Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Side 14

Frjáls verslun - 01.05.1968, Side 14
14 FRJÁLS VERZLUN Stórar kjörbúðir verðlauna gjarnan viðskiptavini sína. Þegar þrjú- eða fimmhundraðasti gestur- inn þann daginn kemur inn, fylg- ist einn af starfsfólkinu með hon- um. Þegar hann svo hefur keypt allt, sem hann þarf á að halda, og kemur til að borga, tekur verzl- unarstjórinn á móti honum með brosi, blómvendi og konfektkassa. Og að sjálfsögðu fær hann ekki að borga eyri. Litlar verzlanir hafa að sjáif- sögðu ekki aðstöðu til að gera svona lagað og í staðinn grípa þær til afsláttarmerkja. Fyrir hverja eina danska krónu, sem þú eyðir, færðu þriggja aura afsláttar- armerki. Merkin límir þú inn í bók, og þegar bókin er full átt þú tólf danskar krónur. Það virðist satt að segja hata gripið um sig hálfgert afsláttar- æði í Danmörku, allt er selt með afslætti. Við skulum segja t. d., að ný sending af þvottaefni sé að koma á markaðinn. Það á að kosta þrjár krónur danskar. Á pakkan- um stendur að þvottaefnið kosti kr. 3.50, EN þér fáið fimmtíu aura afslátt. Og það selst eins og heit- ar pylsur á knattspyrnukappleik. Þvottaefni virðist vera geysi- vinsæl vara í Danmörku, a. m. k. eru það ekki margar vörutegund- ir, sem eru auglýstar jafn geypi- lega. Ef þú ferð í kvikmyndahús hefst sýningin á auglýsingamynd- um, sem standa yfir í tíu mínútur til kortér. Og fjórar eða fimm mínútur fara í að útlista dásem(i- ir Omo, Fab, Rinso og annarra þvottaefna, sem hvert um sig gera þvott yðar hvítari en nokkuð annað þvottaefni í heiminum. Og ef húsmæðrunum finnst það ekki nóg að fá hvítasta þvott í heimi, geta þær bara safnað saman spilakortunum, sem eru í hverj- um pakka, og þá eru miklar líkur til þess að þær vinni annaðhvort ferð umhverfis jörðina, bíl eða sumarbústað. Já, Danir eru harðir við að auglýsa og víla ekki fyrir sér að fara örlítið í kring um sann- leikann. Það er mjög líklegt, að ef einhver meðlimur Hjarta- og æðaverndar legði leið sína í kvik- myndahús í Danaveldi, fengi hann fyrir hjartað. Þar hika menn nefnilega ekki við að fullyrða, að mjólk og smjör haldi yður grönn- um og í góðri þjálfun, og gefi ótak- markað „energi“. Benzínsalar láta ekki sitt eftir liggja og eftir auglýsingunum að dæma, væri nær að nota eldsneyti þeirra til að knýja þrýstiloftsflug- vélar en bíla. Það er t. d. marg- sannað (samkv. auglýsingakvik- myndum), að bílar, sem nota Shell „super duper“ benzín, bein- línis takast á loft og fljúga yfir umferðina. Og eins og það sé ekki nóg, þá hafið þér möguleika á að vinna annaðhvort fimmtíuþúsund krónur danskar ega flunkunýjan lúxusbíl, ef þér eruð svo skyn- samur að kaupa Shell benzin. Það er oft skammast yfir, að í verzlunum hér á Islandi sé oft mikill verðmismunur á vörum, eftir því hvar maður verzlar. Þetta er fyrirbrigði, sem Danir fara ekki varhluta af. í stórri verzlun við aðalgötu er hægt að fá Ijómandi snoturt hálsbindi fyrir 20 krónur danskar. í bakhúsi stóru verzlun- arinnar, sem snýr út að lítilli og þröngri götu, er hægt að fá sams konar bindi fyrir 12 krónur. Mis- munurinn er um 60 kr. íslenzkar. Það er heldur ekki sama, hvar maður er staddur í Danmörku, þeg- ar maður er að verzla. Ef til dæm- is á að kaupa föt, er líklegt, að það borgi sig að skreppa frá Kaup- mannahöfn og yfir til Álaborgar eða Esbjerg, þó að sjálfsögðu ekki nema kaupa eigi eithvað að ráöi. Og ef menn ætla að skemmta sér eitthvað að ráði, er það tvímæla- laust hagstætt frá fjárhagslegu sjónarmiði að fara yfir til Áia- borgar. Það er lífleg lítil borg, sem hefur upp á að bjóða næstum allt, sem Kaupmannahöfn getur stært sig af, og fyrir mun lægra verð. Það er að vísu líka dýrt að skemmta sér í Álaborg, en það er ekki alveg eins slæmt og í höfuð- borginni. Það er áreiðanlega margt, sem við íslendingar getum lært af Dönum í sambandi við verzlun — ekki sízt, hvað auglýsingum viðvíkur —, en það er líka margt, sem væri betur ólært. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Afgreiðsdutími: Kl. 9,30 til 12,30 og kl. 13,30 til 16,00. Laugardaga (1. okt. til 1. maí) kl. 9,30 til 12,00. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Lækjargötu 12, Reykjavík. Sími 20580. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Útibú Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 50980. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Vtibú Geislagötu 14, Akureyri. Sími 21200. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Grensásútibú, Háaleitisbraut 60, Reykjavík. Sími 38755. AfgreiÖslutími: Kl. 10,30 til 12,00 og kl. 14,30 til 18,30. Laugardaga (1. okt. til 1. maí) kl. 10,30 til 12,30. Bankinn annast hvers konar bankastarfsemi innanlands.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.