Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN
27
leika til áframhaldandi stórvirkj-
anna, t. d. við Dettifoss?
E. K. I.: Svo ég svari seinni liðn-
um fyrst, þá er því miður ekki
líklegt, að unnt sé að bjóða hag-
stæðari raforkusölu svo neinu
nemi með virkjun fallvatnanna,
t. d. Dettifoss. Hins vegar hallast
sérfræðingar nú að því, að virkja
megi ódýrar hveraorkuna en áður
var talið og jafnvel mun ódýrar
en vatnsorkuna, auk þess sem
mikil hitaorka væri til hagnýting-
ar í iðnaði til upphitunar o. s. frv.,
nokkurs konar afgangsorka.
Ég hef ekki farið dult með það,
að ég tel ekki einungis rétt, held-
ur bráðnauðsynlegt, að reyna að
laða erlend fyrirtæki til að koma
upp atvinnurekstri hér. Ég tel að
sjálfsögðu eins og allir aðrir ís-
lendingar, að vel þurfi að búa um
slíka samninga, en aðalatriðið er
þó, að miklu minni áhætta er því
samfara að leyfa einkafyrirtækj-
um að stofnsetja hér áhættusam-
an atvinnurekstur, heldur en að
íslendingar sjálfir tækju stórlán,
sem þeir yrðu að standa undir,
hvernig sem fyrirtækið gengi.
Þegar einkaaðilarnir eiga fyrir-
tækin er áhættan öll þeirra, en
hagnaðurinn okkar, samkv. samn-
ingum.
F. V.: HvaSa augum lítur þú á
þa3, a3 ríkisvaldiS fœr vissum
aSilum einokunara3stö3u í vi3-
skiptum, t. d. má nefna Grœn-
metissöluna?
E. K.J.: Ég held, að tímabært sé
að hræra rækilega upp í því kerfi,
sem tildrast hefur upp í kringum
alla afurðasölu landbúnaðarins.
Á það mál hefur varla mátt minn-
ast, af ótta við að missa bænda-
fylgi. Sjálfur hef ég verið í fram-
boði í landbúnaðarhéruðum og
fer ekkert dult með það, að ég
tel, að sú stöðnun, sem verið hef-
ur í þessum málum og óstjórn
samvinnufélaganna hafi verið og
sé öllum til tjóns, bændum ekki
síður en neytendum.
F. V.: Ef vi3 munum rétt, hefur
þú lýst yfir þeirri sko3un þinni
opinberlega, a3 lítill stórhugur
einkenndi framkvœmdir okkar ís-
lendinga. Á hverju grundvcllast
þessi skoSun þín?
E.K.J.: Ekki er þetta nú alveg
rétt. Ég tel, að íslendingar séu
yfirleitt stórhuga, og framkvæmd-
ir manna hafi einkennzt af stór-
hug, en það er stórhugur einstakl-
inganna, borgaranna, sem hver
um sig hafa yfir litlu fjármagni
að ráða, en leggja samt út í marg-
háttaða fjárfestingu, íbúðabygg-
ingar o. s. frv., stundum af of
miklum stórhug. Ég hef hins veg-
ar sagt, og stend við það, að ég
tel, að enginn stórhugur einkenni
aðgerðir okkar í rannsóknarmál-
um og við undirbúning stórfram-
kvæmda. Mér fannst það t. d. hlá-
legt, þegar Alþingi fslendinga
rausnaðist við að veita 500 þúsund
krónur til rannsókna Baldurs Lín-
dals á sjóefnaverksmiðju í stað-
inn fyrir að veita til þeirra rann-
sókna 5 milljónir eða kannski 25
milljónir, svo að Baldur gæti feng-
ið í sína þjónustu alla þá innlenda
og erlenda sérfræðinga, sem að
þessu máli gátu unnið. Mér finnst
furðulegt, að ekkert fé skuli vera
til í þeim tilgangi að athuga, hvort
arðvænlegt væri að byggja olíu-
hreinsunarstöð og einstaklingar
þurfi að vinna það starf í frí-
stundum og hafa af því útgjöld,
sem þeir auðvitað geta ekki staðið
undir til langframa. Hér ætti að
gera stórátak með ríkisframlög-
um, sem sætu fyrir öllu öðru.
En þá er þess að gæta, að menn
vilja ekki átta sig á því, að fyrir-
tækin megi vera í eigu almenn-
ings, ef ríkið hefur á einhvern
hátt greitt fyrir þeim. Þess vegna
hafa einkaframtaksmenn verið
tregir að leita á náðir ríkisins, því
að reynslan af ríkisreknu fyrir-
tækjunum er ekki þess eðlis, að
menn fýsi að leggja nafn sitt við
þau, á þann veg að vinna að und-
irbúningi fyrirtækja, sem síðan
lendi í höndum skrifstofuvalds og
lélegustu stjórnmálamannanna.
En úr því að alltaf er nú verið
að skamma stjórnmálamennina,
þá vil ég gjarnan ljúka þessum
orðum með því að undirstrika, að
þótt ég dáist að mörgum athafna-
manni, sem hefur unnið þrekvirki
— þó meira áður fyrr, en nú á
síðustu árum, — þá tel ég, að það
séu fyrst og fremst athafnamenn-
irnir, sem brugðizt hafa í því að
sameina kraftana til þess að koma
stórverkefnum í framkvæmd,
þeirra sé sökin, og ekki sé seinna
vænna, að þeir láti hendur standa
fram úr ermum, í stað þess að
hokra hver í sínu horni og vera
hræddir við að vera menn.
Hvernig getur Frjáls Verzlun
aukið viðskipti yðar?
• F.V. getur aukið kynningu á vörum yðar og
þjónustu eða starfsemi.
• F.V. getur vakið athygli þeirra, sem annast
innkaup fyrirtœkja og verzlana.
• F.V. getur kynnt fyrirtœki yðar fyrir stórum
hópi lesenda.
l=RJAI-£3
VERZLUIM
Auglýsingasími 82301.