Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 51
FRJÁLS' VERZLUhí 51 RONALD REAGAN STJARNA Á UPPLEIÐ Undirtektir manna voru misjafnar þegar Ronald Reagan, fyrrum kvikmyndastjarna, bauð sig fram til fylkisstjóraembættis í Kaliforníu. Andstæðing- ar reyndu að kenna hann við alræmd ofstækissam- tök og sögðu reynsluleysi gera hann óhæfan til að gegna embættinu. En Reagan fór með glæsilegan sigur af hólmi, og nú eru úrtöluraddirnar þagnað- ar. Forsetaframbjóðandi. Ekki virðist frami Reagans bundinn við fylkisstjórnina eina. Óeirðirnar í bandarísku borgunum í sumar urðu enn til að varpa ljósi á hann, enda kom ekki til neinna meiri- háttar skrílsláta í stórborgum Kaliforníu. Hægri armur Republikanaflokksins lítur nú á Reagan sem leiðtoga sinn, og nafn hans er á allra vörum sem líklegs frambjóðanda í forsetakosningunum. Baráttan um frambjóðanda flokksins hefst með prófkjöri í fylkinu New Hampshire í marz n.k. Kannanir sýna þar yfirgnæfandi fylgi Nixons. Er Romney aðeins hálfdrættingur á við Nixon eftir ,,heilaþvottinn“. í apríl á svo að fara fram prófkjör í fylkjunum Wisconsin og Nebraska. Sama er þar uppi á ten- ingnum. Nixon hefur forystuna, en öruggt er talið, að Reagan gæti í báðum fylkjunum höggvið langt inn í raðir hans. Möguleikar Nixons til útnefningar eru taldir grundvallast á því, að hann geti með miklum próf- kjörssigrum losnað við ósigursorðið. Það furðar því engan, að Nixon leggur höfuðáherzlu á að halda Reagan utan þeirra. Hvernig sem það tekst, er víst, að Reagan mun eiga marga stuðningsmenn á flokksþinginu, þar sem forsetaframbjóðandi verð- ur útnefndur. En styrkur Nixons liggur einnig íþví, að Reagansinnar geta fremur fallizt á hann sem frambjóðanda en aðra, er til greina koma. Undir stuðningi Reagans og manna hans kunna því póli- tísk örlög Richard Nixons að vera komin. Stjórnlagni. Þann stutta tíma, sem Reagan hefur verið við stjórnvölinn, þykir honum hafa tekizt tii með ágætum. í stjórnartíð Demókrata í Kaliforníu varð 194 milljóna dala fjárhag'shalli. Hallinn hefur nú verið jafnaður, og tókst Reagan þar að eiga betri samvinnu við demókratiskan meirihluta fylk- isþingsins en menn óraði nokkru sinni fyrir. Niðurskurður skrifstofubákns. Stofnanir fylkis- ins hafa verið endurskipulagðar og sumar hrein- iega lagðar niður. Athygli vakti fyrir skömmu, að Reagan lét afturkalla allar pantanir á nýjum bif- reiðum fyrir fylkisstarfsmenn. Herti hann einnig að mun reglur um notkun slíkra bifreiða. í stað þess, að prenta ný umslög fyrir fylkis- stjóraembættið lætur hann vélrita yfir nafn fyrir- rennara síns Pat Browns. Er þetta í samræmi við kosningaræður Reagans, þar sem hann lofaði sparn- aði á öllum sviðum. Barátta hans þótti þá skera sig frá venjulegum atvinnustjórnmálamönnum, hvað snerti einlægni og hreinskilinn málflutning. Vaxandi vinsældir. Til að standa straum af fjár- lögum, er Reagan hlaut i arf frá Pat Brown, varð' hann að hækka skatta um tæpa billjón dala. Við skattahækkunina hélt Reagan sjónvarpsræðu og útskýrði fyrir kjósendum, hvað lægi henni til grundvallar. Skoðanakönnun stuttu eftir ræðuna sýndi, að 74% kjósenda studdu nú Reagan eða 8% fleiri en í síðustu könnun þar á undan. NORRÆNN BYGGINGARDAGUR Dagana 26.—28. ágúst 1968 verður haldinn í Reykjavík norrænn byggingardagur, hinn 10. í röð- inni. Þessi samtök eru meðal hinna fjölmennustu á Norðurlöndum, byggð upp af fagfélögum, sam- tökum í verzlun og byggingariðnaði, ásamt stjórn- völdum ríkis- og sveitarfélaga. Eru sameiginlegar ráðstefnur haldnar þriðja hvert ár, til skiptis í löndunum fimm, og verkefni þeirra eru helztu vandamál byggingariðnaðarins á hverjum tíma og þróun byggingarmála. Fyrsti norræni byggingardagurinn var haldinn í Svíþjóð árið 1927, en ísland gerðist þátttakandi í samtökunum árið 1938, en þá var ráðstefnan haldin í Osló. Eftir síðustu heimsstyrjöld hafa ráðstefnur N.B.D. verið haldnar í öllum höfuðborgum Norður- landa, annarra en íslands, og auk þess í Gautaborg árið 1965. Er það fyrst nú, að aðstæður eru til þess að halda jafnstóra ráðstefnu hér á landi, en þátttak- endur hafa jafnan verið milli eitt og tvö þúsund. Á ráðstefnunni í Reykjavík á næsta ári er gert ráð fyrir, að 1000 þátttakendur mæti, en af þeim verði 7—800 frá hinum Norðurlöndunum fjórum. Hverri ráðstefnu er valið ákveðið verkefni til að fjalla um. Þannig var verkefni N.B.D. í Kaupmannahöfn 1961 Iðnvæðing byggingariðnaðarins og í Gautaborg 1965 Endurbygging bæja. Aðalverkefni hins 10. byggingardags hér hefur verið nefnt Húsakostur. Fer erindaflutningur og umræður fram í Háskóla- bíói fyrir hádegi ráðstefnudagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.