Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 56
56 FfÍJÁLS VERZLUNi ÍÞRÓTTIR — HEILSURÆKT Þrekmælingar Liður í að viðhalda heil- brigði líkamans Þrekþjálfun og þrekmælingar hafa að undanförnu verið nokkuð til umræðu hérlendis, einkum í hópi íþróttamanna. Haldgóð þrek- þjálfun er talin mjög veigamikil fyrir góða íþróttamenn, en hún hefur ekki síður gildi fyrir þá, sem annast hin ýmsu störf í at- vinnulífinu, svo sem verzlun, skrifstofustörf, framleiðslu, svo að eitthvað sé nefnt. Það er skoðun fróðra manna, að vinnugæði, starfsgleði og dag- leg líðan geti að mörgu leyti verið undir því komin, hvernig þreki manna er háttað og ekki síður, hvernig því er beitt. Niðurstöður þrekmælinga gefa haldgóðar upp- lýsingar um starfsemi hjartans, blóðrásarinnar og öndunarfær- anna, bæði í hvíld og við vinnu, og hvernig líkaminn og fyrrgreind líffæri nýtast. Er að því búnu hægt að gera viðeigandi ráðstaf- anir til úrbóta, þegar um þær er að ræða, bæði hvað þrekþjálfun snertir, svo og að gera úrbætur á vinnuaðferðum, beitingu líkam- ans við vinnuna o. fl., ef maður með þekkingu á þeim málum er kvaddur til ráðuneytis. Þrekmælingar hérlendis hófust árið 1958 og fóru þær fram á veg- um íþróttabandalags Reykjavíkur undir stjórn Benedikts Jakobsson- ar íþróttakennara. Gerðar hafa verið athuganir á 320 einstakling- um árlega undanfarin ár. Að sjálfsögðu hefur hér aðallega ver- ið um íþróttafólk að ræða, en einnig ýmsa starfshópa og ein- staklinga. Það mun færast í vöxt, að þeir, sem að framleiðslu-, verzlunar- og skrifstofustörfum vinna, mæti til þrekmælinga og leiti ráðlegginga sérfróðra manna til úrbóta á þrekleysi, röngum vinnuaðferðum, beitingu líkamans og einstakra líffæra hans, svo sem öndunarfæranna. Einn þeirra, sem Birgir Þorgilsson, deildarstjóri hjá F.Í., í þrekmælingu hjá Jóni Ás- geirssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.