Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 21

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 21
FRJALR VERZLUN 21 SAMTÍÐARMENN Magniís J. Brynjólfsson kaupmaður Sólríkan júlídag árið 1924 stóð ungur maður á bryggju í Reykja- víkurhöfn og virti fyrir sér húsin og fólkið í höfuðstaðnum. Miklar breytingar höfðu orðið á bernsku- stöðvunum frá því, að hann yfir- gaf þær tæpum níu árum áður og hélt vestur um haf til að sjá sig um í heiminum og leita ævintýra. En sennilega hafði ungi maður- inn breytzt meira en höfuðstaður- inn á þessum tíma — úr óhörnuð- um unglingi, sem fullur kvíða yf- irgaf heimili sitt til að fullnægja ævintýralönguninni, í menntaðan heimsmann með næsta litskrúðug- an feril að baki í öðru landi. Nú var hann kominn heim — þó ekki til langframa, að hans hyggju, heldur aðeins til að heilsa upp á vini og vandamenn, því að hann hugðist setjast að í öðru landi. En örlaganornirnar ætluðu unga manninum annað hlutverk, og þeirra ásetningur hafði betur, því að ekki varð af búferlaflutn- ingi unga mannsins. Hann sneri sér að kaupmennsku í höfuðstaðn- um og varð brátt vinsæll og happasæll kaupmaður. Hann átti eftir að koma víða við í þjóðlífinu og þá kannski mest í félagsmálum verzlunarstéttarinnar, en þar hef- ur hann unnið mikið og heillaríkt starf. I. Nú er hann 67 ára að aldri. Magnús Brynjólfsson fæddist i húsinu Austurstræti 3 árið 1899, og þar er verzlun hans, Leður- verzlun Jóns Brynjólfssonar, enn þann dag í dag. Foreldrar Magnús- ar voru hjónin Jón Brynjólfsson skósmíðameistari og Guðrún Jós- efsdóttir. Jón hafði lært iðnina fjögur ár hér heima, en starfaði síðan tvö ár í Kaupmannahöfn. Húsið að Austurstræti 3 byggði hann árið 1897 og er það því með- al eldri bygginga hér í borg. Móð- ir Magnúsar fæddist að Kleppi, skammt frá Reykjavík, en þar rak afi hennar mikið bú. Fyrstu endurminningar Magn- úsar eru allar úr Austurstræti, þar lék hann sér jafnan í rennu- steininum, en í þá daga var stræt- ið ekki mikið annað. Bærinn var ósköp lítill um þessar mundir. í- búatalan einhvers staðar milli 5 og 10 þúsundir, og þurfti ekki að fara lengra en upp að Laufási, þar sem nú er Laufásvegur, til að vera kominn upp í sveit. Næsti nábúi Jóns var Björn Jónsson, síðar ráðherra. Hinumeg- in götunnar stóð hús hans og prentsmiðja, þar sem hann gaf út blaðið ísafold. Á yngri árum sín- um mátti Magnús oft rölta yfir til ritstjórans til að sækja mjólk fyr- ir móður sína, en Björn átti 10 kýr, sem hann hafði í fjósi bak við hús sitt. Seldi Elísabet, kona Björns, nágrönnunum gjarnan mjólkurdreitil.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.