Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 4

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 4
4 FRJÁLS VERZLUN FRviALB VIERZLUISI 7. TBL. 196B MÁNAÐARLEGT TIMARIT UM VIÐSKIPTA- □□ EFNAHAGSMAL- STDFNAÐ 1939. GEFIO ÚT í SAMVINNU VIÐ SAMTÖK VERZLUNAR- □□ ATHAFNAMANNA. ÚTGÁFU ANNAST: VERZLUNARLJTGÁFAN H.F. FRAMKVÆMDASTJDRI: jdhann BRIEM. AUGLYSINGASTJÓRI: MAGNÚS B. JDNASSDN SKRIFSTDFA ÓÐINSGÖTU -4. SÍMAR: B23GG AFG REIÐSLA B23B1 AUGLÝSINGAR B23G2 RITSTJÖRN PÖSTHÓLF 1193 RITSTJDRI: JDHANN BRIEM. RITSTJQ RNARFULLTRÚ I: HALLDDR BLÖNDAL GREINAHÖFUN DAR: SVEINN BENEDIKTSSDN STEFÁN G. BJÖRNSSDN AXEL KAABER BRAGI HLÍÐBERG ARNLJDTU R BJÖRNSSDN RUNDLFU R PDRGEIRSSDN EGILL DANÍELSSDN HANNES P. SIGURÐSSDN PDRSTEINN EGILSDN LJÖSMYNDARI: KRISTINN BENEDIKTSSDN. SETNING □ G PRENTUN: FELAGSPRENTSMIOJAN h.f. MYNDAMÖT: myndamöt h.f. BÖKBAND: félagsðökbandið h.f. VERÐ í ÁSKRIFT KR. 65.- Á MÁN. í LAUSASÖLU K R. B EINT. ÖLL RÉTTINDI ÁSKILIN. bréf frá útgefanda Þetta tölublað Frjálsrar verzlunar fjallar að mestu um tryggingarmálefni, en elzta vátryggjendahlutafélagið, Sjó- vátryggingarfélag Islands, átti fyrir skönunu hálfrar aldar afmæli. Er saga þessa félags rakin af stjórnarformanni þess, Sveini Benediktssyni, Stefáni G. Björnssyni, forstjóra, og nokkrum starfsmönnum Sjóvá. Gefur þessi greinarflokkur mjög góða hugmynd um tryggingarmál, en of lítið hefur verið ritað um þau málefni, þó að þau varði hvern ein- stakling jijóðfélagsins. Hafa einnig verið gerð línurit, sem eiga að gefa lesendum gleggri og myndrænni mynd af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað hjá félaginu. Einnig birtir Frjáls verzlun nokkrar auglýsingar, sem Sjóvá hefur notað á sl. fimmtíu árum. Samtíðarmaður Frjálsrar verzlunar að þessu sinni er Hannibal Valdimarsson, foi'seti A.S.l. Átti blaðamaður Frjálsrar vcrzlunar viðtal við hann, en Hannibal gat þess, að „sumir mundu kalla þetta pólitískt uppgjör". Hvort svo er, skiptir ef til vill ckki meginmáli, heldur að hér er um að ræða einkar fróðlegt og frjálslegt viðtal við einn af reynd- ustu stjórnmálamönnum þessa lands. Annað efni blaðsins er sökum þessara tveggja veigamiklu þátta þess, beldur minna en venjulega, en í næsta blaði mun sú uppbygging, sem áður var, halda sér að fullu. Mun þó heldur verða reynt að hafa greinarflokka enn fleiri. Lesendakönnun Frjálsrar verzlunar tókst vel, og hefur þegar verið lokið við að vinna úr úrlausnum. Dregið var hjá borgardómara um vinninginn, en hann hlaut Vest- mannaeyingur, Ágúst Hreggviðsson. Mun könnunin verða birt í næsta blaði. Vill Frjáls verzlun þakka þeim, sem tóku þátt í lesenda- könnun blaðsins, en slíkar kannanir geta í senn verið mjög fróðlegar og skemmtilegar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.