Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 8
a FRJÁLS VERZLUN r | £ I 1 Á W I : Hér var einstaklingsframtakið að verki. segja, að verð íbúðanna reyndist allt frá 767.000 kr. fyrir minnstu tveggja herbergja íbúðirnar (68 fermetra) til kr. 1.132.000 fyrir stærstu fjögurra herbergja íbúð- irnar (104 ferm.). Nú bregður svo kynlega við, að þegar Húsnæðismálastofnunin, sem hefur yfirumsjón með fram- kvæmdaáætluninni, ætlar að sanna, hversu vel hefur tekizt til með verð íbúðanna, er notaður villandi samanburður. Gripið er til þess ráðs, að bera saman verð íbúðanna í fjölbýlishúsunum í Breiðholti við vísitöluverð íbúða í sambýlishúsum. Þannig á að sýna fram á, að verð Breiðholts- íbúðanna sé lægra en vísitöluverð slíkra íbúða. Slík vinnubrögð rík- isstofnunnar virðast mjög vafa- söm. Önnur helzta forsendan fyrir þátttöku ríkisins í byggingarstarf- seminni virðist brostin. Þrátt fyrir ótakmarkað fjármagn á kostnað allra aðila, sem að byggingum standa í landinu, þrátt fyrir mögu- leika að notfæra sér stórvirk vinnutæki og annað hagræði af stærð verkefnisins, hefur ekki tekizt betur til með verðið. ÍBÚÐIRNAR ERU Á EFTIR ÁÆTLUN. Hinar síðustu verða afhentar á næsta ári, sjö mánuð- um á eftir fyrirhuguðum afhend- ingartíma. Þannig hefur þá farið fyrir annarri forsendu áætlunar- innar: meiri byggingarhraða. Og enn þurfa ríkisstarfsmenn- irnir að grípa til annarlegra raka málstað sínum til stuðnings. í grein, sem Jón Þorsteinsson, al- þingismaður og formaður Fram- kvæmdanefndarinnar, ritaði í Morgunblaðið í júlí s.l., þykist hann sanna, að ríkisíbúðirnar hafi verið smiðaðar á skemmri tíma en íbúðir annarra aðila í hverf- inu. Rök alþingismannsins eru þessi: „Það hlýtur að vekja at- hygli, að á þeim tíma, þegar 150— 200 fjölskyldur verða fluttar inn í hús Framkvæmdanefndarinnar, verður ekkert einasta stigahús til- búið til íbúðar hjá keppinautun- um“. Sannleikurinn er þessi: Hinn 20. janúar 1966 var Framkvæmda- nefndinni úthlutað lóðum í Breið- holti og framkvæmdir hafnar í næsta mánuði á eftir. Einkaaðil- um í hverfinu var úthlutað lóðum sínum í apríl/maí 1967. í ljósi þessara staðreynda vekur það at- hygli, að fyrstu íbúðir einkaaðil- anna eru nú að verða tilbúnar og ljóst er, að framkvæmdum við þær hefur miðað mun hraðar en við íbúðir ríkisins. Það er þessi mikli mismunur, sem þarfnast skýringa: Að þrátt fyrir greiðari aðgang að fjár- magni, fljótvirkari byggingarað- ferðir, betri nýtingu fjármagns og kosti þess að byggja í stórum áföngum, (leturbr. F.V.), verða einstaklingarnir fyrri til að full- gera sínar íbúðir. EINBÝLISHÚSIN. Af ráðstöf- unarfé Framkvæmdanefndarinnar voru um 35 milljónir króna not- aðar til innflutnings á dönskum tré-einbýlishúsum. Dóminn um þessa fjárfestingu er að finna í viðtali ,,Vísis“ við forráðamenn nefndarinnar hinn 23. júlí s.l. Hljóðar hann á þessa leið: „Al- gjörlega verður hætt við einbýlis- húsin, sem voru flutt inn. Þau eru alls ekki ráð til að finna bót á húsnæðisvandræðunum, og þá allra sízt séu þau innflutt“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.