Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN
47
an og leysa upp liðssafnað komm-
únista, sem beita mætti til meiri-
háttar árása. Á landamærunum
er þvi háð mikið þrátefli, sem
seinni hluta sumars tók á sig
mynd skotgrafahernaðar, eftir að
Norður-Vietnamar hófu harða
stórskotahríð frá hlutlausa belt-
inu.
VEGGURINN —
MC NAMARA LlNAN.
Bandaríkjamenn leggja mikla
áherzlu á að verja stöðvar sínar
við beltið. Fjöldi landgönguliða
féll í skothríðinni, einkum í her-
stöðinni Con Thien. Mikitvægi
hennar felst m. a. í, að stöðin er
ætluð sem einn helzti hlekkur
í herstöðvakerfi við fyrirhugaðan
vegg á landamærunum. Hversu
langt upp frá ströndinni veggur-
inn á að ná, vita menn ekki. Sum-
ir segja allt til landamæra Laos;
þar sé innlendum hermönnumætl-
uð gæzla hans.
Veggurinn má teljast einstakur
í hernaðarsögunni. Hann er hvorki
Berlínarmúrinn né röð af stál- og
steinsteyptum Maginot-virkjum.
Hann er fyrst og fremst ætlaður
til hindrunar og viðvörunar; upp-
byggður af margbrotnum raf-
magns og rafeindaútbúnaði, þak-
inn gaddavír og jarðsprengjum. í
nokkurri fjarlægð er svo komið
fyrir stórskotaliði og herstöðvum.
Rafmagnsvörufyrirtækin, sem
smíða útbúnaðinn, eru Westing-
house og Raytheon.
FRAMKVÆMDIR.
Fyrrá árinu hófu verkið verk-
fræðisveitir landgönguliðsins, bún-
ar jarðýtum af stærstu gerð. f
dynjandi fallbyssu- og riffilskot-
hríð frá leyniskyttum ruddu þær
allt frá ströndinni 15 mílna svæði,
þéttvaxið kjarri og háu frum-
skógargrasi.
Þannig er hermönnunum, sem
vinna eiga við uppsetningu veggj-
arins, gefið svigrúm til að svara
skothríð í sömu mynt. Leyniskytt-
ur geta heldur ekki athafnað sig
í nágrenninu. Næsta skrefið verð-
Ur að ryðja álíka svæði og byrja
síðan að reisa vegginn.
N.-Vietnamar neyddust fyrr í
uiánuðinum að hætta stórskota-
KAUPMENN, KAUPFÉLÖG
Höfum ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af:
• postulíni
• steinleir
• glervörum
til heimilisnota og gjafa.
Verðið hvergi hag'kvæmara.
Guðlaugur B. R. Jónsson,
heildverzlun — Sími 15255
SELJUM 8ÆNGLR OG KODDA
Endurnýjum
gömlu sængurnar
DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN
Vatnstíg 3.
Sími 17433 — 17947.
hríð frá hlutlausa beltinu. Er tal-
ið, að skotfæraskortur og vatna-
vextir geri þeim ókleift um stund-
arsakir að halda uppi skothríð. En
víst er, að þegar framkvæmdir
við vegginn byrja, leggja þeir of-
urkapp á að stöðva þær. Stór-
skotahríðin mun þá enn færast í
aukana og áhlaup verða tíð.
MEÐ OG MÓTI.
Ekki eru allir sammála um
gagnsemi veggjarins. Herfræðing-
ar benda á, að hann leiði til kyrr-
stöðu hernaðar og sé til trafala,
ef til innrásar komi norður yfir.
Hinir sömu óttast, að stjórnin í
Washington noti vegginn sem á-
tyllu og hætti loftárásum á N,-
Vietnam til að friða kjósendur
demókrata í næstu forsetakosn-
ingum. Aðrir segja hins vegar, að
veggurinn muni torvelda ásókn
norðanmanna yfir landamærin.
Aldrei verði þó hægt að stöðva
lekann að fullu. En jafnvel þótt
hermönnum að norðan takist að
komast í gegn, komi útbúnaður-
inn upp um stöðu þeirra og geri
stórskotahríð, loftárásir og gagn-
árásir á innrásarmennina mögu-
lega.
Alltaf skalt þú geyma jólainnkaupin fram á síðustu nótt.