Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 4
4 FRJALS VERZLUN FIRJALS VIERZLUISI 5. TBL. 196B MÁNAÐARLEGT TÍMARIT UM VIÐSKIPTA- □□ EFNAHAGSMAL— STDFNAÐ 1939. GEFIO ÚT í SAMVINNU VIÐ SAMTOK VERZLUNAR- DG' ATHAFNAMANNA. ÚTGÁFU ANNAST: VERZLUNARÚTGÁFAN H.F. FRAMKVÆMDASTJORI: JDHANN BRIEM. AUGLYSINGASTJDRI: MAGNÚS B. JQNASSDN SKRIFSTDFA DÐINSGÖTU 4. SÍMAR*. B23BB AFGREIÐSLA B23B1 AUGLYSINGAR B23B2 RITSTJÖRN PÓSTHÖLF 1193 RITSTJÓRI: JÓHANN BRIEM. RITSTJÓ RNARFU LLTRÚAR: BJÖRN V. SIGURPÁLSSDN MARKÚS ÖRN ANTDNSSDN □ REINAHÖFUNDAR: FREYSTEINN JÓHANNSSDN HERBERT GUÐMUNDSSDN ÓLI TYNES ÞÓR WHITEHEAD STEINAR LÚÐVÍKSSDN LJÓSMYNDARI: KRISTINN BENEDIKTSSDN. SETNING DG PRENTUN: FELAGSPRENTSMIÐJAN H.F. MYNDAMÓT: MYNDAMÓT H.F. BDKBAND: FELAGSBÓKBANDIÐ H.F. VERÐ í ÁSKRIFT KR. 65.- Á MÁN. í LAUSASÖLU KR. BD.- EINT. ÖLL RETTINDI ÁSKILIN. bréf fra útgefanda Frjáls verzlun efnir að þessu sinni til lesendahappdrættis meðal lesenda sinna. Eina skilyrðið til þátttöku er það, að lesendur taki þátt í skoðanakönnun, sem þeir senda síðan lil Frjálsrar verzlunar. Vonast blaðið til, að lesendur taki þátt í þessu lesendahappdrætti, en vinningur er ferð til Mallorca, en þangað fer árlega fjöldi Islendinga. Er lesenda- iiappdrætti þetta tilraun Frjálsrar verzlunar til þess að auka upplag blaðsins enn meir, en það er nú orðið með einn stærsta áskrifendahóp af íslenzkum tímaritum. Efni blaðsins er að vanda fjölbreytt, enda er lögð sérstök áherzla á að vanda til þess. Byggingarframkvæmdir og af- skipti ríkisins af byggingarmálum eru málefni, sem varða alla þjóðfélagsþegna. Ræðir blaðið aukin afskipti ríkisins og þau sjónarmið, sem komið hafa fram í umræðum manna á milli. Almenningshlutafélög bafa oft verið á döfinni, en í Þjóð- málaþætti Frjálsrar verzlunar svarar Eyjólfur Konráð Jóns- son ritstjóri spurningum blaðsins varðandi þau málefni, en Eyjólfur hefur manna mest barizt fyrir almenningshluta- íélögum. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur verið starf- rækt i tæp tíu ár. I því tilefni kynnir Frjáls verzlun starfsemi F ríhaf narinnar. Landhelgisgæzlan fékk fyrir skömmu nýtt varðskip, en rekstur hennar verður stöðugt fjölþættari. Ræðir FV við Pétur Sigurðsson forstjóra um rekstur Landhelgisgæzlunnar. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar gegnir veigamiklu hlutverki í borgarrekstrinum, en Torben Friðriksson ritar grein um hana fyrir blaðið. Þjóðernislegir hleypidómar hafa markað mannkyninu mikl- ar hörmungar, en i Evrópu hefur verið reynt að útrýma þessum hleypidómum og greinir FV frá árangri þessa starfs. Árið 1971 breytist brezka myntkerfið, og tekið verður upp einfaldara kerfi, sem byggist á tugakerfinu, og skýrir FV frá þessum breytingum og tilhögun þeirra. Akureyri nýtur vaxandi vinsælda sem viðkomustaður ferðamanna, enda er bærinn raunverulegur „höfuðstaður Norðurlands“. Greinir FV frá þeim möguleikum, sem eru fyrir hendi fyrir ferðamanninn, gistiaðstöðu og ýmsri ann- arri þjónustu. Einnig er fjöldi annarra greina í blaðinu, svo sem um aukna framleiðslu Efnahagsbandalagsins, Ferrania ljós- myndafyrirtækið, verzlunarhætti i Danmörku, atvinnuleysi í Bretlandi og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.