Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN 13 ■ \mPÁ áh Neón auglýsingar í Kaupmannahöfn. VERZLUNARHÆTTIR í DANMÖRKU Fréttamaður Frjálsrar verzlunar var staddur fyrir skömmu í Árósum. Skrifar hann eftirfarandi grein um verzlunarhœtti og auglýsin gaaðferðir. íslendingar hafa ekki alltaf ver- ið hrifnir af verzlunarháttum frænda okkar Dana, enda ekki haft ásæðu til. En það hefur margt breytzt, síðan þeir ráku hér ein- okunarverzlun á árunum, og það er reglulega gaman að kynna sér hætti þeirra nú. Eins og hér á Is- landi hafa flestir danskir smásölu- kaupmenn sína föstu viðskipta- vini, og þeir leggja sig mikið fram við að gera þá ánægða og laða til sín fleiri, því að samkeppn- in er hörð. Það þykir til dæmis sjálfsagð- ur hlutur að aka vörum heim til viðskiptavinanna án nokkurrar aukaþóknunar. Kaupmennirnir og starfsfólk þeirra leggja mikia á- herzlu á að vingast við kaupend- urna, en samt er alltaf gætt fyllssu kurteisi og engum myndi detta í hug að þúa kaupandann, ef hann er yfir fermingaraldri. Það kemur satt að segja dálítið broslega fyrir sjónir, fyrst að sjá kannski kaupmann um fertugt þéra strákhnokka, sem ekki er meira en 15—16 ára gamall. En þetta er föst og ófrávíkjanleg regla. Og svo er það afgreiðslu- fólkið. Ef þú kemur t. d. inn í skóverzl- un og byrjar að líta í kring um þig, líður ekki á löngu þar til ung stúlka kemur til þín. Hún er snyrtilega klædd, hvorki með tyggigúmmí eða rúllur í hárinu. Hún bíður þar til þú lítur á hana, þá hneigir hún sig kurteislega og spyr EKKI „Kvatlara fá?“ Hún segir með sínu blíðasta brosi: „Get ég eitthvað hjálpað yður, herra?“ Þú segir henni hvers kon- ar skó þú vilt og hún finnur þá fyrir þig. Ef þú ert ánægður, pakk- ar hún þeim inn, fylgir þér svo til dyra, opnar þær og hneigir sig, þegar þú gengur framhjá og út í sólskinið, sem virðist mikiu bjartara, en þegar þú fórst inn í verzlunina. Það er engin undir- gefni í framkomu hennar, hún er ekki að reyna að „sleikja sig upp“, eins og það er svo smekklega kall- að hér á íslandi. Henni er það bara eðlilegt að vera kurteis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.