Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 8
6 FRJÁLS VERZLUN upp og gekk nef út úr steinunum á víxl og batt ytrabyrðið við hið innra. Þetta var síðan allt tengt saman með járnslám og rúmið, sem myndaðist milli byrðanna var síðan fyllt með þurri mómylsnu. Þessi hús voru hlý og góð og hafa staðið sig með ágætum að sögn Hannibals. Voru hús með þessu byggingalagi reist víða fyrir norðan. En Hannibal hugði á framhalds- nám. Kennaraskóli íslands var þá eins vetrar skóli og námsárið að- eins 6 mánuðir. Hann vildi verða kennari, en íslenzka prófið fannst honum of lítið. Hann vildi fara utan og því stakk Brynleifur Tobíasson, er verið hafði kennari Hannibals fyrir norðan, upp á því, að hann færi til Danmerkur. Reit Brynleifur Jóni Dúasyni, er þá bjó í Danmörku, og sneri Jón sér til Bredstrups, skólastjóra við elzta kennaraskóla Danmerkur, Jons- trup Seminarium, sem stofnaður hafði verið 1809. Svarbréf kom frá Bredstrup, þar sem hann sagði engin vandkvæði á því, að Hanni- bal gæti sótt skólann, aðeins þyrfti að sækja um leyfi kennslumála- ráðuneytisins danska, til þess að nemandinn gæti fengið að vera óreslulegur nemandi fyrsta árið á meðan hann kæmist inn í málið. Slík leyfi væru auðsótt, sagði Bredstrup. Brynleifur Tobíasson sendi síðan umsókn um skólavist til ráðuneytisins og leið nú fram á vorið 1924. — Enn leið og beið — segir Hannibal, og ekkert svar kom frá ráðuneytinu. Guðmundur heitinn Bárðarson, sem einnig hafði verið kennari minn á Akureyri, var að fara til Danmerkur og slóst ég í för með honum. Nú varð að láta skömm skella. Er til Kaupmanna- hafnar kom, vildi ég ganga eftir svari hjá ráðuneytinu. og aldrei hef ég gengið erfiðari spor, en ein- mitt er ég gekk upp að ráðuneyt- inu fákunnandi í dönsku og æti- aði að spyrjast fyrir um umsókn mína. en neyðin rak mig áfram. Guðmundur Bárðarson var þá kominn á kaf í erindi sín vegna rannsókn sinna á Tjörneslögun- um, svo að ég varð að treysta á sjálfan mig. Ég spurði eftir ráð- herranum, Nínu Bang, en hún var þá ekki í landinu. Skrifstofu- stjórinn varð fyrir svörum. Jú, hann kannaðist við umsókn mína, en taldi hana vonlausa. Aðsókn- ina sagði hann vera svo mikla, að engir útlendingar væru teknir í kennaraskólana. Nemendur væru valdir eftir ströng próf og aðeins stúdentar og þeir. sem lokið hefðu sérstökum undirbúningsskólum, áttu von á skólavist. Helmingur umsækjenda félli að jafnaði á for- prófunum. Með íslenzkt gagn- fræðapróf kæmist ég aldrei í danska ríkiskennaraskóla. — Ég var alveg niðurbrotinn maður eftir viðtalið við skrif- stofustjórann — segir Hannibai, en á leiðinni til Danmerkur með Goðafossi hafði skipið komið við á Sauðárkróki, og þá hafði ég hitt Jón Björnsson, bróður Haralds leikara, en hann hafði gengið á Jonstrup. Örfaði hann mig og svo gerði einnig Karl Finnbogason á Seyðisfirði, er ég hafði rætt við, meðan á viðkomu skipsins stóð þar. Karl hafði stundað nám við Blágárd-Seminarium, sem var einkaskóli, og því afréð ég að heilsa upp á skólastjóra þess skóla og kanna, hvort ég ætti þar ein- hverja möguleika. Það var aldeil- is létt á honum brúnin. er ég birt- ist í dyrunum, og hann tók að vitna í Njálu og Eglu. Jú, hann hélt nú, að ég væri velkominn í skólann, en skólavistin kostaði 700 danskar krónur á ári og það voru allir fjármunir mínir. Þar með var sú leið lokuð. Hvað var nú til bragðs? Jú, ég ákvað að fara til Bredstrup skóla- stjóra og athuga, hvað hann segoi. Hinn 15. júní sté ég upp í lest og hélt til Jonstrup. Ég man dagsetn- inguna enn í dag, því að dagur- inn var Valdemarsdagur — er Dannebrog átti að hafa svifið af himnum ofan. Bredstrup, gamall og þunglamalegur karl, hlustaði á raunasögu mína. Er ég hafði lýst öllu fyrir honum sagði hann mér, að ég skyidi koma til inntökuprófs að viku liðinni. — Þú getur reynt — sagði hann. — Ég byrjaði nú að viða að mér kennslubókunum. Ég hafði vanizt dönskum kennslubókum frá Akur- eyri, en mér leizt samt alls ekk- ert á blikuna að þurfa að lesa und- ir svo strembið próf á einni viku. Ég hafði ekkert búið mig undir prófið, því að eins og ég áður sagði, bjóst ég við að geta setzt í 1. bekk án forprófs. Ég las og las og las. Það var dásamlegt veður, og væntanlegir nemendur voru komnir og það var kátína og gleð- skapur fyrir utan. Um 50 ung- menni sóttu um inntöku og 30 áttu Hannibal Valdimarsson, herra Ásgeir Ásgeirsson og Richard Nixon þáverandi varaforseti Bandaríkjanna ræðast við að Bessastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.