Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 27
FRJÁL5 VERZLUN
25
til vill farmur skipsins, fyrir svip-
aða eða jafnvel hærri upphæð
heldur en skipið sjálft er tryggt
fyrir.
Á fyrstu árum félagsins voru
allar endurtryggingar Sjódeildar
teknar í Danmörku. Smátt og
smátt varð þó tilhneigingin rík-
ari, að leita á endurtryggingar-
markaðinn í Bretlandi, hjá Lloyd’s
í London. Árið 1927 voru gerðir
endurtryggingarsamningar í Bret-
landi og voru þeir Sjódeildinni til
mikils hagræðis. Fyrir sjódeild
tryggingafélags er áríðandi að
hafa greiðan og góðan aðgang að
fjölbreyttum endurtryggingamark-
aði. vegna þess að sjótryggingar
hafa oft fleiri afbrigði heldur en
flestar aðrar tryggingategundir.
Þeir tryggingaskilmálar, sem
tryggt var eftir á meðan endur-
trygging var yfirleitt í Danmörku,
voru mun þrengri en brezkir skil-
málar, en endurtryggingamarkað-
urinn í London átti einnig miklu
auðveldara með að útvega af-
brigðilegar endurtryggingar. Þetta
varð til þess, að Sjódeildin flutti
töluvert af endurtryggingum sín-
um yfir til Bretlands og hafði því
alla möguleika á öruggari og
fullnægjandi endurtryggingu þeg-
ar stríðið skall á 1939. Þetta varð
einnig til þess, að endurtrygging'a-
möguleikar Sjódeildarinnar rofn-
uðu ekki né röskuðust á nokkurn
hátt, þegar Danmörk var hernum-
in í stríðinu. Starfsemi félagsins
gat haldið áfram án nokkurrar
tafar eða vandræða.
Ýmis önnur viðskipti eru endur-
tryggð í Danmörku, en yfirgnæf-
andi meirihluti af viðskiptum
Sjódeildar er ennþá endurtryggð-
ur á markaðnum í London. End-
urtryggingaviðskipti eru alþjóðleg,
en enn þann dag í dag er endur-
tryggingamarkaðurinn í Bretlandi
einhver sá stærsti og öruggasti,
sem til er i heiminum.
BYGGINGATRYGGINGAR.
Einmitt vegna þeirra möguleika,
sem Sjódeildin skapaði sér til end-
urtryggingar, gat hún tekið að sér
ýmsar aðrar tryggingar, sem ekki
falla beint undir venjulega sjó-
tryggingasamninga. Má t. d. nefna,
að Sjódeildin hefur útvegað endur-
tryggingarmöguleika á ýmsum
öðrum tryggingum, t. d. bygginga-
tryggingum.
Trygging gegn tjóni því. sern
kann að verða á húsi eða ein-
hverju verki, meðan það er i
smíðum, er orðin allalgeng, enda
eru verðmæti, sem í húfi eru, mjög
veruleg. Má til gamans geta þess,
að undir byggingatryggingu get-
ur fallið verk eins og hafnargerð,
vegagerð eða jarðgangagerð ekk-
ert síður en trygging á smíði
stórhýsis eða verksmiðju. í vax-
andi mæli krefst eigandi verksins,
að verktakinn hafi viðeigandi
tryggingu, til þess að öruggt sé að
tjón, sem kann að verða á bygg-
ingunni eða verkinu, verði ekki
að alvarlegum fjárhagslegum
bagga. Sjódeildin hefur útvegað
töluvert af slíkum tryggingum og
hafa allmörg stór verk verið
tryggð hjá deildinni.
Að sjálfsögðu hefur gengið á
ýmsu hjá Sjódeild Sjóvátrygg-
ingarfélagsins þau 50 ár, sem
hún hefur starfað. Tjón hafa oft
orðið mikil og alvarleg, en skyn-
samleg stefna í endurtrygginga-
málum hefur forðað félaginu
sjálfu frá mjög verulegum skakka-
föllum. Kreppuárin 1929/1936
voru mjög erfið, einnig stríðsárin
1939—1945. en árin eftir stríð
hafa flest verið uppgangsár,
þar til nú. Sjóvátryggingarfélag-
ið er ekki eitt um hituna leng-
ur, í stríðslok voru 3-—4 vátrygg-
ingafélög, sem kepptu um við-
skipti landsmanna, nú í dag eru
þau yfir 15. Samkeppnin er afar
hörð og oft erfitt að ákveða hvern-
ig bjóða skuli í tryggingar, hvort
taka eigi að sér áhættu fyrir ið-
gjald, sem jafnvel kannski er fyr-
ir neðan það, sem skynsamlegt er.
Þegar á allt er litið, eru starfs-
menn Sjódeildarinnar þess full-
vissir, að yfirstíga má alla erfið-
leika og þeir líta björtum augum
á framtíð félagsins í heild. Þeir
hafa þá löngun og þann vilja, sem
með þarf til þess að bera hróður
félagsins áfram um ókomna fram-
tíð.