Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN 29 ARNLIÓTUR BJÖRNSSON: ALMENNAR ÁBYROÐARTRYGGINGAR Unnt er að íá ábyrgðartryggingu íyrir flest allar atvinnugreinar. 1. Inngangur. Hér á eftir verður fjallað í ör- stuttu máli um frjálsar ábyrgð- artryggingar, öðru nafni almenn- ar ábyrgðartryggingar. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. hefur leitazt við að fullnægja vá- tryggingaþörfinni, eins og hún er á hverjum tíma. í samræmi við það tók félagið upp almennar á- byrgðartryggingar í nokkrum mæli þegar fyrir 1953. Það var þó ekki fyrr en á árinu 1953, að sala á almennum ábyrgðartrygg- ingum hófst fyrir alvöru, eins og drepið er á í grein Stefáns G. Björnssonar, framkvæmdastjóra, annars staðar í blaðinu. Nú eru almennar ábyrgðar- tryggingar orðnar mjög útbreidd- ar hér á landi. Flestir stórir at- vinnurekendur og fjölmargir aðr- ir telja sér nauðsynlegt að hafa slíka vátryggingu. Um ástæðurnar fyrir því má m. a. vísa til þess, er segir í næsta kafla. 2. Skaðabótaréttur og ábyrgðartrygging. f íslenzkum lögum, skráðum og óskráðum, eru vissar reglur, sem kallast skaðabótareglur. f lög- fræði eru þessar reglur oft nefnd- ar skaðabótaréttur. Skv. íslenzk- um skaðabótarétti á sá maður. sem bakar öðrum manni tjón með saknæmri, ólögmætri hegðun, að bæta hinum síðarnefnda tjónið með fé. Einnig gildir hér sú regla, að atvinnurekandi ber skaðabóta- ábyrgð á skaðaverkum starfs- manna sinna, ef þeir valda tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Síðarnefnd regla er geysi- lega þýðingarmikil. Hún er oft Arnljótur Björnsson. kölluð reglan um húsbóndaábyrgð, vegna þess að húsbóndi tjónvalds er að jafnaði skaðabótaskyldur fyrir mistök eða yfirsjónir hins síðarnefnda. Reglan um skaða- bótaábyrgð húsbónda hefur haft úrslitaáhrif á þróun ábyrgðar- trygginga. Aðeins eru 2—3 áratugir síðan ísl. dómstólar fóru að beita hús- bóndaábyrgðarreglunni að nokkru ráði. Má raunar segja, að á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og næstu árum þar á eftir verði bylt- ing í þessum efnum hér á landi. Á þessum tíma verður mikil aukn- ing dómsmála um skaðabætur ut- an samninga, en síðustu 10—15 árin hefur þó tala umfangsmikilla skaðabótamála hækkað enn meir. Jafnframt fjölgun mála hefur i sumum tilvikum mátt sjá, að dóm- stólar hafa ekki gert ýkja strang- ar kröfur um skilyrði þau. sem fyrir hendi þurfa að vera, til þess að um skaðabótaskyldu sé að ræða. Ennfremur virðast fjárhæð- ir bóta fyrir slys á mönnum stund- um hafa hækkað meir en sem nemur almennu verðlagi í land- inu, enda eru bætur fyrir tjón á líkama hærri hér en t. d. í Dan- mörku. Allt þetta hefur gefið ábyrgðar- tryggingunni byr undir báða vængi. Því víðtækari, sem skaða- bótarétturinn verður, þeim mun meiri verður útbreiðsla ábyrgðar- trygginga. Reynslan hefur líka sýnt, að til- vist ábyrgðartrygginga veldur aukningu skaðabótakrafna. Bæði fjölgar kröfunum og margir tjón- þolar gera hærri kröfur en þeir myndu hafa gert, ef ábyrgðar- trygging væri ekki fyrir hendi. Þessar víxlverkanir skaðabóta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.