Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 40
36 FRJÁL5 VERZLUN PUNDID TEKUR UPP TUGAKERFIÐ Fyrir 15. febrúar 1971 mun brezka myntkerfinu, sem er margra alda gamalt, verða breytt og annað einfaldara, sem byggist á tugakerfinu, tekið upp í staðinn. Margar ástæður liggja til grund- vallar þessari breytingu. Um 95% af íbúum heims nota peninga, sem byggjast á tugakerfinu, og frá 1945 hefur fjöldi þeirra landa, sem tekið hafa upp tugakerfið, vaxið ört. Utanríkisverzlun Bret- lands hefur vaxið mjög mikið og tilvera tveggja umfangsmikiUa verzlunarbandalaga — EFTA og EBE — hefur gert myntbreytingu að knýjandi nauðsyn. Til viðbót- ar þessu hafa möguleikar á meiri ferðalögum aukizt um allan henn og unnt er að spara fé í verzlun og iðnaði, þar sem aðeins eitt kerfi er notað. Þá mun enn frem- ur mikill tími sparast í skólum við reikningskennslu. Þessi vandamál og mörg önnur voru rædd gaumgæfilega í hálft annað ár af nefnd, sem komið var á fót af brezku stjórninni, og var Halsbury lávarður formaður nefndarinnar. Fulltrúar meira en 100 stórfyrirtækja auk margra að- ila og alls almennings, sátu ráð- stefnur, sem haldnar voru í þessu tilefni, lögðu fram skýrslur og tjáðu álit sitt. Gaumgæfileg athug- un á um 25 tegundum myntkerfa, sem byggð voru á tugakerfinu, leiddi til þess, að bornar voru fram tillögur um kerfi, sem byggð- ist á eftirfarandi mynteiningum: Sterlingspund — penny — \k penny. Þetta kerfi varð fyrir val- inu vegna þess, að það samræmdist flestum þeirra atriða, sem æskileg- ust eru í sambandi við mynt, sem byggist á tugakerfinu — það var einfalt, gæti dugað lengi, myndi ekki hafa áhrif á gengi sterlings- pundsins á alþjóðavettvangi og hefði ekki í för með sér óþarfar verðhækkanir. Sem eðlilegt var, þá hafði hugsanlegur kostnaður við breytinguna og tíminn, sem hún tæki, áhrif á niðurstöður nefndarinnar. Árið 1966 tók ríkis- stjórnin svo endanlega ákvörðun: hinn 15 febrúar 1971 á að verða búið að taka upp nýja mynt í Bretlandi. Samanburður á myntkerfunum tveimur sýnir, að nýja kerfið muni verða einfaldara, þegar breyting- artímabilinu einu sinni er lokið. I stað eftirfarandi mynteininga — l/2d (d merkir penny), ld, 3d, 6d, l/0d (shillingur), 2/0d, 2/6d, 5/0d og 10/0d seðilsins koma l/2p, lp, 2p, 5p, lOp og 50p myntir. Taka ber eftir, að tekinn verður upp bókstafurinn “p” fyrir hið nýja penny í stað “d” áður. 50p peningurinn kemur í stað tíu shill- inga seðilsins, sem mikið fé hefur farið í að búa til, sökum þess að hann er fljótur að skemmast í um- ferð manna á milli. Hins vegar verða £1, £5 og £10 seðlarnir áfram við lýði og nýr £ 20 seðill verður tekinn í notkun. Reynsla, sem fengizt hafði í Ástralíu, gaf til kynna, að breyt- ingin hefði gerzt á auðveldan hátt og á styttri tíma þar, sökum þess að langur tími fyrir breytinguna var notaður í kynningar- og áróð- ursskyni, svo að brezka stjórmn ákvað að verja skyldi 5 árum til undirbúnings og framkvæmdar breytingarinnar. Stj órnarnefndin, sem á að sjá um breytinguna á enska peningakerfinu (The Deci- mal Currency Board), annast þvi kynningarstarfsemina og gaf út i marz sl. fyrsta bæklinginn af mörgum, sem eftir eiga að koma út um breytinguna. Þá er smám saman verið að taka þessa fyrir- huguðu breytingu til meðferðar í skólum, enda þótt það virðist enn vera háð geðþótta viðkomandi kennara. Myndir af nýju myntein- ingunum að undanskilinni 50p myntinni hafa birzt í blöðum auk margra auglýsinga. Gert er ráð fyrir, að þessari kynningarstarf- semi verði haldið áfram í vaxandi mæli fram til 1971. Flest stjórnar- ráðuneytin, póststjórnin og veru- legur hluti verzlunar og iðnaðar munu skipta um mynt á D-degi (Decimal-Day). Þá munu allir skipta um mynt og verða þeir lok- aðir fyrir almenn viðskipti fimmtu- daginn þar á undan. Breyting í áföngum. Hinn 23. apríl sl. voru gefnir út 30 millj, peningar og verða þeir notaðir sem eins og tveggja shill- inga peningar fram til 1971. Þess- ar myntir eru eins að þyngd og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.