Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERZLUN INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F.V. hefur fengið Torben Friðriksson forstjóra til þess að rita eftirfarandi grein, en Innkaupastofnunin annast innkaup hjá innlendum framleiðendum, heildsölufyrirtœkjum og umboðsmönnum, ásamt margvíslegum útboðum. Með samþykkt í bæjarstjórn h. 16. júní 1959, voru núverandi starfsreglur fyrir Innkaupastofn- un Reykjavíkurborgar settar, og tók stofnunin síðan til starfa hinn 1. desember sama ár. Reyndar hafði áður fyrr verið starfrækt Innkaupastofnun hjá Reykjavíkur- borg, en með ofangreindri sam- þykkt var starfssvið hennar stækkað og ýmsar bretingar gerð- ar, þannig að stofndagur hennar í núverandi mynd telst vera hinn 1. desember 1959. í samþykktinni segir meðal annars um verkefni stofnunar- innar, að þau séu „innkaup eða samningar um kaup á vörum og þjónustu fyrir borgarsjóð Reykja- víkur og stofnanir hans, eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveð- ur á hverjum tíma“, og einnig „innkaup eða samningar um kaup á vörum og þjónustu innanlands svo og öll innkaup á vörum erlend- is frá. Borgarstjórn setur almenn- ar reglur um hvers konar útboð." Verksvið Innkaupastofnunarinnar er því þannig í aðalatriðum tví- þætt. Annars vegar annast hún innkaup á vörum hjá innlendum framleiðendum, hjá heildsölufyrir- tækjum hér í borg og hjá umboðs- mönnum erlendra fyrirtækja, þannig að Innkaupastofnunin sér um beinan innflutning vara, er keyptar eru hjá erlendum fyrir- tækjum fyrir milligöngu íslenzkra kaupsýslumanna. Hins vegar ann- ast hún hvers konar útboð fyrir hönd hinna einstöku borgarstofn- ana, þ. e. útboð eru auglýst í dag- blöðum borgarinnar, útboðsgögn afhent á skrifstofu stofnunarinnar og síðan eru tilboðin opnuð á áð- ur auglýstum opnunartíma að bjóðendum viðstöddum yfirleitt, og loks eru tilboðin metin og geng- ið frá vörukaupunum, ef um slíkt er að ræða, eða verksamningar gerðir um hvers konar verklegar framkvæmdir eða ýmis konar smíðar á vegum borgarfélagsins. Af verklegum framkvæmdum má nefna byggingu skólahúsa, gatna- gerð, vatns- og holræsalagnir og hitaveitulagnir. Flest stór vöru- kaup svo og útboð og ákvörðun um samningsgerðir vegna verk- legra framkvæmda er afgreitt á stjórnarfundum hjá Innkaupa- stofnuninni. Stjórnarmenn henn- ar eru kosnir af borgarstjórn, cn borgarritari er formaður stjórnar- innar. Vörukaup. Vörukaup Innkaupastofnunar- innar hafa stöðugt farið vaxandi frá stofnun hennar. Arið 1960 var vöruvelta stofnunarinnar 29 millj. kr„ en árið 1967 nam vöruveltan 163 millj. kr. Af þessari upphæð annaðist Innkaupastofnunin sjaif innflutning vara að upphæð 119,4 millj. kr„ er þó nær undantekn- ingarlaust voru pantaðar hjá ís- lenzkum umboðsmönnum erlendra fyrirtækja. Vörur fyrir 43,6 millj. kr. voru hins vegar keyptar á inn- lendum markaði, þ. e. a. s. hjá ís- lenzkum heildsölufyrirtækjum eða íslenzkum framleiðendum. Innkaupastofnunin er starfrækt sem þjónustufyrirtæki allra borg- arstofnana og sér hún því um svo til alian innflutning á vegum borg- arinnar. Aðal viðskiptamenn henn- ar innan borgarkerfisins eru Raf- magnsveita Reykjavíkur, Hita- veita Reykjavíkur, Strætisvagnar Reykj avíkur, Borgarsj úkrahúsið, Malbikunarstöð og Vélamiðstöð borgarinnar. Af vöruveltu Inn- kaupastofnunarinnar árið 1967, sem eins og áður er getið nam 163 millj. kr„ voru 39 millj. kr. á vegum Rafmagnnsveitunnar, 23 millj. kr. á vegum Hitaveitunnar, 23 millj. kr. á vegum Strætis- vagna Reykjavíkur, og 14 millj. kr. á vegum Borgarsjúkrahússins. Þessar upphæðir og skipting þessi er að sjálfsögðu breytileg frá ári til árs og sem dæmi má nefna, að árið 1966 vur stærsti viðskiptavin- ur Innkaupastofnunarinnar Borg- arsjúkrahúsið í Fossvogi, en vöru- salan til sjúkrahússins nam það ár tæpum 38 millj. kr. Að sjálfsögðu er ógerlegt að geta hér um allar vörutegundir, sem fluttar eru inn til landsins á vegum Reykjavíkurborgar, en sem dæmi má nefna að árið 1967 voru fluttir inn jarðstrengir og raf- magnsvír á vegum Rafmagns- veitu Reykjavíkur fyrir 21,3 miilj. kr„ strætisvagnagrindur á vegum SVR fyrir 19 millj. kr. og ýmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.