Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 32
2B FRJALS VERZLUN Starfsemi Landhelgisgæzlunnar verður stöðugt fjölþættari Rœtt við Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgœzlunnar. LANDHELGISGÆZLA okkar er í stöðugum vexti og starfsemi hennar verður æ umsvifameiri. Fiskiskipastóll íslendinga hefur vaxið ört á sl. árum, þannig að þörf er á fullkomnum björgunar- og aðstoðarskipum. Bjarganir skipa og aðstoð við þau koma að langmestu leyti í hlut Landhelgis- gæzlunnar, og hefur hún því orð- ið að fylgjast vel með nýjungum á þessu sviði vegna hinna öru framfara í flotanum. Kannski kann mörgum að þykja undarlegt að Frjáls verzlun skuli kynna þetta ríkisfyrirtæki, þar sem margur mundi ætla að hagsmunir sjálfstæðra björgunarfélaga og Landhelgisgæzlunnar rækjust oft á, þegar um björgun eða veitta aðstoð er að ræða. En eftir að hafa rætt við Pétur Sigurðsson, for- stjóra Landheigisgæzlunnar, kom- umst við að raun um annað. — Við skulum gera okkur grein fyrir því, segir Pétur, að í daglegu lífi kemur það oft fyrir, að bæöi einstaklingar og einhver ríkis- stofnun getur veitt sömu þjónustu. Er það þá oft álitamál, hvenær eða hvort stór ríkisstofnun, svo sem Landhelgisgæzlan, á að fram- kvæma ákveðið verk, ef ein- staklingar geta gert þetta sama verk fyrir hóflegt verð. Það er áreiðanlega ekki ætlun löggjaf- arinnar, að skip eða önnur tæki Landhelgisgæzlunnar keppi við einstaklinginn á frjálsum mark- aði, og þess vegna hefur það verið stefna okkar að láta alltaf öðrum í té vinnu varðandi t. d. aðstoð við eða björgun skips, séu þeir megn- ugir að framkvæma hana. Við spyrjum Pétur um skipakost og annan tækjaútbúnað Landhelg- isgæzlunnar: — Landhelgisgæzlan á nú 3 stór skip og tvö lítil. Ægi gamla, sem var 39 ára, höfum við selt til niðurrifs fyrir nokkru, og minnsta skipinu, Maríu Júlíu, hef- ur verið lagt, þar sem verkefni fyrir það hafa ekki verið næg mið- að við tilkostnað að hafa það í gangi. Þróunin í varðskipsmálum hef- ur verið í þá átt að hafa þau stærri en færri, og kemur þetta til af þrennu: í fyrsta lagi hefur gæzlan færzt lengra út á hafið, í öðru lagi hafa fiskibátar stækkað svo, að minni varðskipin geta ekki fylgt þeim eftir, né hafa vélarafl til að draga þá, komi til þess. Og í þriðja lagi hefur þróunin orðið sú, að siglingar og sjósókn er allt árið í kring og sótt á fjarlæga SIMCA1301/1501 Vandaðir • • CHRYSLER-LIUBOÐIÐ VOkLLL hf. Hringbraut 121 — Sími 10 600 Glerárgötu 26 — Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.