Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 32
3D FRJALS VERZLUNi réttar og ábyrgðartrygginga eru kunnar í öllum löndum, þar sem ábyrgðartrygging hefur náð veru- legri fótfestu. Þess vegna tóku brezkir dómstólar upp þá reglu, að reynt var að leyna því, að varn- araðili væri ábyrgðartryggður, þegar kviðdómur átti að fjalla um skaðabótamál. Talið var hætt við, að kviðdómendur litu ekki hlut- lægt á málavexti, ef þeir vissu að ,,ríkt“ vátryggingafélag myndi greiða bæturnar fyrir varnarað- ila. ef hann tapaði málinu. 3. Flokkun ábyrgðartrygginga. Ábyrgðartryggingar eru til í ýmsum myndum. Á fslandi eru þessar helztar: Ábyrgðartrygging bifreiða (og annarra skráningarskyldra öku- tækja) skv. umferðarlögum nr. 40/1968. Ábyrgðartrygging flugvéla skv. lögum um loftferðir nr. 34/1964. Vátrygging á skipum tekur að verulegu leyti til skaðabóta, sem vátryggður er gerður á- byrgur fyrir vegna áreksturs skipa o. fl. Heimilistrygging felur m. a. 1 sér ábyrgðartryggingu fyrir vátryggingartaka, maka hans og ógift börn undir 21 árs aldri. Almenn ábyrgðartrygging. Eins og sjá má af þessari upp- talningu, eru fjórar fyrstu vá- tryggingategundirnar bundnar við ákveðin, tiltölulega þröng at- hafnasvið. Ábyrgðartryggingar, sem hér eru til umræðu, eru hins vegar ætlaðar fyrir marg- vísleg athafnasvið. Segja má, að unnt sér að fá keypta ábyrgðartryggingu fyrir flest all- ar atvinnugreinar, sem stundaðar eru hér á landi. Þess vegna á vel við að nefna þessa vátrygginga- grein almenna ábyrgðartryggingu. Menn geta einnig fengið ábyrgð- artryggingu gegn áhættu í einka- lífi, bæði svonefnda einstaklings- ábyrgðartryggingu og ábyrgðar- tryggingu húseiganda. Einstakl- ingsábyrgðartryggingin er lítið útbreidd, m. a. vegna þess að slík vátrygging er jafnan innifalin í venjulegri heimilistryggingu. Flestir þeir, sem taka almenna ábyrgðartryggingu, eru því at- vinnurekendur, sem vátryggja sig gegn skaðabótakröfum, er á þá kunna að falla í sambandi við at- vinnureksturinn sem slíkan. Þess vegna mun hér einkum verða rætt um ábyrgðartryggingu atvinnu- rekenda. 4. Frjálsar og lögboðnar ábyrgðartryggingar. Hér er sá kostur vaiinn, að nota heitið almenn ábyrgðartrygging, en ekki frjáls ábyrgðartrygging. Þegar almennar ábyrgðartrygg- ingar hófust hérlendis að nokkru marki, voru ábyrgðartryggingar bifreiða (skyldutryggingar) orðn- ar svo rótgrónar, að hin nýja vá- tryggingagrein var kölluð frjáls ábyrgðartrygging, til aðgreining- ar frá hinum lögboðnu ábyrgðar- tryggingum. Heitið almenn á- byrgðartrygging sýnist eiga betur við en frjáls ábyrgðartrygging, enda er mönnum frjálst að kaupa ýmsar aðrar tegundir ábyrgðar- trygginga en þá, sem hér um ræðir. 5. Hvað er ábyrgðartrygging? Abyrgðartrygging tryggir vá- tryggðan gegn þeim fjárútlátum, sem hann verður fyrir, þegar skaðabótakrafa vegna tjóns á mönnum eða munum er gerð á hendur honum, á því sviði sem getið er í vátryggingarskírteininu. 6. Hvað bætir ábyrgðartrygging? Með ábyrgðartryggingu tekur vátryggingafélagið á sig þá á- hættu, sem vátryggður hefur af því að eiga skaðabótakröfur yfir höfði sér. Greiðsluskylda félags- ins er háð því, að vátryggður verði fyrir fjártjóni vegna bótakröfu frá þriðja aðila. Margir spyrja um, hve háar bætur ábyrgðartrygging greiði. Við þeirri spurningu er ekki unnt að gefa eitt svar. Ábyrgðartrygg- ing greiðir þær bætur, sem hinum vátryggða er skylt að borga eftir íslenzkum skaðabótareglum. Verði. tjón á munum, fer fjárhæð bóta eftir því, hve víðtækar skemmd- irnar eru. Sé hins vegar um slys að ræða, bætir ábyrgðartrygging- in fyrst og fremst atvinnutap (ef því er að skipta), svo og örorku- bætur, bætur fyrir þjáningar og lýti (ef slysið hefur það alvarlegar afleiðingar), ýmsan beinan kostn- að, sem tjónþoli hefur haft af slys- inu, kostnað við lögfræðiaðstoð, (en hennar er oft þörf) og vexti af bótafjárhæðinni frá slysdegi. 7. Vátrygging gegn „þriðja manni“. Almenn ábyrgðartrygging trygg- ir vátryggðan bæði gegn kröfum frá starfsmönnum hans og öðrum aðilum, þó að undanteknu nánasta venzlafólki vátryggðs. 8. Slys á vátryggðum og skemmdir á eignum hans. Verði vátryggður sjálfur fyrir slysi eða skemmist eignir hans, bætir ábyrgðartrygging ekki. Ábyrgðartrygging er ekki slysa- trygging. Ábyrgðartrygging trygg- ir ekki heldur nein ákveðin, á- þreifanleg verðmæti. Hinir vá- tryggðu hagsmunir eru eignir hans að frádregnum skuldum. 9. Skaðabótakröfur. Ábyrgðartrygging tekur aðeins til tjóns af völdum skaðabóta- kröfu. Ef vátryggður er sóttur til refsiábyrgðar, greiðir vátrygging- in ekki kostnað, sem af því leiðir, svo sem sektir og málskostnað. 10. Kröfur skv. lagareglum. Ábyrgðartrygging greiðir ein- ungis kröfur, sem byggjast á bóta- skyldu skv. réttarreglum. Kröfur, er vátryggður telur sig bera sið- ferðilega skyldu til að greiða, án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.