Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 11
FRJÁ'ls: VERZLUNÍ 9 ég hafði neitað, var mér hrint út í þvöguna. Þeir höfðu þá tryggt sér stuðning leigjanda í húsinu. Var ég nú tekinn með valdi og fluttur í bátinn, en ég streyttist á móti. Er niður í bátinn kom, var vélin ræst, en svo óþyrmilega af stað farið, að vélin skvetti inn á sig og stöðvaðist. Varð því að fá annan bát, og eftir mikið stíma- brak tókst að koma mér um borð í hann. Var nú haldið í átt til ísa- fjarðar. Sagan af þessum atburði flaug um meðal Bolvíkinga, og vinur minn mikill, er kallaður var Pétur mikli, hringdi þegar til Finns Jónssonar inn á ísafjörð. Hann var þá með sjómannafund í Herkast- alanum, og var fundi þegar slitið og einn samvinnufélagsbáturinn mannaður. Lögregluþjónn var hafður með í förinni. Átti að fara að leita, því að ísfirðingarnir vissu ekki, hvert haldið yrði með mig. En brátt kom í ljós, að Bol- víkingar voru á leið með mig til ísafjarðar. Er komið var til ísafjarðar, var bryggjan full af fólki. Urðu Bolvíkingarnir að leggjast utan á samvinnufélags- bátinn. — Voru þeir síðar kærðir fyrir sýslumanni. En er hér var komið sögu, vildi ég ekki láta við svo búið standa. Heitt var í kolunum í Bolunga- vík, og nú skyldi halda fund þar á meðan ástandið væri svo. Var því haldið fjölmennu liði á sam- vinnufélagsbátnum til Bolunga- víkur. Er þangað kom, var brim- brjóturinn fullur af fólki. Jóhann- es Teitsson, oddviti, bað okkur í nafni hreppsnefndar að hætta við fundinn, en við sögðum sem satt var, að við kæmum í friðsamleg- um tilgangi, og að lokum tókst okkur að komast á fundarstað i Templarahúsið. Fundarstjórar voru séra Páll Sigurðsson og Kristján Ólafsson, hreppstjóri. Ég hafði framsögu og klappað var og stappað. Man ég, að ein höfðings- kona hrópaði: „Það dugir ekki að stappa, við verðum að arga“. Þannig var andrúmsloftið. Undir morgun var haldið til ísafjarðar í dásamlegu veðri. Þetta verkfall var langt og strangt og stóð fram á sumar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til verkfallsbrota en án árangurs. Eitt sinn reyndu þeir Jón Fann- berg og Axelsson, verzlunarstjóri Nathan & Olsen að koma kassa af kaffibæti undir vernd fulltrúa sýslumanns, Óskars Borg, til Bol- ungavíkur. Kassinn var til Bjarna Eiríkssonar, kaupmanns og hefur hann vafalaust verið valinn vegna mikilla vinsælda. Þeir hafa hald- ið, að Bjarna yrði liðið að fá kass- ann öðrum fremur. Úrskurður bæjarfógeta dugði þar ekki til, því að enginn má við margnum. Hannibal Valdimarsson var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á ísafirði, er flokkurinn hafði þar meirihluta. Átti hann sæti í bæj- arstjórn með Torfa Hjartarsyni og Guðmundi G. Hagalín. Árið 1938 sótti Hannibal um skóólastjóra- stöðuna við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Þrátt fyrir þungan póli- tískan mótblástur fékk Hannibal þó stöðuna og gegndi henni alls í 15 ár. Meðan hann var skólastjóri hætti hann formennsku í verka- lýðsfélaginu, og Guðmundur G. Hagalín tók við ritstjórn Skutuls, blaðs Alþýðuflokksins. Nemend- um fjölgaði mjög í tíð Hanni- bals, og er hann lét af em- bætti 1953 voru nemendur skól- ans á þriðja hundrað. Bjarni Bene- diktsson, þáverandi menntamála- ráðherra. veitti Hannibal lausn frá skólastjóraembættinu. — Kennslustörfin eru með merkari þáttum lífs míns — seg- ir Hannibal. Ég var mörg ár próf- dómari, og alls kennari í 20 ár ævi minnar. Hannibal Valdimarsson fór fyrst í framboð til Alþingis í Norður-ísafjarðarsýslu 1946. Varð hann landskjörinn þingmaður, en er Finnur Jónsson, þingmaður ís- firðinga dó, sagði hann af sér þing- mennsku og bauð sig fram i aukakosningum á ísafirði. Var þetta djarft skref, er Hannibal sté, en hann hlaut kosningu. Við næstu kosningar féll hann síðan fyrir Kjartani Jóhannssyni, lækni, en varð þá landskjörinn að nýju. Árið 1952 varð Hannibal formað- ur Alþýðuflokksins til 1954 og var þá jafnframt rilstjóri Alþýðu- blaðsins. Árið 1954 var hann kos- inn forseti Alþýðusambands ís- lands og hefur verið það síðan, síðustu árin sjálfkjörinn. — Eftir að ég var settur af sem formaður Alþýðuflokksins 1954, héldu margir, að ég væri búinn í pólitíkinni — segir Hannibal og brosir, en nokkrum vikum síðar var lagt að mér í fullri andstöðu við Alþýðuflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn að verða forseti ASÍ. Gerðist það í samstarfi við sósíal- ista, og þótt Einar Olgeirsson segi nú að ég hafi beitt ofbeldi og heimtað sjö menn í miðstjórn, þá bjargaði það byltingu í ASÍ. Ég sagði við þá: Ef þið heimtið þrjá menn, missum við Alþýðusam- bandið, enda kom það á daginn, Hannibal Valdimarsson á skrifstofu sinni í Félagsmálaráðuneytinu í Arnarhvoli — 1957.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.