Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 59
iTRJALS VERZLUN 59 KOSTNADUR VIÐ H-UMFERÐ Áœtlað, að umferðarbreyíingin kosti tœpar 50 milljónir króna. Kostnaður við breytingu yfir i hægri umferð á íslandi var áætl- aður tæpar fimmtíu milljónir króna í nóvember 1965. Mesti kostnaðarliðurinn var breytingar á almenningsbifreiðum 36.3 millj. kr., en síðan hefur þessi kostnað- aráætlun lækkað um rúmar fjór- ar milljónir, og samkvæmt síð- ustu áætlun á kostnaður við breyt- ingar á almenningsbifreiðum að nema 32 millj. kr. Aðrir liðir á upphaflegu kostnaðaráætluninni hafa svo sumir hverjir hækkað, þannig að heildarupphæð kostnað- aráætlunarinnar stendur óbreytt. f þessu sambandi má geta þess, að þegar fyrst var gerð áætlun um kostnað vegna breytingar yfir i hægri umferð á íslandi, árið 1940, var gert ráð fyrir, að breytingin myndi kosta alls 50 þúsund kr. Árið 1956, þegar umferðarlaga- nefnd skilaði áliti um kostnað vegna breytingar yfir í hægri um- ferð, var áætlunin upp á 5.6 millj. kr. Af þessum tölum sést, að kostn- aðurinn við breytinguna yfir í hægri umferð eykst ár frá ári. Hvernig er svo fjár til breyting- arinnar aflað? í lögum um hægri umferð er kveðið svo á, að á árunum 1967— 1970 skuli greiða í ríkissjóð sér- skatt af bifreiðum, og á sá skatt- ur að standa undir kostnaði við breytinguna. Skattur þessi er af fólksbifreiðum 1—8 farþega kr. 240 árið 1967, kr. 360 árið 1968 og ’69 og kr. 180 árið 1970. Þetta samsvarar um það bil einni áfyll- ingu af benzíni fyrstu þrjú árin. í hvað fer þetta fé? Það er í fyrsta lagi kostnaður við nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins, þar með taldar breytingar á umferðar- ljósum og umferðarmerkjum. I öðru lagi er það kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á bifreið- um og öðrum vélknúnum öku- tækjum. Og í þriðja lagi annar óhj ákvæmilegur kostnaður, svo sem kostnaður við upplýsinga- og fræðslustarfsemi. Til upplýsinga- og fræðslustarf- semi er áætlað að verja 8 millj. kr. Þar er ekki aðeins um að ræða upplýsinga- og fræðslustarfsemi í sambandi við sjálfa umferðar- breytinguna, heldur verður mikil áherzla lögð á almenna upplýs- inga- og fræðslustarfsemi um um- ferðarmál almennt. Þetta er eitt gullvægasta tækifæri, sem íslend- ingar hafa nokkru sinni fengið til að efla umferðarmenninguna, og stór hluti af þessum 8 millj. fer því til almennrar umferðarfræðsiu á ýmsum sviðum. Fyrst ber að geta þess, að sett hefur verið á stofn upplýsinga- og fræðslumiðstöð á vegum H-nefnd- arinnar. Er hún til húsa í Aðal- stræti 7, sími 1-70-30, og þaðan er allri upplýsinga- og fræðslustarí- semi stjórnað. Fræðslustarfsemin fer að sjálfsögðu fram í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, en auk þess er á döfinni útgáfa bæklinga og upplýsingaspjalda, sem dreift verður um landið. Markmið upp- lýsinga- og fræðslumiðstöðvarinn- ar er að koma upplýsingum og fræðslu til allra vegfarenda, bæði ökumanna, gangandi vegfarenda og reiðhjólafólks. Hefur í þvi skyni verið gerð sérstök upplýs- ingaáætlun, sem skipt er í 5 upp- lýsingatímabil. Á hverju tímabili verður tekið fyrir eitthvað ákveð- ið atriði, eftir því hvaða upplýs- ingaáætlun um er að ræða. Þessi allsherjaráætlun um upplýsinga- og fræðslustarfið er samin af fjór- um Svíum í samráði við íslenzka aðila, sem með þessi mál hafa að gera. Eru þetta sömu Svíarnir og sömdu og stjórnuðu upplýsinga- og fræðslustarfinu í Svíþjóð fyrir H-daginn þar. Hlutur kaupmanna og fyrir- tækja í upplýsinga- og fræðslu- starfinu ætti ekki að verða hvað minnstur, ef miðað er við reynsl- una frá Svíþjóð í þessum málum. Á þessu tímabili, frá því í dag til H-dagsins 26. maí 1968, á svo til hver einasti einstaklingur í land- inu eftir að eiga meira og minna bein viðskipti við verzlanir og fyr- irtæki. Gefur því auga leið, að í Áróðursmiðstöð H-mnferðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.