Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 44
FRJALS VERZLUN 40 HÖFUDSTADUR NORDURLANDS FERDAMIDSTÖDIN AKUREYRI Akureyri — Mývatn, Mývatn — Akureyri. Um þessa staði snýst áhugi ferðamannsins á Norður- landi fyrst og fremst. Það er enda ekki að ófyrirsynju, eins margt og unnt er að fá að sjá á þessum stöðum og í næsta nágrenni þeirra. Engir aðrir staðir á landinu, ut- an Suð-Vesturlands og Suður- lands, eru jafn fjölsóttir af ferðo- mönnum. Það lætur því að líkum, að Akureyri er sannkallaður ferðamannabær. Þar er miðstöðin, stofninn. Og þaðan liggja leiðir til Mývatns og annarra áhuga- verðra staða á Mið-Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Bærinn Akureyri. Fyrir tæpum 6 árum átti Akur- eyri 100 ára kaupstaðarafmæli og á síðasta ári komst íbúatala bæjar- ins yfir 10.000 manns. Þetta er rótgróinn bær, sem á alla fræði- lega möguleika á að takast á herð- ar stórt hlutverk í framtíðarupp- byggingu íslenzka þjóðfélagsins. Iðnaður (þar með fiskiðnaður), verzlun og þjónusta eru þær at- vinnugreinar, sem rísa undir bæj- arlífinu, ásamt allverulegri útgerð, og menningarlíf er blómlegt. Stærsta aflið í atvinnulífi Akur- eyrar er samvinnusamtökin, sem hvergi eru hlutfailslega jafn geysiöflug og þar. Einkarekstur er einnig allöflugur og fer vaxandi. Rikisrekstur er hins vegar hverf- andi. Menningarlífið rís út frá mörgum myndarlegum mennta- stofnunum og starfsemi fjöl- margra menningarsamtaka borg- aranna. Þá styrkir það stórkostlega grunn bæjarins, að hann stendur í miðju landbúnaðarhéraði, sem óvíða á sína jafnoka hér á landi, og að landfræðileg lega og gerð héraðsins bjóða upp á alhliða vaxtarmöguleika. Því renna margar stoðir undir það, að Akureyri taki að sér hlut- verk uppvaxandi borgar og verði í náinni framtíð ás stóraukinnar uppbyggingar í strjálbýlinu til vaxandi jafnvægis í lífsaðstöðu þjóðarinnar og aukinnar nýtingar á gæðum lands og sjávar. Og þetta er nauðsynlegt. Ekki aðeins að efla Akureyri, heldur einnig og fyrst og fremst að efla strjálbýliskjarna. Slíkt mótvægis- afl gagnvart Reykjavík verður að skapa, ekki beinlínis til að draga burstir úr nefi höfuðborgarinnar, þótt svo kunni að verða í ein- hverjum mæli, heldur til að jafna lífsaðsöðu borgaranna í landinu. Á því byggist nýting gæða lands- ins og sjávarins og alhliða fram- farir, að lífvænleg svæði á öllu landinu haldist í byggð og eflist að alhliða aðstöðu. Sem stendur hefur ekki þótt tímabært af opinberri hálfu að við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.