Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 34
3D FRJÁLS VERZLUN FRÍHOFNIN Á KEFLAVÍKUR FLUGVELLI Fríhöfnin hefur nú veriS starfrœkt í tœp tíu ár og hefur gjaldeyrishagnaSur hennar vaxið ört. STIKLAÐ A STÓRU. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli tók til starfa 15. október 1958. í fyrstu verzlaði hún aðeins með áfengi og tóbak og var þá starf- rækt sem deild innan Áfengis- verzlunar ríkisins. Til að byrja með var Fríhöfnin til húsa í hótelbyggingunni á Keflavíkurflugvelli og fékk hún til afnota húsnæði, þar sem áður höfðu verið skrifstofur erlendra flugfélaga. Fjórir menn störfuðu við Fríhöfnina fyrstu þrjá mánuð- ina, en um áramótin var fimmta starfsmanninum bætt við. Þegar Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli var opnuð, var þotuöldin að hefjast. Þá voru flugvellirnir í London og París ekki lengri en svo, að þotur á leið yfir Atlants- hafið gátu ekki hafið sig þaðan á loft með nægilegt eldsneyti fyrir alla leiðina. Urðu þær því að millilenda á Keflavíkurflugvelli til að taka viðbótareldsneyti, og voru þotufarþegar meginið af við- skiptavinum Fríhafnarinnar fyrstu árin. Eftirspurnin eftir öðrum vörum en áfengi og tóbaki, svo sem ilm- vötnum og myndavélum, varð strax mjög mikil og var þá farið að íhuga stækkun á Fríhöfninni með verzlun á þessum og fleiri vörum í huga. Lögin gerðu ráð fyrir, að Áfengisverzlun ríkisins starfrækti Fríhöfnina, en auðvitað var það utan hennar verksviðs að verzla með aðrar vörur en áfengi og tóbak. Var þá komið á fót sjálfstæðri stofnun, sem annast skyldi rekstur verzlunar með tó- bak og aðrar vörur og tók hún til starfa 1. september 1959. Áfengisverzlun ríkisins rak svo áfram áfengisdeildina innan Frí- hafnarinnar, en sá háttur hélzt í tæpt ár. 11. júní 1960 voru gefin út lög um tollvörugeymslur og fleira. Þar í er sérstakur kafli um toll- frjálsar verzlanir og gerði hann Fríhöfninni kleyft að taka einnig að sér rekstur áfengisdeildarinn- ar. 1. október 1960 tók Fríhöfnin við rekstri áfengisdeildarinnar úr höndum Áfengisverzlunar ríkis- ins, og var Fríhöfnin þar með orð- in sjálfstæð stofnun með öllu og heyrir hún undir ráðherra þann, sem með utanríkismál fer. Árið 1963 var algjört botnár, hvað rekstur Fríhafnarinnar snert- ir. Þá höfðu flugvellirnir í London og París verið lengdir og þotufar- þegarnir þar með úr sögunni sem viðskiptavinir Fríhafnarinnar. Það ár var Loftleiðir h.f. heldur ekki komið með starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar. Árið 1964 voru gerðar miklar breytingar á hótelhúsnæðinu á Keflavíkurflugvelli og fékk Frí- höfnin þá stærra og betra hús- næði, en við það batnaði öll henn- ar aðstaða verulega. Hefur stöðug aukning átt sér stað í rekstri Frí- hafnarinnar síðan. í október 1965 var bandarísku tollalögunum breytt á þá lund, að bandarískir borgarar, sem áður máttu taka með sér fimm flöskur tollfrjálsar inn í landið, fengu nú aðeins að taka með sér einn pott. Aftur á móti fengu ferðamenn, sem áður máttu hafa með sér eina flösku, að taka með sér sex flösk- ur tollfrjálsar. Ferðamenn voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.