Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 26

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 26
24 FRJALS VERZLUN fyrir hafnarlegu, en á móti þvi eru sett þau tjón. sem greidd hafa verið á sama tímabili, að viðbættri áætlun um þau tjón, sem tilkynnt hafa verið en óuppgerð eru. Tjóns- hlutfallið er þá fundið, en undan- farin ár hefur sú regla gilt, að fari tjónshlutfallið fram úr 60% af iðgjaldinu, er hækk- un iðgjaldsins óhjákvæmileg. Hlutfall þetta er þó breytingum háð og getur um stund a. m. k. verið miðað við lægra tjónshlut- fall. FARMTRYGGINGAR. Tryggingar á vörum í flutningi geta numið mjög háum upphæð- um, enda eru geysileg verðmæti þegar um tryggingu á stórum skipsfarmi er að ræða. Vátrygg- ingarverðmæti farms í flutningi er venjulega miðað við kaupverð vörunnar að viðbættum flutnings- kostnaði og ímynduðum hagnaði, sem venjulega er reiknaður 10%. Áður fyrr var yfirleitt ekki tekin öðruvísi trygging á vörum í flutningi milli landa en gegn því tjóni, sem stafaði af strandi, eldi, árekstri skipsins eða algeru tapi þess. Þetta voru allt tjónsmögu- leikar, sem voru frekar sjaldgæf- ir, en tjón gátu að sjálfsögðu orð- ið allveruleg, ef þau urðu á ann- að borð. Nú er tilhneigingin sú, að tryggja vörur gegn hvers konar tjóni, sem á þeim kann að verða. Iðgjöld hafa ekki hækkað mjög á þeim tíma, sem Sjódeild félags- ins hefur starfað. Iðgjald fyiir vöruflutning með venjulegri vá- tryggingu, frá Danmörku til ís- lands, var fyrir stríð um %—1%. Trygging á vörum núna, gegn öllu tjóni, fer vart fram úr 1%, en tjónaþunginn er allmiklu meiri, þar sem tryggingin í dag innifelur t. d. þjófnað úr sendingunni, tjon af völdum sjóbleytu o. s. frv., en ekkert af þessu var innifalið í gömlu tryggingunni. Trygging á farmi tekur yfirleitt gildi um leið og varan leggur af stað úr verksmiðju, eða um leið og hún kemur í vörzlu skipafé- lagsins. Tryggingunni lýkur yfir- leitt 15—30 dögum eftir að henni hefur verið skipað upp á ákvörð- unarstað. Þetta siðasta atriði hefur ein- mitt valdið mjög miklum vanda- málum hér á íslandi undanfarin ár, þar sem vörur liggja oft vik- um og mánuðum saman í vöru- geymslum skipafélaganna, en úti- lokað er að gera sér örugga grein fyrir því, hve mikil verðmæti kunni að vera þar saman komin. Einhver mestu tjón, sem Sjó- deild félagsins hefur greitt, hafa einmitt orðið undir slíkum kring- umstæðum. ÝMSAR TRYGGINGAR. Af öðrum sjótryggingum mætti nefna t. d. tryggingu á eigum skip- verja, afla og veiðarfærum fiski- skipa og þá sérstaklega tryggingu á síldarnótum. Algjör byiting varð í veiðitækni á síldveiðum á árunum 1958—’62. Fiskleitartæki komu þá til sög- unnar, en hinar gömlu bómullar- nætur, sem tryggðar voru fyrir 20—50 þúsund krónur, og nótabát- arnir, sem tryggðir voru kannski fyrir 15—20 þúsund krónur, urðu úrelt veiðitæki. í stað þeirra komu nælonnætur, senni- lega þrisvar til fjórum sinnum stærri heldur en gömlu bómullar- næturnar, en nærri hundrað sinn- um hærri að tryggingarverðmæti. Ný síldarnót í dag er tryggð fyrir 2—-3 milljónir króna. Geysilega há tjón hafa orðið á síldarnótum og oft hefur það kom- ið fyrir, að skip sigli inn í nætur hvors annars og valda þar með tjóni, ekki aðeins á nótinni sjálfri, heldur einnig vegna veiðitaps skipsins, sem fyrir tjóninu varð. ENDURTRYGGING. Annað grundvallaratriði í trygg- ingarmálum er rétt og skynsam- leg endurtrygging. Geysileg verð- mæti eru í húfi, þar sem skipin sjálf eru, en þar á ofan bætist ef í FREMSTU LÍNU! Tryggið skip yðar, veiðarfæri og farm hjá „SJÓVÁ“ SjdvátruqqiBfllag Íslandsí

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.