Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 29

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 29
FRJALS VERZLUN 27 enn á ógæfuhliS og áttu íkveikjur þar mestan hlut að máli. Ungur ógæfumaður varð valdur að i- kveikjum víðsvegar um bæinn, m. a. í netaverkstæði Björns Bene- diktssonar en tjónbætur fyrir net o. fl., námu tveimur og hálfri milljón króna. Tjón þess árs, 1949, urðu 6V4 milljónir kr. eða tvöfalt hærri en samanlögð ið- gjöld. Árið 1950 urðu stórtjón í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, Fiskverkun S.Í.F. og hjá Mata h.f., í Fossvogi og námu tjónin það ár- ið um fjórðungi hærri upphæð en iðgjöldin samanlögð. ERFITT TÍMABIL. Það fór ekki hjá því, að iðgjöld urðu að hækka eftir svo slæma reynslu. Veruleg hækkun varð á iðgj aldatöxtum atvinnufyrirtækj a, en innbústaxtar stóðu þó óbreytt- ir. Eftir þetta tímabil batn- aði árferðið, stórtjónum fækkaði og reksturinn gekk betur, stund- um allvel, þó að á ýmsu gengi. Síðustu fjögur ár hafa orðið erfið, ekki einungis fyrir brunadeild Sjóvá, heldur öll stóru vátrygg- ingafélögin. Mjög margir stór- brunar hafa orðið, þrátt fyrir aukna þekkingu manna á eld- hættu, betri húsakynni og um- gengi, og ekki hvað sízt, þrátt fyrir það að slökkvilið sé bú- ið fullkomnum tækjum og þjálf- uðu liði. Með þenslu síðari tíma í verzlun og iðnaði virðist, að verðmæti þau, sem geymd eru á einum stað og farizt gætu í alvar- legum eldsvoða, séu frekar að auk- ast, miðað við heildarverðmæti vátryggðra muna, þannig að lík- ur fyrir stórtjónum hjá vátrygg- ingafélögunum eru hlutfallslega meiri en áður. Þetta veldur stund- um nokkrum erfiðleikum á end- urtryggingu á erlendum mark- aði, að sjálfsögðu vegna lítillar áhættudreifingar miðað við það, sem tíðkast í nágrannalöndum. Meiriháttar tjón eru nú öll talin í milljónum króna. Þótt nefnd séu tjón eins og Örfiriseyjarbruninn, Vesturgata 3, Hampiðjan og Tunnuverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, sem öll urðu árið 1964, hverfa þau í skuggann af Borgar- skálabrunanum, sem varð í ágúst í fyrra. Talið er, að bótagreiðslur frá innlendum vátryggingafélög- um hafi numið um 45 milljónum króna og er þá ótalinn sá hluli, sem bættur hefur verið af er- lendum vátryggjendum, en um heildartjónið í þessum bruna veit enginn, því fjölmargir vörueig- endur voru ótryggðir með öliu. /920 30 Stórtjónin halda áfram að ske, þrátt fyrir allt, og mun svo verða um ókominn tíma. Brunatrygg- ingar eru því nauðsyn, sem ekki breytist með árunum, þótt stein- húsum fjölgi og ýmsar ráðstafanir séu gerðar til að fyrirbyggja elds- voða. VIRK SAMKEPPNI. Samkeppni síðari ára, milii 00 50 60 /?R hinna ýmsu vátryggingafélaga, samfara þeim tíðaranda, að við- skiptavinum sé veitt sem mest og bezt þjónusta, hefur leitt til þess, BRUNfl TRYGGIhlGfíR 1926- 1967 O----o I6GJÖL0 *----* TJÓN -rn“ IÐGJflLDfl-OG TJÓNfl- NR. mflSJÓÐIR. LÓGfíRlÞMfí

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.