Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 20
1B FRJÁLS VERZLUN verki nokkrir þekktir borgarar og þar á meðal þáverandi fram- kvæmdastjóri félagsins, Brynjólf- ur Stefánsson og dr. Ólafur Dan Daníelsson, sem síðar varð fyrsti aktúar félagsins. Samkvæmt fundargerð 18. október 1933 voru mættir á fundi, auk framan- greindra, þeir Jón Þorláksson, bæjarstjóri, Guðmundur Ás- björnsson, kaupmaður, Jón Ás- björnsson, hæstaréttarlögmaður, og dr. med. Halldór Hansen. Úr stofnun sérstaks líftrygg- ingafélags varð þó ekki, en 1. des. ember 1934 stofnaði félagið sér- staka líftryggingadeild, sem þá strax gat tekið til starfa, enda hafði áður verið unnið að undir- búningi þess og samið við endur- tryggjendur í Danmörku. Tók deildin þá strax að sér allar teg- undir líftrygginga og lífeyris- trygginga. Hafði félagið forgöngu um stofnun ýmissa lífeyrissjóða, þar á meðal fyrir starfsmenn fé- lagsins strax árið 1935, og seldi þeim bæði dánarbóta- og lífeyris- tryggingar. Síðar meir var grund- velli kiopt undan slíkri trygg- ingastarfsemi fyrir lífeyrissjóði, þar sem ekki reyndist unnt að fyigja verðbólgunni. Nokkru síðar keypti félagið líftryggingastofn „Thule“ í Stokk- hólmi. sem hér hafði rekið líf- tryggingaumboð í tugi ára, lengst af af Vátryggingastofu A. V. Tulinh's. Síðan vfirtók félagið líf- tryggingastofn „Svea“ í Gauta- borg, „Skandia“ og „Tryg“ og síð- ast árið 1947 líftryggingastofn ..Danmark“ i Kaupmannahöfn, en það félag rak um langt árabil eitt af stærstu líftryggingaumboðum hér. Bifreiðatryggingar. Undirbúningur að stofnun bif- reiðatryggingadeildar var hafinn á árinu 1936 og tók deildin til starfa 2. janúar 1937. Jafnframt stofnun þeirrar deildar yfirtók fé- lagið tryggingastofn ..Danske Llovd“, sem hér hafði rekið um- boðsskrifstofu um langt árabih Bifreiðatryggingadeildin hefur um alllangt skeið verið til húsa í eigin húsnæði að Laugavegi 176 og er starfsemi frjálsra ábyrgðar- trygginga rekin þar jafnframt.. Frjálsar ábyrgðartryggingar. Frá ársbyrjun 1953 hefur fé- lagið tekið að sér frjálsar ábyrgð- artryggingar og var það samtímis og önnur innlend félög. Eru slik- ar tryggingar endurtryggðar hér á innanlandsmarkaði, þannig að flest tryggingafélögin hér, ásamt íslenzkri endurtryggingu, endur- tryggja gagnkvæmt og mynduðu um það heildarsamtök, er nefnast Tryggingasamsteypa frjálsra á- byrgðartrygginga. Ýmsar tryggingar. Auk þeirra tryggingagreina, sem þegar hafa verið nefndar, tek- ur félagið að sér allar eða allflest- ar tegundir trygginga, svo sem flugvélatryggingar, jarðskjálfta- tryggingar, ferða- og slysatrygg- ingar, rekstursstöðvunartrygging- ar vegna bruna- og vélastöðvun- ar, byggingatryggingar o. fl. o. fl„ svo sem stríðstryggingar, bæði á friðar- og stríðstímum. í upphafi var skrifstofa félags- ins til húsa í húsi Nathan & Olsen nú Reykjavíku” Aoótek Eftir bvggingu húss Eimskipafélags ís- londs voru skrifstofur þess þar óslitið til ársins 1957. Flutti aðal- skrifstofan þá í eigið húsnæði í Ingólfsstræti nr. 5, en bifreiða- t vgginea- voru áð'”- fluttar í Borgartún 7. Er öll starfsemi félagsins því nú í eigin húsnæði, í In.eóUsstræti 5 og að Laugaveai 176 Félagið var stofnaðili að Stríðs- tryggingafélagi íslenzkra skips- hafna, sem síðar var með sérstök um lögum breytt í íslenzka endu - tryggingu, og heíur lengst af átt þar fulltrúa í stjórn, fyrst Brynjólf Stefánsson og síðar Stefán G. Björnsson. Er það mikill hagur fyrir félögin, að hér skuli vera starfrækt íslenzkt endurtrygg- ingafélag, og hafa þau flest veru- leg viðskipti við það félag. Fyrir rúmlega 8 árum stofn- uðu innlendu tryggingafélögin heildarsamtök, Samband íslenzkra tryggingafélaga, og var fram- kvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, formaður þess fyrstu 6 árin og á nú sæti í stjórn þess. Sambandið rekur m. a. skóla fyr- ir starfsfólk félaganna, Trygginga- skólann. Hefur Sambandið sér- stakan framkvæmdastjóra, sem nú er Bjarni Þórðarson, trygginga- fræðingur. Er það til húsa að Hverfisgötu 116 og er skólinn starfræktur þar undir stjórn sér- stakrar skólanefndar. Flest innlendu brunatrygginga- félögin og umboðsmenn erlendia brunatryggingafélaga hafa allt fiá árinu 1944 haft með sér samtök, er nefnast Samband brunatryggj enda á íslandi. og sérstaka ið- gjaldanefnd. svipað og er á Norð- urlöndum. Brynjólfur Stefánsson var lengi framan af formað’ir þessa sambands, en núverandi for- maður er Stefán G. Björnssor. Áður hefur verið getið T-vgg- ingasamsteypu frjálsra ábyrgðar- trygginga. en einnig hafa félögin með sér önnur samtök, svo sem Samtök islenzkra sjótryggienda og Samband slysatryggjerd.;>. Skintast félögin þar á upplýsing- um og ræða ýmis hagsmunamá! Áður hefur verið getið Lífevris- sióðs starfsmanna félagsins. sem stofnaður var árið 1935. Er hann Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Sveini Björnssyni, Jes Zimsen, ræð- ismanni, Ludvig Kaaber, bankastjóra, Hallgrími Kristinssyni forstjóra og Halldóri Kr. Þorsteinssyni, skipstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.