Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 8
a
FRJÁLS VERZLUN
r
| £ I 1 Á
W
I :
Hér var einstaklingsframtakið að verki.
segja, að verð íbúðanna reyndist
allt frá 767.000 kr. fyrir minnstu
tveggja herbergja íbúðirnar (68
fermetra) til kr. 1.132.000 fyrir
stærstu fjögurra herbergja íbúð-
irnar (104 ferm.).
Nú bregður svo kynlega við, að
þegar Húsnæðismálastofnunin,
sem hefur yfirumsjón með fram-
kvæmdaáætluninni, ætlar að
sanna, hversu vel hefur tekizt til
með verð íbúðanna, er notaður
villandi samanburður. Gripið er
til þess ráðs, að bera saman verð
íbúðanna í fjölbýlishúsunum í
Breiðholti við vísitöluverð íbúða
í sambýlishúsum. Þannig á að
sýna fram á, að verð Breiðholts-
íbúðanna sé lægra en vísitöluverð
slíkra íbúða. Slík vinnubrögð rík-
isstofnunnar virðast mjög vafa-
söm.
Önnur helzta forsendan fyrir
þátttöku ríkisins í byggingarstarf-
seminni virðist brostin. Þrátt fyrir
ótakmarkað fjármagn á kostnað
allra aðila, sem að byggingum
standa í landinu, þrátt fyrir mögu-
leika að notfæra sér stórvirk
vinnutæki og annað hagræði af
stærð verkefnisins, hefur ekki
tekizt betur til með verðið.
ÍBÚÐIRNAR ERU Á EFTIR
ÁÆTLUN. Hinar síðustu verða
afhentar á næsta ári, sjö mánuð-
um á eftir fyrirhuguðum afhend-
ingartíma. Þannig hefur þá farið
fyrir annarri forsendu áætlunar-
innar: meiri byggingarhraða.
Og enn þurfa ríkisstarfsmenn-
irnir að grípa til annarlegra raka
málstað sínum til stuðnings. í
grein, sem Jón Þorsteinsson, al-
þingismaður og formaður Fram-
kvæmdanefndarinnar, ritaði í
Morgunblaðið í júlí s.l., þykist
hann sanna, að ríkisíbúðirnar hafi
verið smiðaðar á skemmri tíma
en íbúðir annarra aðila í hverf-
inu. Rök alþingismannsins eru
þessi: „Það hlýtur að vekja at-
hygli, að á þeim tíma, þegar 150—
200 fjölskyldur verða fluttar inn
í hús Framkvæmdanefndarinnar,
verður ekkert einasta stigahús til-
búið til íbúðar hjá keppinautun-
um“.
Sannleikurinn er þessi: Hinn
20. janúar 1966 var Framkvæmda-
nefndinni úthlutað lóðum í Breið-
holti og framkvæmdir hafnar í
næsta mánuði á eftir. Einkaaðil-
um í hverfinu var úthlutað lóðum
sínum í apríl/maí 1967. í ljósi
þessara staðreynda vekur það at-
hygli, að fyrstu íbúðir einkaaðil-
anna eru nú að verða tilbúnar og
ljóst er, að framkvæmdum við
þær hefur miðað mun hraðar en
við íbúðir ríkisins.
Það er þessi mikli mismunur,
sem þarfnast skýringa: Að þrátt
fyrir greiðari aðgang að fjár-
magni, fljótvirkari byggingarað-
ferðir, betri nýtingu fjármagns og
kosti þess að byggja í stórum
áföngum, (leturbr. F.V.), verða
einstaklingarnir fyrri til að full-
gera sínar íbúðir.
EINBÝLISHÚSIN. Af ráðstöf-
unarfé Framkvæmdanefndarinnar
voru um 35 milljónir króna not-
aðar til innflutnings á dönskum
tré-einbýlishúsum. Dóminn um
þessa fjárfestingu er að finna í
viðtali ,,Vísis“ við forráðamenn
nefndarinnar hinn 23. júlí s.l.
Hljóðar hann á þessa leið: „Al-
gjörlega verður hætt við einbýlis-
húsin, sem voru flutt inn. Þau eru
alls ekki ráð til að finna bót á
húsnæðisvandræðunum, og þá
allra sízt séu þau innflutt“.