Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERZLUN Stórar kjörbúðir verðlauna gjarnan viðskiptavini sína. Þegar þrjú- eða fimmhundraðasti gestur- inn þann daginn kemur inn, fylg- ist einn af starfsfólkinu með hon- um. Þegar hann svo hefur keypt allt, sem hann þarf á að halda, og kemur til að borga, tekur verzl- unarstjórinn á móti honum með brosi, blómvendi og konfektkassa. Og að sjálfsögðu fær hann ekki að borga eyri. Litlar verzlanir hafa að sjáif- sögðu ekki aðstöðu til að gera svona lagað og í staðinn grípa þær til afsláttarmerkja. Fyrir hverja eina danska krónu, sem þú eyðir, færðu þriggja aura afsláttar- armerki. Merkin límir þú inn í bók, og þegar bókin er full átt þú tólf danskar krónur. Það virðist satt að segja hata gripið um sig hálfgert afsláttar- æði í Danmörku, allt er selt með afslætti. Við skulum segja t. d., að ný sending af þvottaefni sé að koma á markaðinn. Það á að kosta þrjár krónur danskar. Á pakkan- um stendur að þvottaefnið kosti kr. 3.50, EN þér fáið fimmtíu aura afslátt. Og það selst eins og heit- ar pylsur á knattspyrnukappleik. Þvottaefni virðist vera geysi- vinsæl vara í Danmörku, a. m. k. eru það ekki margar vörutegund- ir, sem eru auglýstar jafn geypi- lega. Ef þú ferð í kvikmyndahús hefst sýningin á auglýsingamynd- um, sem standa yfir í tíu mínútur til kortér. Og fjórar eða fimm mínútur fara í að útlista dásem(i- ir Omo, Fab, Rinso og annarra þvottaefna, sem hvert um sig gera þvott yðar hvítari en nokkuð annað þvottaefni í heiminum. Og ef húsmæðrunum finnst það ekki nóg að fá hvítasta þvott í heimi, geta þær bara safnað saman spilakortunum, sem eru í hverj- um pakka, og þá eru miklar líkur til þess að þær vinni annaðhvort ferð umhverfis jörðina, bíl eða sumarbústað. Já, Danir eru harðir við að auglýsa og víla ekki fyrir sér að fara örlítið í kring um sann- leikann. Það er mjög líklegt, að ef einhver meðlimur Hjarta- og æðaverndar legði leið sína í kvik- myndahús í Danaveldi, fengi hann fyrir hjartað. Þar hika menn nefnilega ekki við að fullyrða, að mjólk og smjör haldi yður grönn- um og í góðri þjálfun, og gefi ótak- markað „energi“. Benzínsalar láta ekki sitt eftir liggja og eftir auglýsingunum að dæma, væri nær að nota eldsneyti þeirra til að knýja þrýstiloftsflug- vélar en bíla. Það er t. d. marg- sannað (samkv. auglýsingakvik- myndum), að bílar, sem nota Shell „super duper“ benzín, bein- línis takast á loft og fljúga yfir umferðina. Og eins og það sé ekki nóg, þá hafið þér möguleika á að vinna annaðhvort fimmtíuþúsund krónur danskar ega flunkunýjan lúxusbíl, ef þér eruð svo skyn- samur að kaupa Shell benzin. Það er oft skammast yfir, að í verzlunum hér á Islandi sé oft mikill verðmismunur á vörum, eftir því hvar maður verzlar. Þetta er fyrirbrigði, sem Danir fara ekki varhluta af. í stórri verzlun við aðalgötu er hægt að fá Ijómandi snoturt hálsbindi fyrir 20 krónur danskar. í bakhúsi stóru verzlun- arinnar, sem snýr út að lítilli og þröngri götu, er hægt að fá sams konar bindi fyrir 12 krónur. Mis- munurinn er um 60 kr. íslenzkar. Það er heldur ekki sama, hvar maður er staddur í Danmörku, þeg- ar maður er að verzla. Ef til dæm- is á að kaupa föt, er líklegt, að það borgi sig að skreppa frá Kaup- mannahöfn og yfir til Álaborgar eða Esbjerg, þó að sjálfsögðu ekki nema kaupa eigi eithvað að ráöi. Og ef menn ætla að skemmta sér eitthvað að ráði, er það tvímæla- laust hagstætt frá fjárhagslegu sjónarmiði að fara yfir til Áia- borgar. Það er lífleg lítil borg, sem hefur upp á að bjóða næstum allt, sem Kaupmannahöfn getur stært sig af, og fyrir mun lægra verð. Það er að vísu líka dýrt að skemmta sér í Álaborg, en það er ekki alveg eins slæmt og í höfuð- borginni. Það er áreiðanlega margt, sem við íslendingar getum lært af Dönum í sambandi við verzlun — ekki sízt, hvað auglýsingum viðvíkur —, en það er líka margt, sem væri betur ólært. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Afgreiðsdutími: Kl. 9,30 til 12,30 og kl. 13,30 til 16,00. Laugardaga (1. okt. til 1. maí) kl. 9,30 til 12,00. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Lækjargötu 12, Reykjavík. Sími 20580. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Útibú Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 50980. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Vtibú Geislagötu 14, Akureyri. Sími 21200. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Grensásútibú, Háaleitisbraut 60, Reykjavík. Sími 38755. AfgreiÖslutími: Kl. 10,30 til 12,00 og kl. 14,30 til 18,30. Laugardaga (1. okt. til 1. maí) kl. 10,30 til 12,30. Bankinn annast hvers konar bankastarfsemi innanlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.