Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 56
56
FfÍJÁLS VERZLUNi
ÍÞRÓTTIR — HEILSURÆKT
Þrekmælingar
Liður í að viðhalda heil-
brigði líkamans
Þrekþjálfun og þrekmælingar
hafa að undanförnu verið nokkuð
til umræðu hérlendis, einkum í
hópi íþróttamanna. Haldgóð þrek-
þjálfun er talin mjög veigamikil
fyrir góða íþróttamenn, en hún
hefur ekki síður gildi fyrir þá,
sem annast hin ýmsu störf í at-
vinnulífinu, svo sem verzlun,
skrifstofustörf, framleiðslu, svo að
eitthvað sé nefnt.
Það er skoðun fróðra manna,
að vinnugæði, starfsgleði og dag-
leg líðan geti að mörgu leyti verið
undir því komin, hvernig þreki
manna er háttað og ekki síður,
hvernig því er beitt. Niðurstöður
þrekmælinga gefa haldgóðar upp-
lýsingar um starfsemi hjartans,
blóðrásarinnar og öndunarfær-
anna, bæði í hvíld og við vinnu,
og hvernig líkaminn og fyrrgreind
líffæri nýtast. Er að því búnu
hægt að gera viðeigandi ráðstaf-
anir til úrbóta, þegar um þær er
að ræða, bæði hvað þrekþjálfun
snertir, svo og að gera úrbætur
á vinnuaðferðum, beitingu líkam-
ans við vinnuna o. fl., ef maður
með þekkingu á þeim málum er
kvaddur til ráðuneytis.
Þrekmælingar hérlendis hófust
árið 1958 og fóru þær fram á veg-
um íþróttabandalags Reykjavíkur
undir stjórn Benedikts Jakobsson-
ar íþróttakennara. Gerðar hafa
verið athuganir á 320 einstakling-
um árlega undanfarin ár. Að
sjálfsögðu hefur hér aðallega ver-
ið um íþróttafólk að ræða, en
einnig ýmsa starfshópa og ein-
staklinga. Það mun færast í vöxt,
að þeir, sem að framleiðslu-,
verzlunar- og skrifstofustörfum
vinna, mæti til þrekmælinga og
leiti ráðlegginga sérfróðra manna
til úrbóta á þrekleysi, röngum
vinnuaðferðum, beitingu líkamans
og einstakra líffæra hans, svo sem
öndunarfæranna. Einn þeirra, sem
Birgir Þorgilsson, deildarstjóri hjá F.Í., í þrekmælingu hjá Jóni Ás-
geirssyni.