Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 51
FRJAL5 VERZLUN ■49 ekki uppfyllt þau fegrunarloforð, sem hún borgaði fyrir, en með kænlegri notkun á varalit, púð:i, augnskuggum, augnháralit og öðru slíku, öðlast hún sjálfstraust og öryggiskennd, þegar hún litur í spegil. Húðsérfræðingar hafa því í sjálfu sér ekkert á móti því, að konur noti þessi lyf, en þeim finnst óeðlilegt, að þær séu látnar greiða offjár fyrir alls konar vör- ur úr ódýru hráefni. Nýlega var gerð í Bandaríkjun- um könnun á efnainnihaldi ým- issa fegrunarlyfja og sannaði hún, að lítið samband var á milli gæða fegrunarlyfjanna og söluverðs þeirra. Athugun þessi var gerð á þekktri efnarannsóknarstofu í New York, en fegrunarlyfin voru keypt bæði á dýrum snyrtistofum og í ódýrum verzlunum. Fjórar alþekktar tegundir af hreinsunarkremi reyndust ná- kvæmlega eins að efnasamsetn- ingu, en sú dýrasta var fjórum sinnum dýrari en hin ódýrasta þeirra. Þær hefðu allar getað ver- ið lir sömu efnablöndunni, ef ilm- urinn hefði ekki verið mismun- andi. Hugsanlegt er jafnvel, að svo hafi verið, því að framleiðendur paraffíns og oliuefna framleiða krem, sem selt er í stórum skömmtum í ýmsar áttir, en það er síðan ilmbætt og sett í umbúðir með mismunandi vörumerkjum. Raunverulega skiptir þetta ekki máli, því að helztu áhrif slíkra kremtegunda eru ekki önnur en þau, að þær mýkja óhreinindin og iosa um þau í húðinni, svo að auðvelt er að þurrka þau af. Andlitsvötnin, sem reynd voru, virtust vera mjög svipuð öll og nærri eingöngu samsett af hreinu vatni og vínanda. Áhrif þeirra á hörundið voru hressandi, en að- eins mjög stuttan tíma. Húðsér- fræðingar segja, að sömu hress- andi áhrifin megi fá með því að skvetta framan í sig köldu vatni. í öllum fiórum tegundunum, sem rannsakaðar voru, reyndist vera um 23% vínandi og efnaumsetn- ingin því hin sama, en litur og ilmur mismunandi. Ekkert kom í Ijós við efnagreininguna, sem réttlætti verðmismunin á þessum tegundum, en hin dýrasta var nærri fimm sinnum dýrari en hin ódýrasta. Flest fegrunarlyf eru búin til eftir meira og minna algengum uppskriftum, sem allir framleið- endur þekkja. Margar stórar verk- smiðjur á þessu sviði hafa ekki einu sinni efnafræðinga í þjónustu sinni og ótrúlega margir „fram- leiðendur" framleiða ekki einu sinni vörur sínar sjálfir, held- ur fá þær tilbúnar frá efna- verksmiðjum. Bandaríski blaða- maðurinn, sem minnzt var á í upphafi þessarar greinar, komst að því, að ein slík verk- smiðja framleiddi ódýrt krem með sérstöku vörumerki handa stóru vöruhúsi, en setti jafnframt sams konar krem í skrautlegar umbúðir fyrir mjög þekkta snyrtistofu, sem seldi það tíu sinnum dýrara en vöruhúsið. En þrátt fyrir allt, hafa fegurð- arlyfin einn eiginleika, sem ekki er hægt að sannreyna með neinni efnagreiningu. Það má kalla hann von eða trú. Það eykur á vellíðan og útlit konu, ef henni finnst hún sjálf falleg, eða þá hún er ánægð með útlit sitt. Ef til vill geta skrautlegar umbúðir og hátt verð stuðlað að þvi að efla þessa til- finningu. en skynsöm kona ætii ekki að kaupa vonina of háu verð:. Hún á að gera sér ljóst, að hin fögru fyrirheit auglýsendanna eru ótryggur verðlagsgrundvöllur. Hún á að vita, að beztu vörurnar eru sjaldan í íburðarmiklum og skrautlegum umbúðum og að með skynsamlegu vali mun henni ef til vill takast að bæta um handar- verk náttúrunnar án mikils til- kostnaðar. BYSSUR SKOTFÆRI Erum einkaumboðsmenn fyrir hinar heimskunnu veiðibyssur og skotfæri frá BRNO, Tékkóslóvakíu. Uridpn C.BUaAonF HVERFISGÖTU 6 - SÍMI 20000 - PÓSTHÓLF 905
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.