Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 13
FRJALS VERZLUN 11 eru upp í kommúnisma frá blautu barnsbeini, reiðast við slíku heiti og fela það. — Nei, það er kominn tími til, að kommúnistar standi einir. En þeir halda áfram að toga og toga í einhvern, sem unnt er að hafa fyrir framan sig. Og nú er það meðal annars Gils Guðmunds- son. Þeir munu segja með mikilli vandlætingu: Ekki er hann Gils kommúnisti — og nú stendur ekki eggjárn á milli Guðmundanna og Gils (hér á Hannibal við Guð- mund Hjartarson og Guðmund Vigfússon). — Nei, nú skal verða uppgjör — segir Hannibal. Fjöldi sann- færðra kommúnista á íslandi í dag er að minni hyggju einhvers staðar á milli 2000 og 2500. Mikil togstreyta á sér nú stað vegna flokksstofnunarinnar. Einar Ol- geirsson mun sjálfsagt ætla að gera draumaprins sinn, Ragnar Arnalds, að formanni flokksins, og svo er Lúðvílc Jósefsson og co. — Þið spyrjið, hvað sé fram- undan? — Ég er nú sjálfur orðinn hálfsjötugur og ég er ráðinn í að gefa ekki kost á mér aftur sem forseti ASÍ. Nú er yngri mannanna að taka við. En á pólitíska sviðinu höfum við um þrennt að velja. I fyrsta lagi að hætta, í öðru lagi að reyna á fylgi okkar og bjóða fram í öllum kjördæmum, og þa skal slagur standa, eða í þriðja lagi leita málefnalegrar samstöðu við þær þjóðmálaheildir, sem nú starfa í landinu. í viðtalinu við Hannibal Valdi- marsson snerist flest um stjórn- málin, svo sem eðlilegt var. En þar með er ekki öll sagan sögð. Árið 1956 tók hann á leigu af rik- inu jörðina Selárdal í Ketildala- hreppi og þar býr hann nú ásamt konu sinni Sólveigu Óiafsdóttur, er hann kvæntist árið 1934 á ísa- firði. Gestkvæmt er hjá þeim hjónum, en húsbóndinn er vegna starfa síns alltaf með annan fót- inn í Reykjavík. Hannibal segir um störf sín í Selárdal: -— Mig óaði við því að sjá hverja sveitina fara í eyði á fætur ann- ari. Eg hef nú að mestu verið að endurbyggja bæjarhúsin, leggja vatnsleiðslu, skolpleiðslu, gera rotþró og koma upp rafstöð. Ann- að árið byrjaði ég á að þurrka ræktanlegt land og lét grafa um 70 þúsund teningsmetra. Ræktun þessi er um 20 hektarar, og síðan ætla ég að færa út ræktunina. Ég á nú, svo notaður séu talnakvarði Jóhannesar Nordals og Jónasar Haralz — hagkvæmustu tölur — á fjórða hundrað fjár á fjalli, en það er að sjálfsögðu ekki nema um 200 á fóðrum. Ég sá í hendi mér, að sveitin öll myndi eyðast, ef Selárdalur legðist í eyði. Það gat ég ekki sætt mig við, því að þar eru góð rækt- unarskilyrði og aðstaða til búskap- ar góð með því að gjörbreyta jarðaskiptingunni gömlu. Áður var Arnarfjörður fullur af fiski og bændurnir stunduðu sjóinn, en konur og börn búskap. Vegir voru ekki komnir norður þangað, fyrr en ungafólkið var farið. Áður voru 9 býli í Selárdal. í dag geta verið þar þrjú stórbýli. Og hið sama er að segja um um nágranna- dalina. f Bakkadal og Hvestudai er unnt að gera hið sama — grisja byggðina. Þannig hefur gamla jarðaskiptingin úrelzt, og það fyrsta, sem gera þarf, er að skipta landinu upp á nýtt og stofna til stórra býla, sem rísa undir nú- Hannibal meðan hann var kenn- ari á Akranesi, 1929. tíma heimilishaldi, sagði Hannibal Valdimarsson að lokum. RSimHHÍM HYERFISGÖTU 103 IERA HOLLENZK GÆÐAVARA jbýður NÚTÍMA T/EKNI fyrir NÚTÍMA FÓLK SJÓNVÖRP 1 ÚTVÖRP Nauðsyrileg tækí á hverju heimili nmi — SÉGULBÖND PLÖTUSPILARAR KÆUSKÁPAR Z)/ux£íaA4Ac/a/L A/ RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆT| 23 S|M| 18395
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.