Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 27
FRJÁL5 VERZLUN 27 en annað átt að koma í staðinn. Um það má sjálfsagt endalaust deila. KAUPFÉLAGIÐ VEITTI EKKI AFSLATT. Það reyndist hagkvæmast að ,,verzla“ við kaupmanninn í þessari ,,innkaupaferð“. Vörur hans voru kr. 330.05 dýrari en magnsala og kr. 879.15 ódýrari en kaupfélagsins. Að hve miklu leyti unnt er að skrifa verðmismun kaupmanns og magnsala á reikn- ing mismunandi innkaupa, skal látið ósagt, en væri farið út í þá sálma, gætu þeir aðilar báðirsjálf- sagt borið fram ýmsar staðhæf- ingar. Við athugunina var ekki tekið tillit til verðmismunar, sem mismunandi hagstæð innkaup hafa í för með sér, heldur ,,keypt“ við því verði, sem var á hverri vöru, þegar könnunin fór fram. Verð kaupfélagsins er greini- lega óhagstæðast. Stafar það ekki af því, að einingarverð í verzlun- inni sé það mikið hærra sem svar- ar til þess mismunar, er fram kemur í töflunni, heldur af því, að í þeirri verzlun er ekki veittur neinn afsláttur í þeirri mynd, sem notaður er til samanburðar, en þar sem ætlunin var að kanna vöru- verð að fengnum magnafslætti, varð ekki hjá því komizt, að láta eitt yfir alla ganga og varð því að margfalda einingarverð með þeim einingafjölda, sem notazt var við hjá kaupmanni og magnsala. F.V. var tjáð af verzlunarstjóra kaup- félagsbúðarinnar, að ekki væri venja að veita afslátt, þótt keypt væri í því magni, sem tilgreint var. F.V. hafði því samband við kaupfélagsstjórann, sem kvað þetta rétt vera, enda væri hverri einstakri verzlun skuldfærðar vör- ur á útsöluverði. KAUPMAÐURINN VEITIR BEZTA ÞJÓNUSTU. Enda þótt taflan sýni saman- burð á útsöluverði sömu eða alveg sambærilegra vara, er þó ekki öll sagan sögð, því þær vörur, sem bornar eru saman, eru ekki endi- lega þær ódýrustu, sem fáanlegar eru á markaðinum. Þar kemur til sá liður þjónustu við neytendur, sem er vöruúrval. Hjá þeim þrem- ur aðilum, sem „verzlað“ var við, var vöruúrval áberandi langmest hjá kaupmanninum. Úrval var ekki áberandi mikið í kaupfélags- búðinni, en þó viðunandi, en hjá magnsalanum var yfirleitt ekki um að ræða fleiri tegundir en tvær af hverri vöru og í flestum tilvikum aðeins eina. Jafnframt því, sem kannað var verð ákveðinna tegunda, varreynt að komast að því, hvað væri lægsta verð á ýmsum vörum, sem telja mætti, að væru að einhverju leyti sambærilegar. Við lauslegan samanburð kom í ljós, að varð- andi þennan mismun, var mjög líkt á komið hjá kaupmanni og kaupfélagi, þ. e., þessir aðilar höfðu báðir á boðstólum vörur, sem eru lægri en reiknað er með í töflunni. Af þeim 14 tegundum, sem taflan sýnir, voru 6, sem unnt var að fá við lægra verði. Voru þær allt frá 14.9% til 40.2% ódýrari og væru þær settar í stað- inn, mundu verð kaupmanns og kaupfélags lækka um nálægt 10% miðað við niðurstöður töflunnar. Hvort rétt væri að fara þannig að, má deila, og var sá kostur valinn, að gera það ekki, enda var ætlun- in með skyndikönnun þessari að gera verðsamanburð en ekki að framkvæma gæðamat, sem óhjá- kvæmilega yrði að taka tillit til, ef lægstu verð væru notuð til sam- anburðar. Vöruúrval er aðeins einn liður þjónustu nýlenduvörusala við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.