða í nokkur ár. Ég var samþykk því, en þar kom, að ég var farin að sætta mig við og elska frjálsræðið, sem fólkið naut, og ekki gerðist ég nunna. Hvenær byrjaðir þú svo að vinna? Þegar ég hafði lokið gagn- fræðaprófi. Guðbrandur varð upp- vægur, því að hann vildi, að ég nyti meiri menntunar, en þetta voru erfiðir tímar, og þótt mig langaði til að læra meira, hóf ég störf við bréfaskriftir hjá Stefáni Thorarensen. Seinna byrjaði ég svo hérna, og það var Garð- ar sjálfur, sem réði mig; ég gleymi því aldrei, að hann sagði Var það ekki hér, sem spurt var eftir einkaritara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.