Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 21
FRJÁLS. VERZLUN 19 fullgildur lífeyrissjóður og viður- kenndur af fjármálaráðuneytinu sem slíkur. Úr honum er nú greiddur lífeyrir til þriggja aðila. Höfuðstóll hans verður um næstu áramót yfir 12,5 milljónir króna. Félagar í lífeyrissjóðnum eru nú 66. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um hinn mikla og vaxandi rekstur félagsins þykir rétt að nefna nokkrar tölur úr reikning- um þess, en raunverulega þyrfti fyrst að umreikna tölur hvers árs í verðgildi íslenzku krónunnar í dag, til þess að tölur þessar gæfu rétta mynd af rekstrinum. Nema þessi iðgjöld því samtals um 1.376 milljónum króna og ef iðgjaldatekjur þessa 50. starfsárs eru áætlaðar svipaðar og sl. árs, má bæta við um 168 milljónum. svo að 50 ára iðgjaldatekjur verða því ekki undir 1.540 milljónum króna. Iðgjöld sl. 10 ár hafa num- ið um 1.050 milljónum króna. Á verðbólgan að sjálfsögðu stærstan þátt í svo áberandi vexti. í tjónbætur hafa verið útborg- aðar til síðustu áramóta um 923 milljónir króna og greitt vegna dánarbóta og útborgaðra líftrygg- inga í lifenda lífi o. þ. h. um 37 milljónir. Launagreiðslur hafa frá upp- hafi numið um 112 milljónum króna og opinber gjöld um 20 milljónum. Iðgjalda- og tjónavarasjóðir fc- lagsins, svo og vara- og viðlaga- sjóður, nema nú um 115 milljón- um og iðgjaldasjóður Líftrygg- ingardeildar um 56 milljónum króna. Eins og að líkum lætur, eru hinir miklu sjóðir ávaxtaðir á ýmsan hátt, aðallega þó í fast- eignalánum, ríkistryggðum skulda- bréfum og í fasteignum til eigin afnota. í árslok 1967 nam samanlögð skuldabréfaeign félagsins og eign í fasteignum um 105 milljónum króna. Línurit þau sem birt eru með grein þessari, gefa enn fyllri og skýrari mynd af vexti félagsins en hægt er að skýra með örfáum tölum og vísast því til þeirra. Þjónusta. Á árinu 1966 fóru félaginu að berast tilmæli frá þýzkum vá- tryggingafélagasamsteypum, svo sem Verein Hamburger Assecura- deure og Verein Bremer Assecura- deure o. fl., að félagið tæki að sér tjónaumboð fyrir þá aðila frá áramótum 1966/1967 og að þeir mættu gefa framkvæmdastjóra félagsins umboð til þess að koma fram fyrir þeirra hönd og að tjónaskoðunarmaður félagsins annaðist tjónaskoðanirnar. Þótti sjálfsagt að taka þessu boði og annaðist félagið slíka starfsemi fyrir nefndar samsteyp- ur og fleiri þýzk félög árið 1967. Samanlögð iðgjöld Sjódeildar, þar með taldar jarð- skjálfta-. ferða- og slysatryggingar og ýmsar sértrygg- ingar, hafa í þau 49 ár, sem reikningar ná yfir, numið rúmlega .... ........................ 660 millj. kr. þar af um 500 milljónum s.l. 10 ár. Iðgjöld Brunadeildar hafa frá stofnun hennar, þ. e. í 42 ár, numið um ......... ...................... 175 millj. kr. þar af um 117 milljónum s.l. 10 ár. Iðgjöld Bifreiðadeildar hafa frá stofnun hennar, þ. e. í 31 ár, numið samtals um ........................ 327 millj. kr. þar af um 262 milljónum s.l. 10 ár. Iðgjöld fyrir ábyrgðartryggingar hafa frá því sú trygg- ingagrein var tekin upp árið 1953 numið um .... 94 millj. kr. þar af um 90 milljónum s.l. 10 ár. Iðgjöld fyrir endurtryggingar, sem s.l. 10 ár hafa verið bókfærðar sér, hafa numið um............... 40 millj. kr. Iðgjaldatekjur Líftryggingardeildar hafa frá stofnun hennar, þ. e. í 33 ár, numið um ............ 80 millj. kr. þar af s.l. 10 ár um 40 milljónum. Núverandi stjórn er skipuð Sveini Benediktssyni, framkvæmdastjóra, Ágústi Fjeldsted, hæstaréttarlögmanni, Ingvari Vilhjálmssyni, útgerð- armanni, Birni Ilallgrímssyni, stórkaupmanni og Teiti Finnbogasyni, framkvæmdastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.