Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 42
4- □
FRJALS VEHZLUN
skemmri tíma, allt eftir þörfum
hvers einstaks tryggingartaka.
Á síðari árum hefir það mjög
færzt í vöxt, að atvinnurekendur
kaupi slysatryggingu fyrir á-
kveðna starfsmenn sína, sem sinna
ábyrgðarmiklum störfum innan
fyrirtækjanna, eða störfum sem
krefjast mikilla ferðalaga. Oft eru
slíkar tryggingar bundnar við
vinnutímann eingöngu, eða inni-
fela einnig ferð milli vinnustaðar
og heimilis. Með slíkri tryggingu
nýtur hinn tryggði ekki trygging-
arverndar í frítíma sínum, en get-
ur sjálfur bætt þar um með þvi
að kaupa sérstaka frítímatrygg-
ingu, sem er mjög ódýr, svo fremi
hann stundi ekki einhverja tóm-
stundaiðju, sem telja verður mjög
áhættusama, svo sem flug, köfun,
bjargsig, eða keppni í áhættusöm-
um íþróttagreinum, svo nokkuð sé
nefnt.
Nokkur stéttarfélög hafa í frjáls-
um samningum við viðsemjendur
sína komið fram kröfu um slysa-
tryggingu fyrir félaga sína, og
má þar nefna verkfræðinga, flug-
menn. verkstjóra, fiskimenn og
farmenn einnig sölumenn í verzl-
unarstétt og iðnverkafólk
Mjög er mismunandi hvernig
tryggingarvernd þessara starfs-
hópa þjóðfélagsins er háttað, enda
hlýtur ætíð svo að verða. Hóparn-
ir leggja mismunandi áherzlu á þá
þætti. sem slysatryggingin býður,
og i frjálsum samningum verður
einnig að hafa í huga, að ekki ná
allar kröfur fram að ganga.
Sá misskilningur virðist mjög
ríkjandi, að slysatryggingaþáttur
almannatrygginganna sé nægileg
tryggingarvernd fyrir einstakling-
inn, en því fer víðs fjarri. Slysa-
bætur þaðan eru ætíð mjög tak-
markaðar og auk þess miðaðar við
þjóðfélagslegar aðstæður manna,
þannig að bæturnar geta aldrei
orðið nema lítil hjálp. Er því full
ástæða til þess að hvetja lands-
menn almennt til að kynna sér þá
tryggingarvernd, sem þeir njóta
nú þegar, og auka síðan sjálf-
ir tryggingu sína samkvæmt
persónulegum þörfum. Sjóvátrygg-
ingarfélag íslands h.f. hefur um-
boðsmenn um allt land og eru þeir
reiðubúnir til að hjálpa hverjum
og einum til að fá þá tryggingar-
vernd, sem þeim hentar.
Með auknum ferðalögum til út-
landa hafa stutttíma ferðaslysa-
tryggingar stóraukizt, enda er ið-
gjöldum mjög stillt í hóf og hafa
þau reyndar stórlækkað á síðari
árum. Þetta á sér tvennar ástæð-
ur, aukið og vaxandi öryggi í sam-
göngum og hinn mikli fjöldi fólks,
sem tryggir sig í slíkum ferðum.
Sömu bótaflokkar eru í boði og
fyrir frjálsa slysatryggingu og al-
gengast er að menn kaupi sér fulla
tryggingarvernd, þ. e. að auk
dauða- og örorkutryggingarinnar
eru dagpeningar tryggðir, ef um
tímabundinn starfsorkumissi verð-
ur að ræða. Iðgjald, sem einstakl-
ingur greiðir fyrir 20 daga ferða-
slysatryggingu, að fjárhæð kr.
1.000.000,00 við dauða eða allt að
100% varanalega örorku, og alit
að kr. 5.000,00 á viku vegna tíma-
bundins starfsorkumissis, er að-
eins krónur 630,00.
Upphæðirnar má takmarka eft-
ir vilja hvers og eins. Vegna hins
lága iðgjalds og þess öryggis, sem
tryggingin veitir, ætti enginn að
leggja upp í ferðalag ótryggður.
í stuttri tímaritsgrein sem þess-
ari er ekki mögulegt að gera þessu
efni nein tæmandi skil, heldur er
aðeins hægt að draga fram nokk-
ur atriði lesandanum til umhugs-
unar. Siysin gera ekki boð á und-
an sér og menn skyldu varast að
treysta um of á hugtökin öx-yggi
og tækni, hvorugt greiðir bætur
ef slys ber að höndum. Hver er
sjálfum sér næstur og verður að
tryggja efnahagslegt öryggi sitt
og sinna, beri ógæfuna að garði.
Einn þátturinn í slíkri forsjálni er
að kaupa sér slysatryggingu.
Sjóvátryggingarfélag fslands h.f.,
ber í dag þessa áhættu fyrir þús-
undir manna. Það hefði einnig
ánægju af að sjá yður fyrir þess-
ari nauðsynlegu tryggingarvernd.