Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERZLUN IÐNAÐUR FJÖLIÐJAN HF. Frá VestfjörSum til Suðurlands Fjöliðjan h.f. á ísafirði var stofn- uð árið 1961 og hefur verið í stöð- ugum vexti síðan, svo að það kom fljótlega að því, að forráðamenn hennar færu að hugsa um stækk- un. Það var talið heppilegra að hafa nýju verksmiðjuna einhvers staðar annars staðar en á Isafirði, og eftir nokkra íhugun varð Hella á Rangárvöllum fyrir valinu. Fyrst í stað mun verksmiðjan þar framleiða einangrunargler, eins og sú á ísafirði, en síðar hefst svo einnig framleiðsla á öryggisgleri, sem er nýr þáttur í iðnaði á ís- landi. Lyftistöng. Ingvar S. Ingvars- son, einn af stjórnendum verk- smiðjunnar, sagði Frjálsri verzlun að staðsetning verksmiðjunnar á Hellu væri báðum aðilum hag- kvæm. Það væri vissulega lyfti- stöng fyrir Hellu að fá blómlegt iðnfyrirtæki í bæinn, án nokkurs tilkostnaðar, og jafnframt hefðu Fjöliðjunni verið boðin hagstæð kjör og aðstaða í bænum. Ingvar sagði, að það hlyti að teljast æski- leg þróun, að iðnaðurinn dreifðist um landið og að verksmiðjurnar hrúguðust ekki allar upp í þétt- býlinu. Aðalmarkaður Fjöliðjunnar er í Reykjavík, og að sjálfsögðu hefði verið hægt að fá lóð þar undii verksmiðju, en hins vegar er ekki langt þangað frá Hellu og sam- göngur svo góðar, að þær ættu ekki að valda neinum erfiðleikum. Hella er líka tiltölulega þéttbýlt svæði, og íbúarnir þar ættu að geta tryggt verksmiðjunni nokkuð stöðugt vinnuafl, sem er öllum iðnfyrirtækjum nauðsynlegt. Sem fyrr segir, hefst nýr þátt- ur í íslenzkum iðnaði, þegar verk- smiðjan á Hellu byrjar að fram- leiða öryggisgler. Það verður fram- Unglingar að störfum í verksmiðjunni á ísafirði. leitt fyrir bifreiðar, til innrétt- inga, í verzlanaglugga og yfirleitt til allra hluta, sem það er nytsam- legt. Og eftir því, sem Ingvar seg- ir, ætti það að vera töluvert ódýr- ara en innflutt öryggisgler. Hvað verðlag snerti, hefði innlendur gleriðnaður raunar sparað hús- byggjendum milljónir króna, og má benda á í því sambandi, að fyrir sex eða sjö árum var kostn- aður við gler talinn vera um 3% af byggingarkostnaði, en nú er hann talinn vera um 1%. Þetta væri enn unnt að lækka, ef hægt væri að staðla glervöru, sem til húsbygginga þarf, og gæti það munað töluverðum fjárhæðum. Því miður er ekki útlit fyrir, að svo verði á næstunni, því að það er búið að berjast við það í vel rúman áratug að koma á einhverri stöðlun í byggingaiðnaðinum, en án sýnilegs árangurs. Fjöliðjan leggur mikla áherzlu á vandaða og góða framleiðslu og SECURE-einangrunarglerið er að- eins framleitt úr austur-þýzku rúðugleri af „A“-gæðaflokki, sem sérstaklega er valið til framleiðsl- unnar. Það er einnig fáanlegt úr slípuðu gleri, sandblásnu, hömr- uðu eða vírinnlögðu. Það er einn- ig framleitt bogadregið, sporöskju- lagað eða í stuttu máli: alveg eins og kaupandinn vill hafa það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.