Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 50

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 50
5D FRJÁLS VERZLUN VI'ÐS VEGAR AÐ SÍLDARMARKAÐUR Fyrir skömmu voru á ferðinni í Vestmannaeyj- um tveir Englendingar, sem voru að athuga um kaup á frosinni síld. Höfðu Englendingarnir í hyggju, ef um kaup semdist, að láta reykja síldina, og framleiða svokallaðan „kippers“, sem er ákaf- lega vinsæl morgunverðarfæða í Englandi. Vest- mannaeyingar binda nokkrar vonir við þetta, þav sem Englendingarnir gáfu í skyn, að um verulegan markað væri þarna að ræða, e. t. v. allt að 5 þúsund smálestum. V ATNSHÖRGULL Húsmæður í Þórshöfn í Færeyjum efndu fyrir skömmu til mótmælaaðgerða gegn bæjarstjórn- inni. Komu þær umvörpum að ráðhúsi borgarinnar og skildu óhreinar bleiur eftir á tröppum þess, en með þessu vildu þær mótmæla vatnsskorti í hluta bæjarins. Gera þær ráð fyrir, að bæjarstjórinn muni sjá til þess, að bleiurnar verði þvegnar. Ástæðan fyrir mótmælunum er sú, að meðan sov- ézk tankskip geta hvenær sem þeim hentar komið til bæjarins og fyllt tanka sína af neyzluvatni fyrir þau 500 sovézku fiskiskip, sem veiðar stunda í grennd við Færeyjar, verða íbúar staðarins að láta sér nægja svo mikla takmörkun á neyzluvatni, af ekki dugar til þvotta á fatnaði. LANDBÚNAÐARSÝNING Búnaðarfélag íslands og Framleiðsluráð landbún- aðarins hafa ákveðið að efna til landbúnaðarsýn- ingar í Reykjavík á sumri komanda. Ekki hefur opnunardagur sýningarinnar verið endanlega á- kveðinn, en menn ætla, að hann verði í miðjum ágústmánuði. Verður sýningin haldin á sýningar- svæði atvinnuveganna í Laugardal. Sýningin mun verða lík öðrum stórum landbúnaðarsýningum — sýnd þróunarsaga landbúnaðarins, framleiðsla ein- stakra greina hans, vísindastörf í þágu landbúnað- arins, vélar, verkfæri og húsbyggingar, svo að eitt- hvað sé nefnt. En merkasti sýningarliðurinn verð- ur þó vafalítið búfjársýning. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Agnar Guðnason ráðunautur. VÍNFRAMLEIÐSLA Breyttar aðstæður á heimsmarkaðnum hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir vínframleiðslu Suður- Afríku, sem getið hefur sér orð fyrir að vera sér- lega vel skipulögð. Er gert ráð fyrir allt að 18% samdrætti í framleiðslunni, sem fært hefur landinu hundruð milljón króna ágóða á undanförnum ár- um. Aðallega er það þrennt, sem samdrætti þessum veldur, — nokkrir markaðir hafa glatazt, tolla- vernd Efnahagsbandalagsins og ýmsar ráðstafanir brezku stjórnarinnar vegna efnahagsörðugleika heima fyrir. Heildarvínframleiðslan í Suður-Afríku árið 1966 nam 33.8 milljónum gallóna, og þar af voru fluttar út 3.1 milljónir gallóna. Mesta við- skiptaþjóðin var Bretland, en þangað voru flutt um 51% alls útflutningsins, en annar stærsti við- skiptaaðilinn var Kanada. Á myndinni sést einn af víngeymunum í Suður-Afríku, en sá tekur 4.500 gallón. Úr honum mætti fá eina flösku af víni í 740 ár.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.