Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 44

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 44
FRJALS VERZLUN 40 HÖFUDSTADUR NORDURLANDS FERDAMIDSTÖDIN AKUREYRI Akureyri — Mývatn, Mývatn — Akureyri. Um þessa staði snýst áhugi ferðamannsins á Norður- landi fyrst og fremst. Það er enda ekki að ófyrirsynju, eins margt og unnt er að fá að sjá á þessum stöðum og í næsta nágrenni þeirra. Engir aðrir staðir á landinu, ut- an Suð-Vesturlands og Suður- lands, eru jafn fjölsóttir af ferðo- mönnum. Það lætur því að líkum, að Akureyri er sannkallaður ferðamannabær. Þar er miðstöðin, stofninn. Og þaðan liggja leiðir til Mývatns og annarra áhuga- verðra staða á Mið-Norðurlandi og Norð-Austurlandi. Bærinn Akureyri. Fyrir tæpum 6 árum átti Akur- eyri 100 ára kaupstaðarafmæli og á síðasta ári komst íbúatala bæjar- ins yfir 10.000 manns. Þetta er rótgróinn bær, sem á alla fræði- lega möguleika á að takast á herð- ar stórt hlutverk í framtíðarupp- byggingu íslenzka þjóðfélagsins. Iðnaður (þar með fiskiðnaður), verzlun og þjónusta eru þær at- vinnugreinar, sem rísa undir bæj- arlífinu, ásamt allverulegri útgerð, og menningarlíf er blómlegt. Stærsta aflið í atvinnulífi Akur- eyrar er samvinnusamtökin, sem hvergi eru hlutfailslega jafn geysiöflug og þar. Einkarekstur er einnig allöflugur og fer vaxandi. Rikisrekstur er hins vegar hverf- andi. Menningarlífið rís út frá mörgum myndarlegum mennta- stofnunum og starfsemi fjöl- margra menningarsamtaka borg- aranna. Þá styrkir það stórkostlega grunn bæjarins, að hann stendur í miðju landbúnaðarhéraði, sem óvíða á sína jafnoka hér á landi, og að landfræðileg lega og gerð héraðsins bjóða upp á alhliða vaxtarmöguleika. Því renna margar stoðir undir það, að Akureyri taki að sér hlut- verk uppvaxandi borgar og verði í náinni framtíð ás stóraukinnar uppbyggingar í strjálbýlinu til vaxandi jafnvægis í lífsaðstöðu þjóðarinnar og aukinnar nýtingar á gæðum lands og sjávar. Og þetta er nauðsynlegt. Ekki aðeins að efla Akureyri, heldur einnig og fyrst og fremst að efla strjálbýliskjarna. Slíkt mótvægis- afl gagnvart Reykjavík verður að skapa, ekki beinlínis til að draga burstir úr nefi höfuðborgarinnar, þótt svo kunni að verða í ein- hverjum mæli, heldur til að jafna lífsaðsöðu borgaranna í landinu. Á því byggist nýting gæða lands- ins og sjávarins og alhliða fram- farir, að lífvænleg svæði á öllu landinu haldist í byggð og eflist að alhliða aðstöðu. Sem stendur hefur ekki þótt tímabært af opinberri hálfu að við-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.