Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 46

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 46
44 FRJALS VERZLUN: Bretar báru brátt ægishjálm yfir aðrar þjóðir um verzlun og sigl- ingar og enn eru þeir meðal for- ustuþjóða á því sviði. Enginn stendur þeim jafnfætis um vá- tryggingar. Hansasambandið var stofnað ár- ið 1241, undir forustu Liibeck og Hamborgar og var langmestu ráð- andi um verzlun og siglingar um norðanverða álfuna um nokkrar aldir. Eftir að sjóleiðin til Ind- lands fannst svo og Ameríka, tók veldi þeirra mjög að hnigna, enda voru þeir aldrei miklir sægarpar. Til vátryggingamála virðast þeir hafa lagt næsta lítið. Elísabet I, Engladrottning, lagði grundvöll- inn að heimsveldi Breta eftir að þeir sigruðu hina spænsku Arm- ada, eða flotann ósigrandi, árið 1588. Elzta vátryggingaskírteinið brezka er dagsett 20. sept. 1547. Þar voru Langbarðar að verki, því skírteinið er að meginmáli á ítölsku, en nokkur innskot og við- aukar eru á ensku. Árið 1574 var sett á stofn í Bret- landi skrásetningarstofa fyrir vá- tryggingar, Office of Assurance. Þar var skylt að skrásetja allar vátryggingar, sem teknar voru. Þess höfðu verið dæmi, að skip og farmar voru tví- eða margtryggð- ir, og fengu þá tryggingartakar tvöfaldar eða margfaldar bætur. Það er markvert, að þegar í ár- daga vátrygginganna skuli alls- staðar hafa þurft að beita löggjaf- anum gegn tryggingasvikum. Fyrstu vátryggingalög Breta voru sett árið 1601. í greinargerð segir, að vátryggingar hafi þar tíðkast „tyme out of mynde“, eða frá ómunatíð, og var þá tekið næsta djúpt í árinni. Megintil- gangurinn var sá, að stofna sér- stakan gerðardómstól, til að gera út um ágreining varðandi bóta- skyldu. Þetta kom að litlu haldi, því áfrýja mátti gerðinni til dóm- stóla landsins. FASTUR TRYGGIN G ARM ARK AÐUR. Þess er áður getið, um Adría- hafsborgina Ragusa, að í byrjun 15. aldar höfðu vátryggjendur oft ofsagróða, eða 40—50% á ári. Þetta var tæpast hægt að kalla vá- tryggingar. Til er vátrygginga- skírteini brezkt, frá árinu 1656, en með því voru vátryggðar vörur frá eynni Celebes í Malayalöndum til London. Iðgjaldið var 5%. Mið- að við þann tíma. stærð og útbún- að skipa, takmarkaða siglinga- kunnáttu o. fl., verður þetta ekki talið hátt iðgjald fyrir siglingu um tvö heimshöf. Um miðja 17. öld er því kominn fastur vátrygg- ingamarkaðður í London. LLOYD’S í LONDON. Hin víðkunna Lloyd’s í London rekur sögu sína aftur til ársins 1688, til Lloyd’s kaffistofunnar. Þar komu saman útgerðarmenn, kaupmenn, bankamenn og vá- tryggjendur, eða Underwriters, eins og þeir voru kallaðir og eru enn. í kaffistofunni var allar upp- lýsingar að fá varðandi skip og skipaferðir, verzlun og viðskipti, heima og heiman. Þar var gengið frá vátryggingum yfir kaffi- bollum. Þessir Underwriters störfuðu alveg sjálfstætt og báru enga ábyrgð á skuldbindingum hvors annars. Þannig var það raunar einnig á fyrstu dögum vátrygg- inganna í öðrum löndum. Hver Underwriter gat að sjálfsögðu ekki tekið stóran hlut í hverri áhættu. Af þessu leiddi, að skipa- eigendur og aðrir þeir, sem kaupa vildu vátryggingu, urðu að ganga fyrir marga Underwriters áður en full trygging var fengin. Þetta var oft erfitt og seinlegt og þar kom, að Underwriters tóku að vinna saman. Var um það samið, að einn gæti skuldbundið annan, innan vissra marka og eftir vissum regl- um, og þannig varð endurtrygg- ingin til. Endurtryggingin var nauðsyn. til að auðvelda vátryggingavið- skipti, en í fyrstu þótti hún ekki gefa góða raun. Mun þar mestu hafa um ráðið skortur á þekkingu og reynslu. Álitið var að endur- tryggingar stuðluðu að óheilbrigð- um vátryggingum, og með lögum frá 1745 voru endurtryggingar bannaðar. Það bann var ekki af- numið fyrr en árið 1864. Fyrstu árin voru það Underwrit- ers nær einir, sem sáu um allar vátryggingar í Englandi, en árið 1720 fengu tvö hlutafélög, London Assurance og Royal Exchange, sérstakt leyfi til að annast vá- tryggingaviðskipti. Þetta var einkaleyfi, keypt mjög dýru verði, til að bæta hag ríkissjóðs. Fram til ársins 1824 máttu ekki önnur vátryggingafélög starfa í Eng- landi, en bannið náði þó aldrei til Underwriters í Lloyd’s. Under- writers máttu sín raunar löngum meira en félögin tvö og til marks um það má nefna, að árið 1807 var skip vátryggt á Lundúna- markaði fyrir £ 656 þús., áhætta félaganna tveggja var £ 26 þús., en áhætta Underwriters £ 630 þús. Underwriters varð auðvitað fljótt ljóst, að nauðsynlegt var að semja og samræma skilmála. Sú þróun tók langan tíma, en árið 1779 sá SG vátryggingaskírteinið svonefnda fyrst dagsins ljós. „S“ merkir þar „Ship“ og „G“ merkir „Goods“, eða vörur. Það er ekki að efa, að SG vátryggingaskírtein- ið hafi á sínum tíma verið talin góða latína, en nú skilja hana fáir, nema fróðir vátryggingamenn, frekar en hebresku. Þetta kemur þó ekki að sök, því hvert einasta orð og hver einasta setning í skír- teininu hefur fengið sína ákveðna merkingu, sem staðfest hefur ver- ið með ótal dómum. Lloyd’s og önnur vátryggingafélög nota þetta skírteini enn í dag, lítið eða ekk- ert breytt, en við skírteinið eru svo festir sérstakir skilmálar, sem hafa ríkara gildi en skírteinið sjálft, ef á milli ber. Það verður ekki sagt frá Lloyd’s, uppbyggingu þess og starfsháttum, svo og þeim hliðar- greinum vátryggingamála, sem Lloyd’s stendur að, nema í löngu máli. Það eitt skal hér sagt, að enda þótt Lloyd’s komi fram út á við sem einn aðili, er hver Underwriter enn í rauninni sjálf- stæður vátryggjandi. ÍSLENZKAR TRYGGINGAR. En hvað þá um okkur íslend- inga, hvenær byrjuðum við að vá- tryggja?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.