Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 20

Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 20
1B FRJÁLS VERZLUN verki nokkrir þekktir borgarar og þar á meðal þáverandi fram- kvæmdastjóri félagsins, Brynjólf- ur Stefánsson og dr. Ólafur Dan Daníelsson, sem síðar varð fyrsti aktúar félagsins. Samkvæmt fundargerð 18. október 1933 voru mættir á fundi, auk framan- greindra, þeir Jón Þorláksson, bæjarstjóri, Guðmundur Ás- björnsson, kaupmaður, Jón Ás- björnsson, hæstaréttarlögmaður, og dr. med. Halldór Hansen. Úr stofnun sérstaks líftrygg- ingafélags varð þó ekki, en 1. des. ember 1934 stofnaði félagið sér- staka líftryggingadeild, sem þá strax gat tekið til starfa, enda hafði áður verið unnið að undir- búningi þess og samið við endur- tryggjendur í Danmörku. Tók deildin þá strax að sér allar teg- undir líftrygginga og lífeyris- trygginga. Hafði félagið forgöngu um stofnun ýmissa lífeyrissjóða, þar á meðal fyrir starfsmenn fé- lagsins strax árið 1935, og seldi þeim bæði dánarbóta- og lífeyris- tryggingar. Síðar meir var grund- velli kiopt undan slíkri trygg- ingastarfsemi fyrir lífeyrissjóði, þar sem ekki reyndist unnt að fyigja verðbólgunni. Nokkru síðar keypti félagið líftryggingastofn „Thule“ í Stokk- hólmi. sem hér hafði rekið líf- tryggingaumboð í tugi ára, lengst af af Vátryggingastofu A. V. Tulinh's. Síðan vfirtók félagið líf- tryggingastofn „Svea“ í Gauta- borg, „Skandia“ og „Tryg“ og síð- ast árið 1947 líftryggingastofn ..Danmark“ i Kaupmannahöfn, en það félag rak um langt árabil eitt af stærstu líftryggingaumboðum hér. Bifreiðatryggingar. Undirbúningur að stofnun bif- reiðatryggingadeildar var hafinn á árinu 1936 og tók deildin til starfa 2. janúar 1937. Jafnframt stofnun þeirrar deildar yfirtók fé- lagið tryggingastofn ..Danske Llovd“, sem hér hafði rekið um- boðsskrifstofu um langt árabih Bifreiðatryggingadeildin hefur um alllangt skeið verið til húsa í eigin húsnæði að Laugavegi 176 og er starfsemi frjálsra ábyrgðar- trygginga rekin þar jafnframt.. Frjálsar ábyrgðartryggingar. Frá ársbyrjun 1953 hefur fé- lagið tekið að sér frjálsar ábyrgð- artryggingar og var það samtímis og önnur innlend félög. Eru slik- ar tryggingar endurtryggðar hér á innanlandsmarkaði, þannig að flest tryggingafélögin hér, ásamt íslenzkri endurtryggingu, endur- tryggja gagnkvæmt og mynduðu um það heildarsamtök, er nefnast Tryggingasamsteypa frjálsra á- byrgðartrygginga. Ýmsar tryggingar. Auk þeirra tryggingagreina, sem þegar hafa verið nefndar, tek- ur félagið að sér allar eða allflest- ar tegundir trygginga, svo sem flugvélatryggingar, jarðskjálfta- tryggingar, ferða- og slysatrygg- ingar, rekstursstöðvunartrygging- ar vegna bruna- og vélastöðvun- ar, byggingatryggingar o. fl. o. fl„ svo sem stríðstryggingar, bæði á friðar- og stríðstímum. í upphafi var skrifstofa félags- ins til húsa í húsi Nathan & Olsen nú Reykjavíku” Aoótek Eftir bvggingu húss Eimskipafélags ís- londs voru skrifstofur þess þar óslitið til ársins 1957. Flutti aðal- skrifstofan þá í eigið húsnæði í Ingólfsstræti nr. 5, en bifreiða- t vgginea- voru áð'”- fluttar í Borgartún 7. Er öll starfsemi félagsins því nú í eigin húsnæði, í In.eóUsstræti 5 og að Laugaveai 176 Félagið var stofnaðili að Stríðs- tryggingafélagi íslenzkra skips- hafna, sem síðar var með sérstök um lögum breytt í íslenzka endu - tryggingu, og heíur lengst af átt þar fulltrúa í stjórn, fyrst Brynjólf Stefánsson og síðar Stefán G. Björnsson. Er það mikill hagur fyrir félögin, að hér skuli vera starfrækt íslenzkt endurtrygg- ingafélag, og hafa þau flest veru- leg viðskipti við það félag. Fyrir rúmlega 8 árum stofn- uðu innlendu tryggingafélögin heildarsamtök, Samband íslenzkra tryggingafélaga, og var fram- kvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, formaður þess fyrstu 6 árin og á nú sæti í stjórn þess. Sambandið rekur m. a. skóla fyr- ir starfsfólk félaganna, Trygginga- skólann. Hefur Sambandið sér- stakan framkvæmdastjóra, sem nú er Bjarni Þórðarson, trygginga- fræðingur. Er það til húsa að Hverfisgötu 116 og er skólinn starfræktur þar undir stjórn sér- stakrar skólanefndar. Flest innlendu brunatrygginga- félögin og umboðsmenn erlendia brunatryggingafélaga hafa allt fiá árinu 1944 haft með sér samtök, er nefnast Samband brunatryggj enda á íslandi. og sérstaka ið- gjaldanefnd. svipað og er á Norð- urlöndum. Brynjólfur Stefánsson var lengi framan af formað’ir þessa sambands, en núverandi for- maður er Stefán G. Björnssor. Áður hefur verið getið T-vgg- ingasamsteypu frjálsra ábyrgðar- trygginga. en einnig hafa félögin með sér önnur samtök, svo sem Samtök islenzkra sjótryggienda og Samband slysatryggjerd.;>. Skintast félögin þar á upplýsing- um og ræða ýmis hagsmunamá! Áður hefur verið getið Lífevris- sióðs starfsmanna félagsins. sem stofnaður var árið 1935. Er hann Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Sveini Björnssyni, Jes Zimsen, ræð- ismanni, Ludvig Kaaber, bankastjóra, Hallgrími Kristinssyni forstjóra og Halldóri Kr. Þorsteinssyni, skipstjóra.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.