Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 21
FRJÁLS' VERZLUNf 21 né minna, að kennsla sé lögð nið- ur í barnaskólum í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi í sögu eigin lands. Hann heldur bví fram, að sem þáttur í framhaldsnámi geti sagnfræðikennsla stuðlað mjög að auknum skilningi milli þessara tveggja þjóða, en barnaskóla- kennsla, sem er alltaf takmarkað nám, geti naumast leitt til annars en að skapa ómeðvitað þjóðernis- sinnaða hleypidóma. Enda þótt sumir kynnu að hika við að taka jafn djúpt í árinni og Bourdet, leikur ekki vafi á því, að hann hefur sýnt fram á, að það nægir ekki bara að kynnast fólki, til þess að fólk skilji hvort annað og geti starfað hvort með öðru. Kennarar leitast nú margir við að gera sögukennslu „óþjóðernissinn- aða“ í þeirri von, að hlutlausari frásögn af liðnum atburðum geti leitt til þess, að nemendur verði hleypidómaminni en áður. ítölskum börnum er kennt, að þeirra þjóð beri heiðurinn af fundi Ameríku, sökum þess að Kolum- bus var fæddur á Ítalíu. Spönsk börn á hinn bóginn fá að vita, að Spánn eigi heiðurinn, sökum þess að Kolumbus vann í þágu Spánar. í þýzkum kennslubókum í sögu hefur verið tilhneiging til þess að líta á Kopernikus sem Þjóðverja, en í flestum öðrum löndum er hann talinn hafa verið Pólverji. í enskum kennslubókum hefur verið gert svo mikið úr sigrum Englendinga í Hundrað ára stríð- inu, að nemendur fengu þá skoð- un, að land þeirra hefði borið sigurorð í styrjöldinni. í frönsk- um bókum var gert hið sama varð- andi sigra Frakka yfir Englend- ingum, — sem ef til vill hafði meira til síns máls. TÚLKUN NAPÓLEONSTÍMA- BILSINS SAMRÆMD. Kennarar hafa líka unnið að því, að koma á samræmdri túlkun á ákveðnum tímabilum sögunnar eins og Napóleonstímabilinu. Þeir leggja áherzlu á, að hinn langi tími Napóleonsstyrjaldanna ætti ekki að skoðast sem mótaður af metnaðardraumum eins manns. Kennarar ættu heldur að leitast við að greiða úr þeim fjölmörgu pólitísku, efnahagslegu og félags- legu þáttum þessa tímabils og taka tillit til persónugerðar og að- ferða stjórnmálaleiðtoga í ýmsum löndum. Kennarar gagnrýna kennslu- bækur ekki einungis fyrir hleypi- dómafulla meðferð sögunnar, held- ur einnig fyrir það, sem of lítið er gert úr eða ekki minnzt á. Margir þeirra telja, að eitt helzta sjónarmiðið, sem vanrækt hefur verið að kynna í kennslubókum í sögu í Evrópu, sé „evrópska hug- myndin“, þ. e. hugmyndin um sameinaða Evrópu. Á þetta sé varla minnzt í kennslubókum, enda þótt ýmsir merkir hugsuðir sögunnar hafi komið fram með þessa hugmynd. Það er því ekki að furða, þó að flest börn komi úr barnaskóla með þó nokkra vitneskju um ástæður, rás og' af- leiðingar margra styrjalda í Evrópu, en enga hugmynd um það, sem kallað hefur verið „saga friðarins“. TAKMARKAÐUR ÁRANGUR. Þrátt fyrir nær 20 ára starf virðist árangur á þessu sviði hafa verið filtölulega takmarkaður. Ná- kvæmar rannsóknir hafa leitt í ljós, að kennslubækur í sögu hafa lítið verið endurskoðaðar. Evrópu- ráðið hefur komið með eina skýr- ingu í skýrslu sinni. Ríkisstjórnir viðkomandi landa eru hikandi við að mæla með endurskoðun kennslubóka í sögu við kennara, sökum þess að þær óttast, að þær verði ásakaðar um að hafa af- skipti af skoðanamótun á þessu sviði. Engu að síður hefur margt áunnizt á þessu sviði. Persónuleg samskipti, sem mikils virði eru, eiga sér stað. Hópar sérfræðinga vinna að þessum málum í ýmsum löndum. Mikið hefur verið gefið út á prenti á þessu sviði og er tiltækt höfundum kennslubóka og kennurum. Tiltölulega áhrifaríkt kerfi varðandi endurskoðun kennslubóka hefur verið búið til og nýjar alþjóðlegar kennslubóka- miðstöðvar eru þegar byrjaðar að rísa upp í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.