Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 26
24 FRJALS VERZLUN fyrir hafnarlegu, en á móti þvi eru sett þau tjón. sem greidd hafa verið á sama tímabili, að viðbættri áætlun um þau tjón, sem tilkynnt hafa verið en óuppgerð eru. Tjóns- hlutfallið er þá fundið, en undan- farin ár hefur sú regla gilt, að fari tjónshlutfallið fram úr 60% af iðgjaldinu, er hækk- un iðgjaldsins óhjákvæmileg. Hlutfall þetta er þó breytingum háð og getur um stund a. m. k. verið miðað við lægra tjónshlut- fall. FARMTRYGGINGAR. Tryggingar á vörum í flutningi geta numið mjög háum upphæð- um, enda eru geysileg verðmæti þegar um tryggingu á stórum skipsfarmi er að ræða. Vátrygg- ingarverðmæti farms í flutningi er venjulega miðað við kaupverð vörunnar að viðbættum flutnings- kostnaði og ímynduðum hagnaði, sem venjulega er reiknaður 10%. Áður fyrr var yfirleitt ekki tekin öðruvísi trygging á vörum í flutningi milli landa en gegn því tjóni, sem stafaði af strandi, eldi, árekstri skipsins eða algeru tapi þess. Þetta voru allt tjónsmögu- leikar, sem voru frekar sjaldgæf- ir, en tjón gátu að sjálfsögðu orð- ið allveruleg, ef þau urðu á ann- að borð. Nú er tilhneigingin sú, að tryggja vörur gegn hvers konar tjóni, sem á þeim kann að verða. Iðgjöld hafa ekki hækkað mjög á þeim tíma, sem Sjódeild félags- ins hefur starfað. Iðgjald fyiir vöruflutning með venjulegri vá- tryggingu, frá Danmörku til ís- lands, var fyrir stríð um %—1%. Trygging á vörum núna, gegn öllu tjóni, fer vart fram úr 1%, en tjónaþunginn er allmiklu meiri, þar sem tryggingin í dag innifelur t. d. þjófnað úr sendingunni, tjon af völdum sjóbleytu o. s. frv., en ekkert af þessu var innifalið í gömlu tryggingunni. Trygging á farmi tekur yfirleitt gildi um leið og varan leggur af stað úr verksmiðju, eða um leið og hún kemur í vörzlu skipafé- lagsins. Tryggingunni lýkur yfir- leitt 15—30 dögum eftir að henni hefur verið skipað upp á ákvörð- unarstað. Þetta siðasta atriði hefur ein- mitt valdið mjög miklum vanda- málum hér á íslandi undanfarin ár, þar sem vörur liggja oft vik- um og mánuðum saman í vöru- geymslum skipafélaganna, en úti- lokað er að gera sér örugga grein fyrir því, hve mikil verðmæti kunni að vera þar saman komin. Einhver mestu tjón, sem Sjó- deild félagsins hefur greitt, hafa einmitt orðið undir slíkum kring- umstæðum. ÝMSAR TRYGGINGAR. Af öðrum sjótryggingum mætti nefna t. d. tryggingu á eigum skip- verja, afla og veiðarfærum fiski- skipa og þá sérstaklega tryggingu á síldarnótum. Algjör byiting varð í veiðitækni á síldveiðum á árunum 1958—’62. Fiskleitartæki komu þá til sög- unnar, en hinar gömlu bómullar- nætur, sem tryggðar voru fyrir 20—50 þúsund krónur, og nótabát- arnir, sem tryggðir voru kannski fyrir 15—20 þúsund krónur, urðu úrelt veiðitæki. í stað þeirra komu nælonnætur, senni- lega þrisvar til fjórum sinnum stærri heldur en gömlu bómullar- næturnar, en nærri hundrað sinn- um hærri að tryggingarverðmæti. Ný síldarnót í dag er tryggð fyrir 2—-3 milljónir króna. Geysilega há tjón hafa orðið á síldarnótum og oft hefur það kom- ið fyrir, að skip sigli inn í nætur hvors annars og valda þar með tjóni, ekki aðeins á nótinni sjálfri, heldur einnig vegna veiðitaps skipsins, sem fyrir tjóninu varð. ENDURTRYGGING. Annað grundvallaratriði í trygg- ingarmálum er rétt og skynsam- leg endurtrygging. Geysileg verð- mæti eru í húfi, þar sem skipin sjálf eru, en þar á ofan bætist ef í FREMSTU LÍNU! Tryggið skip yðar, veiðarfæri og farm hjá „SJÓVÁ“ SjdvátruqqiBfllag Íslandsí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.