Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 40
36 FRJÁL5 VERZLUN PUNDID TEKUR UPP TUGAKERFIÐ Fyrir 15. febrúar 1971 mun brezka myntkerfinu, sem er margra alda gamalt, verða breytt og annað einfaldara, sem byggist á tugakerfinu, tekið upp í staðinn. Margar ástæður liggja til grund- vallar þessari breytingu. Um 95% af íbúum heims nota peninga, sem byggjast á tugakerfinu, og frá 1945 hefur fjöldi þeirra landa, sem tekið hafa upp tugakerfið, vaxið ört. Utanríkisverzlun Bret- lands hefur vaxið mjög mikið og tilvera tveggja umfangsmikiUa verzlunarbandalaga — EFTA og EBE — hefur gert myntbreytingu að knýjandi nauðsyn. Til viðbót- ar þessu hafa möguleikar á meiri ferðalögum aukizt um allan henn og unnt er að spara fé í verzlun og iðnaði, þar sem aðeins eitt kerfi er notað. Þá mun enn frem- ur mikill tími sparast í skólum við reikningskennslu. Þessi vandamál og mörg önnur voru rædd gaumgæfilega í hálft annað ár af nefnd, sem komið var á fót af brezku stjórninni, og var Halsbury lávarður formaður nefndarinnar. Fulltrúar meira en 100 stórfyrirtækja auk margra að- ila og alls almennings, sátu ráð- stefnur, sem haldnar voru í þessu tilefni, lögðu fram skýrslur og tjáðu álit sitt. Gaumgæfileg athug- un á um 25 tegundum myntkerfa, sem byggð voru á tugakerfinu, leiddi til þess, að bornar voru fram tillögur um kerfi, sem byggð- ist á eftirfarandi mynteiningum: Sterlingspund — penny — \k penny. Þetta kerfi varð fyrir val- inu vegna þess, að það samræmdist flestum þeirra atriða, sem æskileg- ust eru í sambandi við mynt, sem byggist á tugakerfinu — það var einfalt, gæti dugað lengi, myndi ekki hafa áhrif á gengi sterlings- pundsins á alþjóðavettvangi og hefði ekki í för með sér óþarfar verðhækkanir. Sem eðlilegt var, þá hafði hugsanlegur kostnaður við breytinguna og tíminn, sem hún tæki, áhrif á niðurstöður nefndarinnar. Árið 1966 tók ríkis- stjórnin svo endanlega ákvörðun: hinn 15 febrúar 1971 á að verða búið að taka upp nýja mynt í Bretlandi. Samanburður á myntkerfunum tveimur sýnir, að nýja kerfið muni verða einfaldara, þegar breyting- artímabilinu einu sinni er lokið. I stað eftirfarandi mynteininga — l/2d (d merkir penny), ld, 3d, 6d, l/0d (shillingur), 2/0d, 2/6d, 5/0d og 10/0d seðilsins koma l/2p, lp, 2p, 5p, lOp og 50p myntir. Taka ber eftir, að tekinn verður upp bókstafurinn “p” fyrir hið nýja penny í stað “d” áður. 50p peningurinn kemur í stað tíu shill- inga seðilsins, sem mikið fé hefur farið í að búa til, sökum þess að hann er fljótur að skemmast í um- ferð manna á milli. Hins vegar verða £1, £5 og £10 seðlarnir áfram við lýði og nýr £ 20 seðill verður tekinn í notkun. Reynsla, sem fengizt hafði í Ástralíu, gaf til kynna, að breyt- ingin hefði gerzt á auðveldan hátt og á styttri tíma þar, sökum þess að langur tími fyrir breytinguna var notaður í kynningar- og áróð- ursskyni, svo að brezka stjórmn ákvað að verja skyldi 5 árum til undirbúnings og framkvæmdar breytingarinnar. Stj órnarnefndin, sem á að sjá um breytinguna á enska peningakerfinu (The Deci- mal Currency Board), annast þvi kynningarstarfsemina og gaf út i marz sl. fyrsta bæklinginn af mörgum, sem eftir eiga að koma út um breytinguna. Þá er smám saman verið að taka þessa fyrir- huguðu breytingu til meðferðar í skólum, enda þótt það virðist enn vera háð geðþótta viðkomandi kennara. Myndir af nýju myntein- ingunum að undanskilinni 50p myntinni hafa birzt í blöðum auk margra auglýsinga. Gert er ráð fyrir, að þessari kynningarstarf- semi verði haldið áfram í vaxandi mæli fram til 1971. Flest stjórnar- ráðuneytin, póststjórnin og veru- legur hluti verzlunar og iðnaðar munu skipta um mynt á D-degi (Decimal-Day). Þá munu allir skipta um mynt og verða þeir lok- aðir fyrir almenn viðskipti fimmtu- daginn þar á undan. Breyting í áföngum. Hinn 23. apríl sl. voru gefnir út 30 millj, peningar og verða þeir notaðir sem eins og tveggja shill- inga peningar fram til 1971. Þess- ar myntir eru eins að þyngd og

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.