Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 37
FRJALS VERZLUN 35 ekki ástæða til. því þau eru í skírteinum bifreiðaeigenda og því nærtæk, ef þeir óska að kynna sér þau. Þó þykir rétt að benda á það atriði þeirra, sem alvarlegast- ar afleiðingar getur haft fjár- hagslega fyrir bifreiðaeigendur og ökumenn bifreiða, en það eru endurkröfuákvæðin. Samkv. lög- um ber vátryggingafélögunum skylda til að endurkrefja greidd- ar skaðabætur hjá þessum aðil- um, ef þeir hafa sýnt af sér stór- kostlegt gáleysi, sem hefur leitt til tjóns fyrir aðra. Ennfremur er félögunum heimilt að áskilja sér víðtækari rétt til endurkröfu, og það hafa þau gert, ef hinn vá- tryggði uppfyllir ekki skyldur sínar um að viðhalda vátrygging- arsamningnum, eða verður upp- vís að því að gefa villandi eða rangar upplýsingar, sem skaða félagið. Reynslan sýnir, að aðalhætta ökumanna í þessu efni er þó vegna aksturs eftir neyzlu áfeng- is. Er þetta mjög alvarlegt íhug- unarefni fyrir ökumenn, þar sem endurkröfur geta numið hundruð- um þúsunda króna. Hér að framan hefur verið drepið á helztu atriði varðandi skaðabótaábyrgð, sem á eigendur og notendur bifreiða getur fallið, og dregin fram þau atriði, sem geta valdið alvarlegustum, fjár- hagslegum áföllum fyrir þá, þrátt fyrir að þeim er jafnframt gert skylt að vátryggja sig gegn á- byrgðinni. En eign og notkun bifreiða fylgir áhætta á tjónum, sem ábyrgðartryggingin bætir ekki. Verður því stuttlega lýst þeim vátryggingum, sem bifreiða- eigendum standa til boða eftir eig- in vali, en er ekki skylt að kaupa. BRUNATRYGGING. Hætta af íkviknun í bifreiðum virðist hafa minnkað mikið, þrátt fyrir siaukinn rafútbúnað í þeim, en hættan virtist framan af aðal- lega stafa frá rafkerfi bifreiðanna. Iðgialdataxtinn hefur því lækkað með árunum og er nú hæst um V3 hluti af fyrsta taxtanum, þeg- ar bifreiðadeildin tók til starfa. Þó e”u sárafáar bifreiðir bruna- tryggðar. TAKMÖRKUÐ HÚFTRYGGING. Þessi vátrygging var fyrst boð- in á síðastliðnu ári og bætir hún tjón af eldsvoða og sprengingum, sem stafa af eldsvoða, eins og brunatryggingin gerir. En auk þess er vátryggt gegn þjófnaði á ökutækinu, broti á fram- og aftur- rúðum og kostnaði við björgun og flutning á ökutækinu til næsta viðgerðarstaðar, ef því hlekkist á eða það bilar. HÚFTRYGGING. Þessi vátrygging, sem almennt er kölluð kaskótrygging, vátrygg- ir gegn tjónum af sömu orsökum og bruna- og takmörkuð húftrygg- ing gera, sbr. það, sem að framan er sagt. En auk þess tekur húf- tryggingin til tjóna, sem stafa af áakstri, árekstri, veltu og hrapi á ökutækinu. Ennfremur til skemmda, sem stafa af grjóthruni, skriðufalli og snjóflóði. Loks tek- ur hún til tjóna á hinu vátryggða ökutæki, sem verða þegar það er flutt með eða á öðru farartæki innanlands, t. d. með skipi milli hafna. ÖKUMANNS- OG FARÞEGATRYGGING. Þessi trygging er seld með hinni lögboðnu ábyrgðartrygg- ingu og innheimt með henni, enda kostnaðarins vegna hagkvæmt fyrir báða aðila, vátryggða og vá- tryggingafélag. Hún er tiltölulega ný og lítil reynsla fengin af henni. Hún tryggir dánarbætur allt að kr. 400.000,00, sömu bætur fyrir varanlega 100% örorku og hlut- fallslegar bætur fyrir minni ör- orku umfram 5%. Þess er að vænta, að þessi vátrygging geti þróast og orðið víðtækari, eftir því sem reynslan kann að gefa tilefni til, en eigi þótti rétt að fara af stað með víðtækari vá- tryggingu í þessu efni, að svo stöddu. IÐGJÖLD OG IÐGJALDS- AFSLÁTTUR (BÓNUS). Grunniðgjöld fyrir bifreiða- tryggingar eru mismunandi há, eftir stærð og gerð ökutækja, not- kun þeirra og hvar aðallega á að nota þau, og er þá að jafnaði mið- að við, hvar eigendur þeirra eiga lögheimili. En ekkert af þessum atriðum tekur til þess, hversu hæfir menn eru til að aka bifreið. Sumir valda oft tjóni, aðrir sjald- an eða aldrei. Til að tengja reynsluna af öku- mönnum við ákvörðun iðgjalds- ins. hefur eigendum þeirra öku- tækja sem ekki valda tjóni, verið veittur iðgjaldsafsláttur (bónus). Er hann nú 40% af iðgjaldi fyrir húftryggingar (kaskó) eftir hvert tjónlaust ár, en er stighækkandi, frá 25% til 60% af iðgjaldi fyrir ábyrgðartryggingar. Þá getur grunniðgjaldið einnig farið stig- hækkandi, ef notkun ökutækis leiðir til tjóna ár eftir ár. Aðrar leiðir hafa verið reyndar, m. a. hér á landi, en lítil reynsla er fengin af þeim enn sem komið er. Þær hafa þegar valdið deilum í Bandaríkjunum, þar sem þær eru upprunnar, enda virðast þær vandmeðfarnar. TJÓNAUPPGJÖR. Smátt og smátt hafa ýmsar venjur skapazt um uppgjör tjóna við eigendur ökutækja og er eng- inn ágreiningur um mörg uppgjör. Einna helzt veldur það ágreiningi, hvernig meta skuli sök þegar árekstur verður milli bifreiða. Oft er um verulega fjái'hagslega hagsmuni að ræða og er þá erfitt að ná sáttum milli aðila um sakar- mat. Ekki fæst úrskurður hixit- lausra aðila nema í einkaréttar- máli, sem annar hvor aðila að árekstri stofnar til. En þau kosta bæði fé og fyrirhöfn og auk þess tekur oftast langan tíma að fá dóm. Er hér um atriði að ræða, sem athuga þyrfti, hvort unnt væri að lagfæra. Yrði það tjón- þolum til mikils öryggis og vá- tryggingafélögunum til mikils léttis, ef hægt væri að fá úrskurð hlutlausra aðila um sök, á fljót- virkari og ódýrari hátt en nú er. Skal ekki frekar farið inn á þá braut. að ræða tjónuppgjörin hér. Gildir hið sama um þau og annsð það efni, sem hér hefur verið drepið á, að einungis hefur verið talið fært að fjalla um helztu at- riðin, en ekki að gera efninu neir. tæmandi skil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.