Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 18
1B FRJÁL5 VERZLLJhí stólsmyndun hefur verið talin mjög æskileg, vegna þess að hún eykur gildi Innkaupastofnunarinn- ar sem þjónustufyrirtækis fyrir hin ýmsu borgarfyrirtæki, einmg á fjármálasviðinu. Innkaupa- stofnunin greiðir að sjálfsögðu innflutningsgjöld og söluskatt samkvæmt gildandi reglum á hverjum tíma. Að sjálfsögðu eru mörg vöru- kaup tæknilegs eðlis, þannig að eingöngu er um að ræða kaup á nákvæmlega tiltekinni vöruteg- und, sem talin hefur verið sú heppilegasta af tæknimönnum hinna ýmsu borgarstofnana. í slik- um tilvikum er því ekki hægt að beita útboðsaðferðinni, né heldur leita tilboða, heldur sendir við- komandi borgarfyrirtæki beiðni um pöntun til Innkaupastofnunar- innar, sem síðan sér um innflutn- inginn að öilu leyti. Útboð og samningsgerð vegna verklegra framkvæmda. Eins og áður var getið, annast Innkaupastofnunin einnig útboð og samningsgerð vegna verklegra framkvæmda á vegum borgarinn- ar, og hefur starfsemi stofnunar- innar mjög færzt í aukana vegna þessara samningsgerða. T. d. má nefna, að árið 1967 voru gerðir 62 verksamningar borið saman við 39 samninga árið á undan og nam heildarverðmæti samninganna 1967 um 205,6 millj. kr. Heildar- samningsupphæð árið á undan var að vísu nokkuð hærri eða um 248 millj. kr., þótt tala samninganna væri ekki nema 39 það ár, en hér veldur mestu um, að einmitt árið 1966 var gerður samningur um byggingu Sundahafnarinnar, en upphæð hans nam 81,7 millj. kr., sem er óvenjulega há samnings- upphæð. Árið 1967 voru sex samn- ingar hærri að upphæð en 15.000.- 000,00 kr., hver um sig, en þeir eru: Samningur um byggingu 4. áfanga Vogaskóla að upphæð 40,9 millj. kr., samningur um bygg- ingu 1. áfanga Álftamýrarskóla að upphæð 21,3 millj. kr., samningur um byggingu Árbæjarskóla að upphæð 18 millj. kr., samningur um smíði á 20 yfirbyggingum fyr- ir Strætisvagna Reykjavíkur að upphæð 16,7 millj. kr., og tveir samningar um gatnagerð og lagn- ir, samanlagt að upphæð 30,7 millj. kr. Er enginn vafi á, að mjög hag- kvæm kjör fást fyrir borgarsjúö Reykjavíkur með því að beita al- mennum útboðum í sambandi við ýmsar verklegar framkvæmdir, og er samkeppnin oft mjög hörð miiii hinna einstöku verktakafyrir- tækja. Segja má, að útboðsaðferð borgarinnar hafi stuðlað að þvi, að ýmiss verktakafyrirtæki haia verið stofnuð og síðan unnið við ýmsar verklegar framkvæmdir í þágu borgarinnar, og undantekn- ingarlítið hefur slík samvinna borgarfélagsins við hina ýmsu verktaka verið hin ákjósanleg- asta. Hér að ofan hafa verið nefnd helztu verksvið stofnunarinnar og eins og lítillega var minnzt á í upphafi greinarinnar, er það einn- ig innan verkahrings Innkaupa- sofnunarinnar að tryggja sem hag- kvæmust kjör í sambandi við vöru flutninga til landsins, sjótrygg- ingar og bifreiðatækjatryggingar borgarinnar, svo og olíukaup borg- arinnar, t. d. vegna kyndistööva Hitaveitunnar og hafa verið gerð- ir ýmsir samningar þ. a. 1. Einnig eru í gangi ýmsir samningar t. s. varðandi sölu á einkennisbúning- um lögreglu- og slökkviliðsmanna og þess háttar. Innkaupastofnunin hefur ef til vill af sumum aðilum verið álitm skæður keppinautur í viðskiptum borgarinnar, en að undanförnu hefur ríkt vaxandi skilningur á því, að hún er mjög stór kaupandi og viðskiptavinur hjá allmörgum kaupsýslumönnum hér í borg, og að nærvist hennar og verksvið hefur verið verzlunarstéttinni í heild til gagns fremur en öfugt og vonandi er, að sú staðreynd og vitneskja megi einnig ríkja í fram- tíðinni. AUGLYSENDUR, LATID OKKUB GEBA AUGLÝSINGAMÓTIN FYRIB YÐUR MYNDAMÓT hf. PfllNTMVNDAGIRB - ABAISIKAII 6 - MYKJAVÍK - SÍMI 17132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.