Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 34

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 34
3D FRJÁLS VERZLUN FRÍHOFNIN Á KEFLAVÍKUR FLUGVELLI Fríhöfnin hefur nú veriS starfrœkt í tœp tíu ár og hefur gjaldeyrishagnaSur hennar vaxið ört. STIKLAÐ A STÓRU. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli tók til starfa 15. október 1958. í fyrstu verzlaði hún aðeins með áfengi og tóbak og var þá starf- rækt sem deild innan Áfengis- verzlunar ríkisins. Til að byrja með var Fríhöfnin til húsa í hótelbyggingunni á Keflavíkurflugvelli og fékk hún til afnota húsnæði, þar sem áður höfðu verið skrifstofur erlendra flugfélaga. Fjórir menn störfuðu við Fríhöfnina fyrstu þrjá mánuð- ina, en um áramótin var fimmta starfsmanninum bætt við. Þegar Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli var opnuð, var þotuöldin að hefjast. Þá voru flugvellirnir í London og París ekki lengri en svo, að þotur á leið yfir Atlants- hafið gátu ekki hafið sig þaðan á loft með nægilegt eldsneyti fyrir alla leiðina. Urðu þær því að millilenda á Keflavíkurflugvelli til að taka viðbótareldsneyti, og voru þotufarþegar meginið af við- skiptavinum Fríhafnarinnar fyrstu árin. Eftirspurnin eftir öðrum vörum en áfengi og tóbaki, svo sem ilm- vötnum og myndavélum, varð strax mjög mikil og var þá farið að íhuga stækkun á Fríhöfninni með verzlun á þessum og fleiri vörum í huga. Lögin gerðu ráð fyrir, að Áfengisverzlun ríkisins starfrækti Fríhöfnina, en auðvitað var það utan hennar verksviðs að verzla með aðrar vörur en áfengi og tóbak. Var þá komið á fót sjálfstæðri stofnun, sem annast skyldi rekstur verzlunar með tó- bak og aðrar vörur og tók hún til starfa 1. september 1959. Áfengisverzlun ríkisins rak svo áfram áfengisdeildina innan Frí- hafnarinnar, en sá háttur hélzt í tæpt ár. 11. júní 1960 voru gefin út lög um tollvörugeymslur og fleira. Þar í er sérstakur kafli um toll- frjálsar verzlanir og gerði hann Fríhöfninni kleyft að taka einnig að sér rekstur áfengisdeildarinn- ar. 1. október 1960 tók Fríhöfnin við rekstri áfengisdeildarinnar úr höndum Áfengisverzlunar ríkis- ins, og var Fríhöfnin þar með orð- in sjálfstæð stofnun með öllu og heyrir hún undir ráðherra þann, sem með utanríkismál fer. Árið 1963 var algjört botnár, hvað rekstur Fríhafnarinnar snert- ir. Þá höfðu flugvellirnir í London og París verið lengdir og þotufar- þegarnir þar með úr sögunni sem viðskiptavinir Fríhafnarinnar. Það ár var Loftleiðir h.f. heldur ekki komið með starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar. Árið 1964 voru gerðar miklar breytingar á hótelhúsnæðinu á Keflavíkurflugvelli og fékk Frí- höfnin þá stærra og betra hús- næði, en við það batnaði öll henn- ar aðstaða verulega. Hefur stöðug aukning átt sér stað í rekstri Frí- hafnarinnar síðan. í október 1965 var bandarísku tollalögunum breytt á þá lund, að bandarískir borgarar, sem áður máttu taka með sér fimm flöskur tollfrjálsar inn í landið, fengu nú aðeins að taka með sér einn pott. Aftur á móti fengu ferðamenn, sem áður máttu hafa með sér eina flösku, að taka með sér sex flösk- ur tollfrjálsar. Ferðamenn voru

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.